Innlent

Féll niður 47 hæðir og lifði það af

Yfirvöld í New York reyna nú að finna skýringar á því hvernig þrjátíu og sjö ára gamall gluggaþvottamaður fór að því að lifa af fall niður af þaki fjörutíu og sjö hæða háhýsis í borginni.

Maðurinn er á gjörgæslu en læknar segja hann geta hreyft bæði hendur og fætur og því sé hann líklegast ekki lamaður. Tölur sýna að fimmtíu prósent þeirra sem falla af fimmtu hæð láta lífið og langflestir þeirra sem falla af tíundu hæð sömuleiðis.

Það er því með ólíkindum að maðurinn hafi lifað af fallið en líklegast þykir að hann hafi náð að halda í gólfborð sem brotnaði af þegar hann féll og að borðið hafi virkað eins og brimbretti á leiðinni niður og þar af leiðandi dregið úr fallhraðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×