Innlent

Tvö þúsund manns fljúga frá Reykjavík í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
200 flug verða farin um helgina.
200 flug verða farin um helgina. Rósa Jóhannsdóttir

Flug hefur gengið vel það sem af er degi. Fimm ferðir hafa verið farnar til Vestmannaeyja, fimm á Akureyri, þrjár á Egilsstaði og tvær á Ísafjörð, segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.

Árni segir að í dag séu tæplega 2000 farþegar bókaðir í flug með félaginu. Hann segir að flestir séu á leið til Akureyrar og Vestmannaeyja en einnig séu áætlaðar 3 ferðir til Ísafjarðar og 6 ferðir til Egilsstaða.

Árni segir að í heildina verði um 6000 farþegar á flugi með Flugfélagi Íslands um helgina. Alls verði um 30 flugmenn að fljúga í um 200 flugum. Stærsti einstaki dagurinn verði á mánudag en þá séu áætlaðar 16 ferðir frá Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að tæplega 800 farþegar verði fluttir frá Eyjum þann dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×