Innlent

Sektaður fyrir að skilja eftir ketti á Hólmsheiði

MYND/GVA

Tuttugu og sex ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt fyrir brot á dýraverndunarlögum með því að skilja tvo ketti, sem hann átti, eftir við hesthús á Hólmsheiði. Kettirnir fundust þar í mars síðastliðnum.

Dæmt var í málinu í fjarveru mannsins en honum hafði verið birt ákæra og fyrirkall á lögmætan hátt. Maðurinn hafði áður fengið sekt fyrir umferðarlagabrot og verið sviptur ökurétti ævilangt. Var honum dæmdur hegningarauki við það í þessu máli. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna þarf hann að dúsa í steininum í fjóra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×