Innlent

Ekkert varð af flóði í Skagafirði

Ekki varð úr flóði í Austari jökulsá og þar með Héraðsvötnum í Skagafirði, eins og óttast var um tíma í gær. Rennslismælingar gáfu til kynna í gær að flóð kynni að vera í aðsigi með kvöldinu, og vöruðu Almannavarnir bændur og aðra , sem hagsmuna áttu að gæta, við því.

Bændum var meðal annars bent á að forða skepnum af væntanlegu flóðasvæði. Rennslið fór hinsvegar ekki nema í 200 sekúndulítra, en það var 500 sekúndulítrar í flóðinu fyrir rúmu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×