Innlent

Hækkar í Hvítá

Mjög mikið vatnsmagn mælist nú efst í Hvítá á Suðurlandi, eða við svonefnt Fremsta Ver. Það er þó ekki nema um helmingur þess sem mældist fyrir flóðið í ánni fyrir ári, en gæti þó flætt inn á beitilönd. Lögreglan á Selfossi beinir því til bænda að huga að búpeningi í grennd við ána.

Búast má við að verulega hækki í Ölfusá síðar í dag þegar vatnið berst þangað, en ekki er þó taliln hætt á flóðum enda mun ekki vera jakaframburður í vatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×