Fleiri fréttir Regnfatnaður selst vel fyrir Verslunarmannahelgina Verslunarmannahelgin er að skella á og undirbúningur í hámarki. Gríðarlega mikið af regnfatnaði hefur selst í útivistarverslunum undanfarna daga, og svo virðist sem Íslendingar séu farnir að undirbúa sig fyrr en áður. 2.8.2007 19:30 Ókeypis bílastæði fyrir visthæfa bíla Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur. 2.8.2007 19:25 Lengsta beinagrind sem komið hefur upp Í morgun var opnuð lengsta kista sem komið hefur upp í Skriðuklaustri og með þeim lengri í fornleifarannsóknum á Íslandi. Hún er 2,10 metrar að lengd og 70 sm að breidd. Alls hafa verið opnaðar um 80 grafir í Skriðuklaustri og enn er mikið eftir. 2.8.2007 19:22 Leggst gegn nektardansstöðum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að leggjast alfarið gegn rekstri nektarstaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um leyfisveitingu til handa nektardansstaðnum Goldfinger í Kópavogi. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger segir að áfram verði dansað á staðnum. 2.8.2007 19:16 Fjögurra manna letnesk fjölskylda á götuna vegna launasvika Fjögurra manna lettnesk fjölskylda í Reykjavík verður á götunni innan skamms, þar sem fjölskyldufaðirinn hefur verið svikinn um laun svo vikum skiptir. Fjölskyldufaðirinn og fimm landar hans lögðu niður í vinnu í dag vegna þessa, en mennirnir vinna við að reisa nýtt hótel í Reykjavík. Hóteleigandinn segir þetta ekki sitt vandamál þar sem verktökum hafi þegar verið greitt. 2.8.2007 19:14 Pólitískar handtökur á Íslandi Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. 2.8.2007 18:45 Samræmdar aðgerðir vegna hugsanlegra eldsumbrota Vegna viðvarandi skjálftahrinu norðan af Vatnajökli nánar tiltekið við Upptyppinga var í gær boðað til fundar með lögreglustjórum og yfirlögregluþjónum í umdæmum sýslumannanna á Húsavík og Seyðisfirði ásamt deildarstjóra almannavarnadeildarinnar. 2.8.2007 17:59 Sluppu með skrekkinn þegar skotið var á bíl í Reykjanesbæ Talið er að skotið hafi verið úr loftbyssu eða loftriffli á bíl sem stóð við Heiðarholt í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið í gær. Stúlka var að taka barn úr barnabílstól þegar ein rúðan í bílnum mölvaðist, að því er fram kemur á fréttavef Víkurfrétta. 2.8.2007 17:35 Samkomulag milli Flugstöðvarinnar í Keflavík og Þroskahjálpar Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Þroskahjálp á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um tilraunaverkefni til þriggja mánaða sem felur í sér að skjólstæðingar Þroskahjálpar annast smölun á handfarangurskerrum í flugstöðinni í samstarfi við Fríhöfnina. 2.8.2007 16:47 Rússnesk fjölskylda á hraðferð Hraðferð fjögurra manna fjölskyldu frá Rússlandi lauk á Kjalarnesi um ellefuleytið í morgun en fólkið var á leið til höfuðborgarinnar. Lögreglan stöðvaði bíl fjölskyldunnar enda var honum ekið á 139 km hraða. 2.8.2007 16:38 Visthæfir bílar fá frítt í stæði Frá og með deginum í dag geta eigendur visthæfra bifreiða lagt bílum sínum frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Ókeypis verður í gjaldskyld stæði nema í bílastæðahúsum og í stæði sem eru lokuð. Í frétt á heimasíðu Umhverfissviðs kemur fram að sérstök bílastæðaskífa hafi verið útbúin af þessu tilefni. 2.8.2007 16:31 Erlendum ferðamönnum fjölgar mikið Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 19% fyrstu 6 mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Mikil aukning var í júní síðastliðnum en þá fjölgaði ferðamönnum um fjórðung á milli ára. Í júní er aukning frá öllum markaðsvæðum. 2.8.2007 16:20 Rekstrarstjórn DV og Birtings sameinuð Útgáfufélag DV og útgáfufélagið Birtingur hafa verið sett undir sameiginlega rekstrarstjórn af því er fram kemur í tilkynningu frá Birtingi. Þar segir ennfremur að ekki sé um sameiningu félaganna að ræða heldur rekstrarlega hagræðingur. Þá mun Elín Ragnarsdóttir , framkvæmdastjóri Birtings, verða framkvæmdastjóri beggja félaga. 2.8.2007 15:56 Skjálfti við Grímsey Veðurstofa Íslands mældi jarðskjálfta upp á 3,0 á richterskvarða á Kolbeinseyjarhrygg vestan við Grímsey um fimm mínútur yfir þrjú í dag. Að sögn Veðurstofu Íslands er engin sérstök virkni á svæðinu. Skjálfti upp á 3,0 á richter þykir ekki snarpur en líklegt er að einhverjir Siglfirðingar hafi orðið hans varir. 2.8.2007 15:54 Auka framlög til þróunarsjóðs um sex milljarða króna Auka á framlög til þróunarsjóðs Evrópska efnahagssvæðisins um rúma sex milljarða króna á næstu árum samkvæmt samningi um stækkun Evrópska efnhagssvæðisins. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og tók hann formlega gildi í gær. Gert er á ráð fyrir verulegum niðurfellingum á sjávarafurðum. 2.8.2007 15:24 Nektardans bannaður á Goldfinger Nektardansstaðurinn Goldfinger hefur misst leyfi til nektarsýninga. Ný lög um veitingastaði og skemmtanahald tóku gildi um síðustu mánaðamót. Samkvæmt þeim þurfa veitingastaðir aðeins eitt rekstrarleyfi, í stað veitinga, skemmti- og vínveitingaleyfis. 2.8.2007 15:17 Tveir ökuþórar teknir í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á fertugsaldri fyrir að aka bifhjóli á 166 kílómetra hraða á Miklubraut. Maðurinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða en hámarkshraði á þeim kafla þar sem hann var tekinn er 60 kílómetrar á klukkustund. 2.8.2007 14:47 Mótmælaskilti rifin niður í skjóli nætur Andstæðingar virkjana í neðri hluta Þjórsár eru í öngum sínum eftir að skilti sem þeir settu upp til þess að mótmæla virkjunaráformunum voru rifin niður í nótt. Skiltin voru tvö, og var öðru þeirra komið fyrir á hlaði bóndans sem setti það upp. Hitt skiltið er enn ekki komið í leitirnar. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en formleg kæra hefur ekki borist. 2.8.2007 14:27 Reyna að setja heimsmet í fisflugi Orustuflugmenn í indverska flughernum freista þess að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúnum fisflugvélum. Ágúst Guðmundsson, tengiliður mannanna á Íslandi, segir að vélin sé nú stödd í Kulusuk á Grænlandi. 2.8.2007 14:18 Fjórir sóttu um stöðu hæstaréttardómara Fjórir sóttu um embætti hæstaréttadómara sem skipað verður í frá og með 1. september 2007. Umsóknarfresturinn rann út þriðjudaginn 31. júlí síðastliðinn. 2.8.2007 14:09 Össur ekki hrifinn af hugmyndum um olíuhreinsistöð Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist ekki vera hrifinn af hugmyndum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Hann segir að ráðuneytið ætli ekki að leggjast í neinar athugunar vegna málsins. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann á vef Bæjarins besta. 2.8.2007 13:44 Lögreglan boðar viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgi Fylgst verður grannt með íbúarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi til að koma í veg fyrir innbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem boðar viðamikið eftirlit um næstu helgi. Fólk er hvatt til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. 2.8.2007 13:16 Borgarráð fundar með lögreglustjóra vegna ofbeldis í miðbænum Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir að skilyrði rekstrarleyfa veitingastaða varðandi umgengni og öryggi verði tekið til endurskoðunar. Tilefnið er fólskuleg árás þriggja stúlkna á konu í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Borgarráð hefur ákveðið að kalla lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á sinn fund til að ræða aukna löggæslu í miðborginni. 2.8.2007 13:12 Vilja nýjan Herjólf Vinstri grænir á Suðurlandi vilja að fenginn verði nýr Herjólfur til að leysa núverandi skip af hólmi á leiðinni Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn. Skipið skuli fullnægja flutningsþörfinni og fara 3 ferðir á sólarhring. 2.8.2007 12:45 Kristín Ástgeirsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur skipað Kristínu Ástgeirsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hún er skipuð til fimm ára frá og með 1. september næstkomandi. 2.8.2007 12:25 Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð. Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. 2.8.2007 12:12 Ósamræmi milli tekjublaða Mikill munur er oft á uppgefnum tekjum einstaklinga í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og Mannlífs. Á tekjulistum blaðanna má einnig sjá að sumir þekktir einstaklingar eiga varla til hnífs og skeiðar. 2.8.2007 12:07 Ráðherra vill einkavæða RÚV Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vill selja RÚV ef marka má bloggfærslu hans á heimasíðu sinni í gær. Hver getur skilið færsluna eins og hann vill, segir dómsmálaráðherra. 2.8.2007 12:05 Ekið á tvö börn með stuttu millibili Ekið var á barn á hjóli við Holtsbúð í Garðabæ rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Sjúkraflutningamenn voru kvaddir á staðinn en ekki er ljóst hvort barnið hafi slasast alvarlega. Ekið var á annað barn í Staðarhverfinu í Grafarvogi eftir hádegi í gær og var barnið flutt á bráðamótttöku Landspítala - Háskólasjúkrahúss. 2.8.2007 11:52 Steingrímur A. Arason formaður samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Steingrím Ara Arason hagfræðing formann samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. 2.8.2007 11:24 Bush bannar aðstoðarmanni sínum að bera vitni George Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað fyrrum aðstoðarmanni sínum, Karl Rove, að bera ekki vitni fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings um uppsagnir átta saksóknara. Nefnd á vegum öldungadeildarinnar rannsakar nú hvort þeim hafi verið sagt upp af pólitískum ástæðum. Stjórn Bush heldur því fram að brottreksturinn hafi verið réttlætanlegur. 2.8.2007 10:32 Nýsir kaupir allar fasteignir Háskólans á Bifröst Háskólinn á Bifröst og fasteignafélagið Nýsir hf. hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrirtækisins á öllum húseignum skólans. Nýsir mun síðan leigja háskólanum til baka allar fasteignirnar. 2.8.2007 10:08 Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf Íslendingur var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minneapolis hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu. Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. 2.8.2007 09:54 Ökumenn sýni varkárni um verslunarmannahelgina Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir mönnum að sýna varkárni í umferðinni um verslunarmannahelgina og ítrekar nauðsyn þess að forðast framúrakstur og keyra ekki þreytt eða undir áhrifum áfengis. 2.8.2007 09:51 Verðbólgan mælist 6,6% Vísitala neysluverðs í júlí 2007 hækkaði um 0,22% frá fyrra mánuði, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,8% en breytingin undanfarna þrjá mánuði svarar til 6,6% ársverðbólgu. 2.8.2007 09:26 Bílvelta í Hvalfirði Einn maður var fluttur í skyndi með sjúkrabíl á Slysadeild í Fossvogi eftir bílveltu á Eyrarfjallsvegi við bæinn Mýrdal í Kjós. Að sögn lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu átti slysið sér stað rétt eftir klukkan sjö í kvöld. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu. 1.8.2007 21:31 Flugóhapp við Múlakot í Fljótshlíð Engan sakaði þegar nefhjólið gaf sig á tveggja hreyfla flugvél á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð í kvöld. Er nefhjólið gekk upp lagðist flugvélin, sem tveir voru í, á nefið. Lögreglan á Hvolsvelli er á staðnum en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 1.8.2007 20:48 Unglingsstúlka flutt með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu í Gnúpverjahreppi Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sautján ára stúlku á slysadeild í Reykjavík eftir að bíll sem hún var farþegi í valt í Gnúpverjahreppi rétt fyrir ofan Geldingaholt í kvöld. Grunur leikur á að stúlkan hafi hlotið háls- og hryggáverka. Fimm manns voru í bílnum og var stúlkan farþegi í aftursæti hans. Annar farþegi var færður til skoðunar á Heilsugæslustöðina í Laugarási en aðrir sem í bílnum voru sluppu ómeiddir að sögn lögreglunnar á Selfossi. 1.8.2007 20:39 Lindarvatn úr Eyjafjöllum uppistaðan í vestmannaeyskum bjór Lindarvatn úr Eyjafjöllunum verður uppistaðan í nýjum íslenskum bjór, framleiddum í Vestmannaeyjum, ef hugmyndir um bjórverksmiðju í Eyjum verða að veruleika. Með tilkomu Bakkafjöru lækkar flutningskostnaður bjórsins uppá fastalandið til muna. 1.8.2007 19:35 Átján ára aldurstakmark inn á tjaldsvæði á Siglufirði Aðstandendur Síldarævintýris á Siglufirði vilja í ljósi umræðu um aldurstakmörk á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina taka það fram að börnum yngri en 18 ára er bannaður aðgangur að tjaldsvæðum á Siglufirði nema þau séu í fylgd foreldra eða forráðamanna. 1.8.2007 19:23 1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar aflétt Iðnaðar- og fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar, til að koma til móts við vanda útgerðanna í kjölfar kvótaskerðingar. Þetta var tilkynnt við opnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði í dag. 1.8.2007 19:18 Gengur á 100 hæstu tinda landsins Þorvaldur Víðir Þórisson er líklega ókrýndur háfjallakóngur Íslands. Hann hefur á þessu ári klifið sjötíu og tvo af hundrað hæstu tindum landsins og stefnir á að ljúka við að klífa þá alla fyrir fimmtugsafmælið sitt í október. 1.8.2007 19:18 Óásættanleg hegðun á Akureyri síðustu ár, ástæðan Ekki var lengur hægt að sætta sig við að öllum viðmiðum siðmenningar væri sleppt um verlsunarmannahelgi segir talsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að setja aldurstakmark á tjaldssvæði bæjarins. Síðast liðin ár hefur gefist illa að blanda saman ungu fólki og fjölskyldufólki og því var gripið til þessa örþrifaráðs. 1.8.2007 19:01 Árni Johnsen ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort segir Þjóðhátíðarnefnd Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum treysti sér ekki til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á hátíðinni. Nefndin segir það vera vegna þess að hann hafi ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort í þeim störfum. 1.8.2007 19:00 Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. 1.8.2007 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Regnfatnaður selst vel fyrir Verslunarmannahelgina Verslunarmannahelgin er að skella á og undirbúningur í hámarki. Gríðarlega mikið af regnfatnaði hefur selst í útivistarverslunum undanfarna daga, og svo virðist sem Íslendingar séu farnir að undirbúa sig fyrr en áður. 2.8.2007 19:30
Ókeypis bílastæði fyrir visthæfa bíla Eigendur um fjórtán hundruð bíla fá ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessir bílar uppfylla skilyrði borgarinnar um visthæfni og þeim má leggja frítt í níutíu mínútur. 2.8.2007 19:25
Lengsta beinagrind sem komið hefur upp Í morgun var opnuð lengsta kista sem komið hefur upp í Skriðuklaustri og með þeim lengri í fornleifarannsóknum á Íslandi. Hún er 2,10 metrar að lengd og 70 sm að breidd. Alls hafa verið opnaðar um 80 grafir í Skriðuklaustri og enn er mikið eftir. 2.8.2007 19:22
Leggst gegn nektardansstöðum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að leggjast alfarið gegn rekstri nektarstaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um leyfisveitingu til handa nektardansstaðnum Goldfinger í Kópavogi. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger segir að áfram verði dansað á staðnum. 2.8.2007 19:16
Fjögurra manna letnesk fjölskylda á götuna vegna launasvika Fjögurra manna lettnesk fjölskylda í Reykjavík verður á götunni innan skamms, þar sem fjölskyldufaðirinn hefur verið svikinn um laun svo vikum skiptir. Fjölskyldufaðirinn og fimm landar hans lögðu niður í vinnu í dag vegna þessa, en mennirnir vinna við að reisa nýtt hótel í Reykjavík. Hóteleigandinn segir þetta ekki sitt vandamál þar sem verktökum hafi þegar verið greitt. 2.8.2007 19:14
Pólitískar handtökur á Íslandi Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins. 2.8.2007 18:45
Samræmdar aðgerðir vegna hugsanlegra eldsumbrota Vegna viðvarandi skjálftahrinu norðan af Vatnajökli nánar tiltekið við Upptyppinga var í gær boðað til fundar með lögreglustjórum og yfirlögregluþjónum í umdæmum sýslumannanna á Húsavík og Seyðisfirði ásamt deildarstjóra almannavarnadeildarinnar. 2.8.2007 17:59
Sluppu með skrekkinn þegar skotið var á bíl í Reykjanesbæ Talið er að skotið hafi verið úr loftbyssu eða loftriffli á bíl sem stóð við Heiðarholt í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið í gær. Stúlka var að taka barn úr barnabílstól þegar ein rúðan í bílnum mölvaðist, að því er fram kemur á fréttavef Víkurfrétta. 2.8.2007 17:35
Samkomulag milli Flugstöðvarinnar í Keflavík og Þroskahjálpar Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Þroskahjálp á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um tilraunaverkefni til þriggja mánaða sem felur í sér að skjólstæðingar Þroskahjálpar annast smölun á handfarangurskerrum í flugstöðinni í samstarfi við Fríhöfnina. 2.8.2007 16:47
Rússnesk fjölskylda á hraðferð Hraðferð fjögurra manna fjölskyldu frá Rússlandi lauk á Kjalarnesi um ellefuleytið í morgun en fólkið var á leið til höfuðborgarinnar. Lögreglan stöðvaði bíl fjölskyldunnar enda var honum ekið á 139 km hraða. 2.8.2007 16:38
Visthæfir bílar fá frítt í stæði Frá og með deginum í dag geta eigendur visthæfra bifreiða lagt bílum sínum frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Ókeypis verður í gjaldskyld stæði nema í bílastæðahúsum og í stæði sem eru lokuð. Í frétt á heimasíðu Umhverfissviðs kemur fram að sérstök bílastæðaskífa hafi verið útbúin af þessu tilefni. 2.8.2007 16:31
Erlendum ferðamönnum fjölgar mikið Erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 19% fyrstu 6 mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Mikil aukning var í júní síðastliðnum en þá fjölgaði ferðamönnum um fjórðung á milli ára. Í júní er aukning frá öllum markaðsvæðum. 2.8.2007 16:20
Rekstrarstjórn DV og Birtings sameinuð Útgáfufélag DV og útgáfufélagið Birtingur hafa verið sett undir sameiginlega rekstrarstjórn af því er fram kemur í tilkynningu frá Birtingi. Þar segir ennfremur að ekki sé um sameiningu félaganna að ræða heldur rekstrarlega hagræðingur. Þá mun Elín Ragnarsdóttir , framkvæmdastjóri Birtings, verða framkvæmdastjóri beggja félaga. 2.8.2007 15:56
Skjálfti við Grímsey Veðurstofa Íslands mældi jarðskjálfta upp á 3,0 á richterskvarða á Kolbeinseyjarhrygg vestan við Grímsey um fimm mínútur yfir þrjú í dag. Að sögn Veðurstofu Íslands er engin sérstök virkni á svæðinu. Skjálfti upp á 3,0 á richter þykir ekki snarpur en líklegt er að einhverjir Siglfirðingar hafi orðið hans varir. 2.8.2007 15:54
Auka framlög til þróunarsjóðs um sex milljarða króna Auka á framlög til þróunarsjóðs Evrópska efnahagssvæðisins um rúma sex milljarða króna á næstu árum samkvæmt samningi um stækkun Evrópska efnhagssvæðisins. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og tók hann formlega gildi í gær. Gert er á ráð fyrir verulegum niðurfellingum á sjávarafurðum. 2.8.2007 15:24
Nektardans bannaður á Goldfinger Nektardansstaðurinn Goldfinger hefur misst leyfi til nektarsýninga. Ný lög um veitingastaði og skemmtanahald tóku gildi um síðustu mánaðamót. Samkvæmt þeim þurfa veitingastaðir aðeins eitt rekstrarleyfi, í stað veitinga, skemmti- og vínveitingaleyfis. 2.8.2007 15:17
Tveir ökuþórar teknir í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á fertugsaldri fyrir að aka bifhjóli á 166 kílómetra hraða á Miklubraut. Maðurinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða en hámarkshraði á þeim kafla þar sem hann var tekinn er 60 kílómetrar á klukkustund. 2.8.2007 14:47
Mótmælaskilti rifin niður í skjóli nætur Andstæðingar virkjana í neðri hluta Þjórsár eru í öngum sínum eftir að skilti sem þeir settu upp til þess að mótmæla virkjunaráformunum voru rifin niður í nótt. Skiltin voru tvö, og var öðru þeirra komið fyrir á hlaði bóndans sem setti það upp. Hitt skiltið er enn ekki komið í leitirnar. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en formleg kæra hefur ekki borist. 2.8.2007 14:27
Reyna að setja heimsmet í fisflugi Orustuflugmenn í indverska flughernum freista þess að setja heimsmet í hnattflugi á vélknúnum fisflugvélum. Ágúst Guðmundsson, tengiliður mannanna á Íslandi, segir að vélin sé nú stödd í Kulusuk á Grænlandi. 2.8.2007 14:18
Fjórir sóttu um stöðu hæstaréttardómara Fjórir sóttu um embætti hæstaréttadómara sem skipað verður í frá og með 1. september 2007. Umsóknarfresturinn rann út þriðjudaginn 31. júlí síðastliðinn. 2.8.2007 14:09
Össur ekki hrifinn af hugmyndum um olíuhreinsistöð Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist ekki vera hrifinn af hugmyndum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Hann segir að ráðuneytið ætli ekki að leggjast í neinar athugunar vegna málsins. Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann á vef Bæjarins besta. 2.8.2007 13:44
Lögreglan boðar viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgi Fylgst verður grannt með íbúarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi til að koma í veg fyrir innbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem boðar viðamikið eftirlit um næstu helgi. Fólk er hvatt til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. 2.8.2007 13:16
Borgarráð fundar með lögreglustjóra vegna ofbeldis í miðbænum Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir að skilyrði rekstrarleyfa veitingastaða varðandi umgengni og öryggi verði tekið til endurskoðunar. Tilefnið er fólskuleg árás þriggja stúlkna á konu í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Borgarráð hefur ákveðið að kalla lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á sinn fund til að ræða aukna löggæslu í miðborginni. 2.8.2007 13:12
Vilja nýjan Herjólf Vinstri grænir á Suðurlandi vilja að fenginn verði nýr Herjólfur til að leysa núverandi skip af hólmi á leiðinni Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn. Skipið skuli fullnægja flutningsþörfinni og fara 3 ferðir á sólarhring. 2.8.2007 12:45
Kristín Ástgeirsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur skipað Kristínu Ástgeirsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Hún er skipuð til fimm ára frá og með 1. september næstkomandi. 2.8.2007 12:25
Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð. Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. 2.8.2007 12:12
Ósamræmi milli tekjublaða Mikill munur er oft á uppgefnum tekjum einstaklinga í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og Mannlífs. Á tekjulistum blaðanna má einnig sjá að sumir þekktir einstaklingar eiga varla til hnífs og skeiðar. 2.8.2007 12:07
Ráðherra vill einkavæða RÚV Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vill selja RÚV ef marka má bloggfærslu hans á heimasíðu sinni í gær. Hver getur skilið færsluna eins og hann vill, segir dómsmálaráðherra. 2.8.2007 12:05
Ekið á tvö börn með stuttu millibili Ekið var á barn á hjóli við Holtsbúð í Garðabæ rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Sjúkraflutningamenn voru kvaddir á staðinn en ekki er ljóst hvort barnið hafi slasast alvarlega. Ekið var á annað barn í Staðarhverfinu í Grafarvogi eftir hádegi í gær og var barnið flutt á bráðamótttöku Landspítala - Háskólasjúkrahúss. 2.8.2007 11:52
Steingrímur A. Arason formaður samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, hefur skipað Steingrím Ara Arason hagfræðing formann samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. 2.8.2007 11:24
Bush bannar aðstoðarmanni sínum að bera vitni George Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað fyrrum aðstoðarmanni sínum, Karl Rove, að bera ekki vitni fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings um uppsagnir átta saksóknara. Nefnd á vegum öldungadeildarinnar rannsakar nú hvort þeim hafi verið sagt upp af pólitískum ástæðum. Stjórn Bush heldur því fram að brottreksturinn hafi verið réttlætanlegur. 2.8.2007 10:32
Nýsir kaupir allar fasteignir Háskólans á Bifröst Háskólinn á Bifröst og fasteignafélagið Nýsir hf. hafa gert með sér samkomulag um kaup fyrirtækisins á öllum húseignum skólans. Nýsir mun síðan leigja háskólanum til baka allar fasteignirnar. 2.8.2007 10:08
Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf Íslendingur var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minneapolis hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu. Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. 2.8.2007 09:54
Ökumenn sýni varkárni um verslunarmannahelgina Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir mönnum að sýna varkárni í umferðinni um verslunarmannahelgina og ítrekar nauðsyn þess að forðast framúrakstur og keyra ekki þreytt eða undir áhrifum áfengis. 2.8.2007 09:51
Verðbólgan mælist 6,6% Vísitala neysluverðs í júlí 2007 hækkaði um 0,22% frá fyrra mánuði, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,8% en breytingin undanfarna þrjá mánuði svarar til 6,6% ársverðbólgu. 2.8.2007 09:26
Bílvelta í Hvalfirði Einn maður var fluttur í skyndi með sjúkrabíl á Slysadeild í Fossvogi eftir bílveltu á Eyrarfjallsvegi við bæinn Mýrdal í Kjós. Að sögn lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu átti slysið sér stað rétt eftir klukkan sjö í kvöld. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu. 1.8.2007 21:31
Flugóhapp við Múlakot í Fljótshlíð Engan sakaði þegar nefhjólið gaf sig á tveggja hreyfla flugvél á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð í kvöld. Er nefhjólið gekk upp lagðist flugvélin, sem tveir voru í, á nefið. Lögreglan á Hvolsvelli er á staðnum en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 1.8.2007 20:48
Unglingsstúlka flutt með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu í Gnúpverjahreppi Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sautján ára stúlku á slysadeild í Reykjavík eftir að bíll sem hún var farþegi í valt í Gnúpverjahreppi rétt fyrir ofan Geldingaholt í kvöld. Grunur leikur á að stúlkan hafi hlotið háls- og hryggáverka. Fimm manns voru í bílnum og var stúlkan farþegi í aftursæti hans. Annar farþegi var færður til skoðunar á Heilsugæslustöðina í Laugarási en aðrir sem í bílnum voru sluppu ómeiddir að sögn lögreglunnar á Selfossi. 1.8.2007 20:39
Lindarvatn úr Eyjafjöllum uppistaðan í vestmannaeyskum bjór Lindarvatn úr Eyjafjöllunum verður uppistaðan í nýjum íslenskum bjór, framleiddum í Vestmannaeyjum, ef hugmyndir um bjórverksmiðju í Eyjum verða að veruleika. Með tilkomu Bakkafjöru lækkar flutningskostnaður bjórsins uppá fastalandið til muna. 1.8.2007 19:35
Átján ára aldurstakmark inn á tjaldsvæði á Siglufirði Aðstandendur Síldarævintýris á Siglufirði vilja í ljósi umræðu um aldurstakmörk á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina taka það fram að börnum yngri en 18 ára er bannaður aðgangur að tjaldsvæðum á Siglufirði nema þau séu í fylgd foreldra eða forráðamanna. 1.8.2007 19:23
1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar aflétt Iðnaðar- og fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar, til að koma til móts við vanda útgerðanna í kjölfar kvótaskerðingar. Þetta var tilkynnt við opnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði í dag. 1.8.2007 19:18
Gengur á 100 hæstu tinda landsins Þorvaldur Víðir Þórisson er líklega ókrýndur háfjallakóngur Íslands. Hann hefur á þessu ári klifið sjötíu og tvo af hundrað hæstu tindum landsins og stefnir á að ljúka við að klífa þá alla fyrir fimmtugsafmælið sitt í október. 1.8.2007 19:18
Óásættanleg hegðun á Akureyri síðustu ár, ástæðan Ekki var lengur hægt að sætta sig við að öllum viðmiðum siðmenningar væri sleppt um verlsunarmannahelgi segir talsmaður tjaldsvæðanna á Akureyri um þá ákvörðun bæjaryfirvalda að setja aldurstakmark á tjaldssvæði bæjarins. Síðast liðin ár hefur gefist illa að blanda saman ungu fólki og fjölskyldufólki og því var gripið til þessa örþrifaráðs. 1.8.2007 19:01
Árni Johnsen ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort segir Þjóðhátíðarnefnd Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum treysti sér ekki til að bera ábyrgð á Árna Johnsen sem kynni á hátíðinni. Nefndin segir það vera vegna þess að hann hafi ítrekað misst stjórn á sér og sýnt dómgreindarskort í þeim störfum. 1.8.2007 19:00
Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. 1.8.2007 18:45