Innlent

Bílvelta á Suðurlandsvegi

Maður slasaðist lítillega þegar hann velti bíl sínum á Suðurlandsvegi austan Þórisstaða við Ingólfsfjall laust fyrir klukkan áttta í morgun. Talið er að maðurinn hafi kastast út úr bíl sínum. Hann er grunaður um ölvun við akstur, og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík. Bíll hans er talinn ónýtur. Tveir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í Árnessýslu, grunaðir um ölvun við akstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×