Heimavarnarráðuneyti BNA harmar meðferðina á Erlu Ósk 19. desember 2007 14:08 Erla Ósk Arnardóttir má þola harða meðferð hjá innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna harmar þá meðferð sem Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl hlaut við komu hennar til Bandaríkjanna um þarsíðustu helgi. Þetta kemur fram í bréfi sem Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra barst í morgun frá heimavarnaráðuneytinu. Erla Ósk mátti dúsa í yfirheyrsluherbergjum á JFK-flugvelli í New York eftir að í ljós kom að fyrir tólf árum hafði hún dvalið lengur í Bandaríkjunum en vegabréfsáritun hennar leyfði, alls þremur vikum lengur. Eftir yfirheyrslurnar var hún flutt í hlekkjum klukkutíma leið til fangelsis í New Jersey. Þar var hún yfirheyrð aftur og fékk fyrstu máltíðina í fjórtán tíma. Á þriðjudagsmorgun í síðustu viku var hún svo flutt á flugvöllinn aftur, leidd hlekkjuð í biðsal Icelandair og losuð úr handjárnunum í landganginum. Erla leitaði til utanríksiráðuneytisins vegna málsins og kallaði utanríkisráðherra sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund og kom á framfæri kvörtun og óskaði eftir skýringum á meðferðinni. Í svarbréf heimavarnarráðuneytisins kemur fram að það harmi atvik í máli Erlu Óskar. Ráðuneytið telur að rétt hefði verið að meðhöndla Erlu á annan og mildilegri hátt. Ráðuneytið segir einnig í bréfinu að m.a. af þessu tilefni verði bandarískar starfsreglur er varða komu erlendra farþega til Bandaríkjanna og um hald fólks sem bíður brottvísunar endurskoðaðar og úrbóta leitað. Utanríkisráðherra metur mikils hversu vel sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hefur tekið á þessu máli eftir því sem segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna harmar þá meðferð sem Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl hlaut við komu hennar til Bandaríkjanna um þarsíðustu helgi. Þetta kemur fram í bréfi sem Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra barst í morgun frá heimavarnaráðuneytinu. Erla Ósk mátti dúsa í yfirheyrsluherbergjum á JFK-flugvelli í New York eftir að í ljós kom að fyrir tólf árum hafði hún dvalið lengur í Bandaríkjunum en vegabréfsáritun hennar leyfði, alls þremur vikum lengur. Eftir yfirheyrslurnar var hún flutt í hlekkjum klukkutíma leið til fangelsis í New Jersey. Þar var hún yfirheyrð aftur og fékk fyrstu máltíðina í fjórtán tíma. Á þriðjudagsmorgun í síðustu viku var hún svo flutt á flugvöllinn aftur, leidd hlekkjuð í biðsal Icelandair og losuð úr handjárnunum í landganginum. Erla leitaði til utanríksiráðuneytisins vegna málsins og kallaði utanríkisráðherra sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund og kom á framfæri kvörtun og óskaði eftir skýringum á meðferðinni. Í svarbréf heimavarnarráðuneytisins kemur fram að það harmi atvik í máli Erlu Óskar. Ráðuneytið telur að rétt hefði verið að meðhöndla Erlu á annan og mildilegri hátt. Ráðuneytið segir einnig í bréfinu að m.a. af þessu tilefni verði bandarískar starfsreglur er varða komu erlendra farþega til Bandaríkjanna og um hald fólks sem bíður brottvísunar endurskoðaðar og úrbóta leitað. Utanríkisráðherra metur mikils hversu vel sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hefur tekið á þessu máli eftir því sem segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira