Innlent

Unglingalandsmót UMFÍ sett í morgun

Fjöldi fólks er samankominn á landsmótinu.
Fjöldi fólks er samankominn á landsmótinu.

Keppni á 10. unglingalandsmóti UMFÍ hófst á Höfn í Hornafirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Einarsdóttur, formanni unglingalandsmótsnefndar, hefur veðrið verið með besta móti í dag, þurrt og hægur vindur.

Ragnhildur segir að allt gangi samkvæmt áætlun og hún sé mjög ánægð með hvernig hlutirnir hafi gengið til þessa. Talið er að um sex þúsund gestir séu samankomnir á mótsvæðið og er þó nokkur straumur fólks inn í bæinn. Keppendur eru um eitt þúsund sem er svipaður fjöldi og á síðustu unglingalandsmótum.

Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, setur mótið með formlegum hætti í kvöld og Árni Mathiesen fjármálaráðherra flytur ávarp í fjarveru menntamálaráðherra. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, og Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra, verða einnig við setningarathöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×