Fleiri fréttir

Missti báða fætur, vantar enn nýra

Pólverji sem missti báða fætur og hlaut töluverðan skaða af vegna blóðeitrunar sem hann fékk við störf hér á landi fyrir tveimur árum þarf einnig á nýju nýra að halda eftir slysið. Hann þarf að fara í nýrnavél á Landspítalanum þrisvar í viku en segist þó ekki geta hugsað sér að snúa aftur til Póllands þar sem íslenska heilbrigðiskerfið hlúi mun betur að sjúklingum en í heimalandinu.

Ekki inni í myndinni að selja RUV segir Þorgerður Katrín

Menntamálaráðherra segir að sér komi spurning Björns Bjarnasonar á óvart um hvort ekki sé best að selja Ríkisútvarpið. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, svarar því játandi að selja eigi RUV en Þorgerður Katrín fullyrðir að það sé alls ekki inni í myndinni.

Mannlíf með besta móti á útihátíðum

Neistaflug fer nú fram í Neskaupstað. Tveir dansleikir voru í bænum í nótt, og fóru þeir að mestu vel fram samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta en lagt var hald á talsvert af áfengi sem unglingar á svæðinu höfðu í fórum sínum.

Unglingalandsmótið gengur framar vonum

Um 8000 þúsund manns eru nú á Unglingalandsmóti Íslands á Höfn í Hornarfirði. Hátíðin hefur gengið framar öllum vonum, og að sögn lögreglu er hegðun gesta með eindæmum góð. Þegar á leið nóttina í gær voru til að mynda einungis um 60 manns eftir að skemmta sér, flestir heimamenn. Einhver ölvun og slagsmál voru og var einn fluttur á slysadeild.

Hátíðin Neistaflug farið vel fram hingað til

Hátíðin Neistaflug á Neskaupsstað hefur að mestu farið vel fram. Nokkur erill hefur þó verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta. Þá lagði lögregla hald á talsvert magn af áfengi hjá unglingum á svæðinu. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og 17 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu, sá sem hraðast fór ók á rúmlega 120 kílómetra hraða.

Slasaðist mikið við fall í Glerárgljúfur

Maður féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal á tíunda tímanum í morgun. Björgunarsveitin Súlur var kvödd til aðstoðar lögreglu og sjúkraflutningsmönnum við að ná manninum upp úr gljúfrinu. Nota þurfti sigbúnað og var maðurinn hífður upp úr gljúfrinu í körfu og gekk það greiðlega. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé nánar vitað um tildrög slyssins en talið er að maðurinn sé talsvert slasaður. Hann var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

Þrjár líkamsárásir í miðbænum í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í miðbænum í nótt vegna ölvunar. Klukkan hálf þrjú í nótt lentu menn undir tvítugu í átökum á Laugaveginum þar sem annar dró upp hníf og tveir sem hugðust skakka leikinn fengu skurð á hendi. Sá með hnífinn gisti fangageymslur í nótt en hinir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Bílvelta á Suðurlandsvegi

Maður slasaðist lítillega þegar hann velti bíl sínum á Suðurlandsvegi austan Þórisstaða við Ingólfsfjall laust fyrir klukkan áttta í morgun. Talið er að maðurinn hafi kastast út úr bíl sínum. Hann er grunaður um ölvun við akstur, og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík. Bíll hans er talinn ónýtur. Tveir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í Árnessýslu, grunaðir um ölvun við akstur.

Umferð minni en á venjulegum föstudegi

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð gengið vel í þeirra umdæmi í dag og straumur út úr bænum jafnvel verið minni nú í upphafi Verslunarmannahelgar en á venjulegum föstudegi. Svo virðist sem fólk með hjólhýsi og tjaldvagna hafi frekar lagt af stað úr höfuðborginni í gær þar sem spáin fyrir daginn í dag var ekki góð.

Íþrótta- og æskulýðsþátttaka fólks af erlendum uppruna efld

Ungmennafélag íslands hefur ákveðið að stórefla íþrótta- og æskulýðsþátttöku fólks af erlendum uppruna sem búsett er á íslandi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í gær á 100 ára afmælisdegi hreyfingarinnar.

Um hundrað jarðskjálftar við Upptyppinga í dag.

Hátt í hundrað jarðskjálftar hafa mælst við Upptyppinga í dag, í skjálftahrinu sem enn stendur yfir. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar í þessari viku og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið. Þá er lögreglan á Húsavík og Seyðisfirði í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Kampavínsklúbbnum Strawberries lokað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur afturkallað rekstrarleyfi kampvínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu og hefur staðnum verið lokað.

Útlendingar leita réttar síns til Eflingar vegna vangoldinna launa

Yfir hundrað útlendingar hafa leitað til Eflingar vegna vangoldinna launa hjá verktakafyrirtækjum í byggingariðnaði síðustu þrjá mánuði. Um tveir þriðju þeirra sem leita til stéttarfélagsins vegna launakrafna eru útlendingar þrátt fyrir að þeir séu einungis lítill hluti félagsmanna.

Þúsundir streyma á hátíðar

Þúsundir Íslendinga streyma nú á hátíðar sem haldnar eru víða um land um helgina. Straumurinn þetta árið virðist liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar. Umferðin hefur verið að þyngjast út úr höfuðborginni eftir því sem liðið hefur á daginn. Um fimm þúsund manns eru komnir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Umferðarstofa biður bílstjóra að gæta vel að mótorhjólamönnum

Umferðarstofa vill benda bílstjórum á að gæta sérstaklega vel að mótorhjólamönnum í umferðinni um helgina. Mótorhjól sjást ekki eins vel og bíll. Þau eru smærri og sýnast oft fjær en raun ber vitni. Umferðarstofa brýnir fyrir ökumönnum að gá að minnsta kosti tvisvar áður en ekið er af stað á gatnamótum.

Vínbúðin í Vestmannaeyjum opin á laugardegi

Vínbúðin í Vestmannaeyjum er opin á morgun, laugardag í fyrsta skipti um verslunarmannahelgi. Þetta er nýmæli, því hingað til hefur hún lokað á hádegi á föstudegi að tilmælum frá Vestmannaeyjarbæ.

Rafmagn komið á í Skuggahverfi

Rafmagn er komið á í Skuggahverfi en bilun varð í háspennustreng hjá Orkuveitu Reykjavíkur klukkan 16.15 í dag. Bilunin orsakaði rafmagnsleysi í hluta Skuggahverfis en rafmagn komst aftur á um klukkan 17.

Unglingalandsmót UMFÍ sett í morgun

Keppni á 10. unglingalandsmóti UMFÍ hófst á Höfn í Hornafirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum hefur veðrið verið ágætt í dag, þurrt og hægur vindur.

Tvö þúsund manns fljúga frá Reykjavík í dag

Flug hefur gengið vel það sem af er degi. Fimm ferðir hafa verið farnar til Vestmannaeyja, fimm á Akureyri, þrjár á Egilsstaði og tvær á Ísafjörð, segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

Á 130 kílómetra hraða á Sæbraut

Tvítugur piltur var sviptur ökuleyfi í nótt eftir að bíll hans mældist á tæplega 130 kílómetra hraða á Sæbraut. Samkvæmt dagbók lögreglunnar hefur pilturinn áður komið við sögu hjá lögreglu vegna umferðarlagabrota.

Umferð gengur vel

Umferð hefur gengið vel það sem af er degi en þyngist eftir því sem líður á. Lögreglan í Borgarnesi segir að allt hafi gengið sinn vanagang og engin óhöpp komið upp á. Hið sama er að frétta af Selfossi. Þar gengur allt eðlilega. Lögreglan í Vestmannaeyjum segist hafa í nógu að snúast við umferðareftirlit og við að aðstoða Þjóðhátíðargesti í Herjólfsdal, en allt gangi samkvæmt áætlun.

Skjálfti að stærð 3,1 við Trölladyngju

Skjálfti upp á 3,1 mældist suður af Trölladyngju, Ódáðahrauni, klukkan níu mínútum yfir eitt í dag. Mikil skjálftavirkni er á nálægum slóðum en þessi skjálfti er ekki talinn tengjast þeim skjálftum sem hafa verið við Upptyppinga að undanförnu.

Lögreglan á Akureyri leitar eftir Nissan jepplingi

Grár Nissan Extrail jepplingur með númerinu PO - 694 hvarf frá bílasölu Ingvars Helgasonar á Akureyri fyrir 2-3 vikum. Lögreglan á Akureyri biður þá sem gætu vitað hvar bíllinn er niðurkominn um að láta vita í síma 4647700.

Slasaðist eftir árekstur á Nýbýlavegi

Kona slasaðist þegar tveir bílar skullu saman á Nýbýlavegi á tólfta tímanum í morgun. Kalla þurfti tækjabíl slökkviliðsins til að ná konunni úr bílnum og var hún flutt á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

Fjórtán hundruð ökumenn fá frítt í stæði

Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur.

Áframhaldandi skjálftavirkni við Upptyppinga

Ekkert lát er á skjálftavirkni við Upptyppinga og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið til að rannsaka það betur. Lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði eru í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Þurfti að fljúga blindflug hluta af ferðinni

Indverji sem gerir tilraun til að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúni fisi er nú staddur hér á landi. Hann flaug hingað til lands frá Grænlandi í gær við erfiðar aðstæður en mikil ísing myndaðist á vélinni og hann þurfti að fljúga blindflug hluta úr ferðinni.

Rekstrarleyfi Strawberries afturkallað

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur afturkallað leyfi veitingastaðarins Strawberries í Lækjargötu 6 til reksturs þar sem starfsemin sem þar fór fram reyndist ekki samrýmast starfsleyfinu. Veitingastaðnum hefur því verið lokað.

Norska fjármálaeftirltið athugar að skoða eignarhlut Kaupþings i Storebrand

Norska fjármálaeftirlitið athugar að skoða hvort Kaupþing ráði yfir meiru í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand, en félagið hefur heimild fyrir. Hafi kaup fjármálafyrirtækisins Exista á bréfum norska félagsins verið gerð í samvinnu við Kaupþing er það brot á lögum. Stjórnarformaður Kaupþings segir svo ekki vera.

Önnur árásarkvennanna yfirheyrð í Eyjum

Búið er að yfirheyra aðra konuna sem réðst á 28 ára gamla konu fyrir utan skemmtistaðinn Sólon síðastliðna helgi. Konan var kölluð til skýrslutöku í Eyjum í gær en sleppt að því loknu því ekki þótti ástæða til að handtaka hana vegna málsins. Konan sem ráðist var á hefur legið á spítala í fimm daga og gengist undir aðgerð á eyra.

Álag í Vínbúðum þessa dagana

Mikið álag er á starfsfólki Vínbúðanna þessa dagana en búast má við að ríflega þriðjungur þjóðarinnar muni koma við til að kaupa áfengi fyrir þessa verslunarmannahelgi.

Teknir með fíkniefni í Vestmannaeyjum

Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gær. Farþegi með Herjólfi var handtekinn með lítisháttar að hassi sem hann hafði falið innklæða. Þá fundu lögreglumenn tvær e-töflur á aðila í tjaldi í Herjólfsdal.

Nýtt altarisverk vígt í Ísafjarðarkirkju

Nýtt altarisverk í Ísafjarðarkirkju verður vígt við messu á sunnudaginn. Verkið er eftir Ölöf Nordal og byggt á helgisögunni um lausnarann og lóurnar. Verkið hefur fengið nafnið Fuglar himinsins.

Allt flug til Eyja á áætlun

Flugvélar á vegum Flugfélags Íslands fara alls níu ferðir frá Reykjavík til Vestmannaeyja í dag. Tvær vélar fóru í morgun og ekki gert ráð fyrir öðru en allar áætlanir standist. Mikið hvassviðri var í Eyjum morgun og fór vindhraðinn upp í allt að 27 metra á sekúndu.

Meistarinn rukkaður fyrir rausnarskapinn

Jónas Örn Helgason, fyrsti sigurvegari spurningakeppninnar „Meistarinn" á Stöð 2, vakti athygli eftir keppnina þegar hann ákvað að gefa hluta verðlaunaupphæðarinnar til góðgerðamála. Hann afhenti 500 þúsund króna framlag til hjálparstarfs. Það kom Jónasi hins vegar á óvart nú um mánaðarmótin að Skattstjórinn í Reykjavík innheimtir 200 þúsund krónur í skatt af gjöf Jónasar.

Vegagerðin hvetur ökumenn til varkárni

Vegagerðin biður alla vegfarendur að sýna aðgát í umferðinni. Þeir sem eru með húsbíla, hjólhýsi eða annað sem þolir illa vind eru sérstaklega beðnir að huga vel að veðri.

Bílvelta og útafakstur

Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl velti bílnum sem hann ók á Suðurstrandavegi í kvöld. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn var talsvert skemmdur að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.

Sjá næstu 50 fréttir