Innlent

Óperan fær grænt ljós frá bæjarstjórn Kópavogs

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs.

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt viljayfirlýsingu um byggingu óperuhúss í bænum. Samþykkt var að stofna einkahlutafélag um verkefnið sem Kópavogur verður aðili að ásamt fjárfestum og Íslensku óperunni. Gert er ráð fyrir að húsið verði boðið út í einkaframkvæmd og að félagið hafi með höndum undirbúning og eftirfylgni með verkefninu.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að kostnaður bæjarsjóðs af verkefninu verður metinn sem framlag til einkahlutafélagsins og mun bærinn úthluta félaginu lóð undir bygginguna í miðbæ Kópavogs eða í nágrenni. Bærinn mun einnig taka þátt í fjármögnun hússins í félagi við einkaaðila, Íslensku óperuna og ríkisvaldið.

Íslenska óperan mun annast rekstur hússins með fjárhagslegum stuðningi ríkisvaldsins en Kópavogsbær mun enga fjárhagslega ábyrgð bera á rekstri hússins. Gert er ráð fyrir því að að endanleg fjármögnun liggi fyrir snemma næsta árs og er samkeppni um hönnun hússins hönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×