Innlent

SGS standi við boðaðar kröfur í kjarasamningum

Aðasteinn Árni Baldursson er formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis.
Aðasteinn Árni Baldursson er formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis. MYND/GVA

Félagsfundur í Verkalýðsfélagi Húsavíkur og nágrennis skorar á samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands að standa fast við boðaðar kröfur sambandsins gagnvart atvinnurekendum.

Í ályktun frá Verkalýðsfélaginu segir að þrátt fyrir að kröfurnar séu töluvert undir væntingum félagsins telji félagsfundurinn þær ákveðna leið til að stuðla að friði og þar með stöðugleika á íslenskum vinnumarkaði.

Þá mótmælir Verkalýðsfélagið fullyrðingum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um að verkalýðsfélög stundi órökstudda kröfukeppni. Verkalýðsfélagið hafi lengi barist fyrir því að lágmarkslaun hækki sérstaklega umfram önnur laun, ekki síst þar sem þau sé skammarlega lág. Greinilegt sé að Samtökum atvinnulífsins hugnast ekki þessi málflutningur.

Segir Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis markmiðið einfalt, að eyða ríkjandi misskiptingu og stuðla þannig að fullum jöfnuði í þjóðfélaginu. Það sé þjóðarsátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×