Fleiri fréttir

Steingrímur segir samkomulag sýndarmennsku

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, gagnrýnir að ekki hafi verið haft eðlilegt samráð um áætlun um lofteftirlit Atlantshafsbandalagsins. Hann telur að fyrst ætti að móta stefnu í varnarmálum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir sjálfsagt að endurskoða mat á vörnum landsins, en er ánægð með að samkomulagið við NATO sé í höfn.

Alvarleg líkamsárás á Sæbraut

Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er.

Utanríkisráðherra ekki kunnugt um lágflugsbeiðni

Utanríkisráðherra hefur ekki vitneskju um að óskað verði eftir heimild til lágflugs á varnaræfingunni Norður-víkingur, sem fram fer hér á landi í haust, sem stjórnandi æfinganna hefur staðfest að sótt verði um til Flugmálastjórnar. Formaður vinstri grænna segir æfingarnar ekkert annað en sýndarmennsku, nær sé að verja fjármununum í eflingu almannavarna, björgunarstarfsemi og löggæslu.

Lögregla á þyrlu tekur þrjá ökumenn fyrir utanvegaakstur

Lögreglan á Hvolsvelli fékk fréttir af utanvegaakstri inni á friðlandi í gær og fóru lögreglumenn á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Eir, inn að Álftavatni þar sem þrír ökumenn voru staðnir að því að aka utan vega að sögn lögreglunna á Hvolsvelli.

Maður gekk berserksgang í Þórsmörk

Á Hvolsvelli voru öll tjaldstæði full og mikil ölvun og erill hjá lögreglu. Lögreglan þar var kölluð inn í Bása í Þórsmörk, en þar gekk maður berserksgang að sögn lögreglu og hafði í hótunum við konu sína. Maðurinn hélt konu sinni í gíslingu að sögn lögreglu og hafði í hótunum við aðrar konur á svæðinu.

Eldur í bílakerru í Grjótaþorpi

Kveikt var í bílakerru í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Að sögn slökkviliðsins var kerran full af hvers konar blaðarusli og varð hún því fljótt alelda. Vel gekk að slökkva eldinn og ekki er talið að nálæg hús hafi verið í hættu.

Ölvaður maður stakk sér til sunds í Keflavíkurhöfn

Tveir lögreglumenn og einn slökkviliðsmaður þurftu að synda á eftir ölvuðum manni sem fór í sundferð um höfnina í Keflavík um klukkan ellefu í gærkvöldi. Maðurinn var búinn að synda um 200 metra frá landi þegar hann náðist.

Tveir gistu fangaklefa í Keflavík

Nokkur ölvun var í miðbæ Keflavíkur í nótt og fengu tveir að gista fangaklefa. Annar þeirra var handtekinn í morgun fyrir að sinna ekki fyrirmælum lögreglu.

Banaslys í Grímsnesi

Banaslys varð á Biskupstungnbraut við verslunina Minni-Borg í Grímsnesi laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaður bifhjóls lést eftir að hann féll af hjóli sínu í árekstri við jeppa. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi en var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós að sögn lögreglu.

Móturhjólaslys í Grímsnesi

Móturhjólamaður slasaðist þegar bíl var keyrt í veg fyrir hann á Biskupstungnabraut við Minni-Borgir í Grímsnesi laust fyrir klukkan átta í kvöld. Maðurinn keyrði á bílinn og kastaðist af hjólinu.

Fjórir handteknir á Akureyri í kjölfar húsleitar

Lögreglan á Akureyri handtók fjóra einstaklinga í nótt eftir að gerð var húsleit þar í bæ. Í húsinu fundust 15 grömm af hvítu efni og 17 skammtar af ofskynjunarlyfinu LSD. Fólkinu var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt.

Sjö teknir fyrir hraðakstur í Borgarnesi

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sjö ökumenn í dag fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast mældist á 120 kílómetra hraða á Snæfellsnesvegi en þar er 90 kílómetra hámarkshraði.

Landvernd vill að tímabundið virkjanaleyfi gildi í aðeins 1 ár

Formaður Landverndar segir eðlilegra að tímabundið virkjanaleyfi Múlavirkjunar muni gilda í aðeins eitt ár, í stað fjögurra eða fimm eins og iðnaðarráðherra hefur talað um. Umhverfissamtökunum finnst einnig vanta viðurlög og þvingunarúrræði í málefnum smærri virkjana þegar framkvæmdaáætlunum er ekki fylgt.

Óvenjulegt veðurfyrirbæri á Skeiðarársandi

Skýstrokkur sást á Skeiðarársandi um klukkan hálfþrjú í gær. Skýstrokkar myndast mjög sjaldan á Íslandi, enda eru aðstæðurnar sem þarf til að mynda slík fyrirbæri sérstakar og yfirleitt ekki fyrir hendi í andrúmsloftinu yfir eða í grennd við landið.

Áhyggjur af krónubréfum í kjölfar lækkunar hlutabréfa

Áttatíu og fimm milljarðar eru á gjalddaga í svokölluðum krónubréfum í september. Í framhaldi af falli hlutabréfa í Bandaríkjunum óttast margir að þessir peningar hverfi allir úr íslensku hagkerfi. Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi telur að erlendir fjárfestar hafi enn trú á krónubréfum og því fari peningarnir hvergi.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segist ekki vanhæfur

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hafnar því að vera vanhæfur í samkeppnismáli Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjörsölunnar og Auðhumlu, eins og Mjólkursamsalan heldur fram. Forstjóri Mjólku óttast það að Mjólkursamsalan telji sig hafna yfir lög og starfsemi eftirlitsstofnanna.

NATO þotur sinna eftirliti í lofthelgi Íslands

Orrustuflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins munu sinna reglubundnu eftirliti um lofthelgi Íslands, samkvæmt samkomulagi sem samþykkt hefur verið í fastaráði NATO. Fjórum sinnum á ári munu þotur bandalagsríkja fljúga hér eftirlitsferðir á kostnað ríkjanna sjálfra. Forsenda eftirlitsflugsins eru ratsjárstöðvarnar fjórar hér á landi, sem Íslendingar munu bera allan kostnað af.

Vilja æfa lágflug yfir hálendi Íslands

Beiðni um heimild til lágflugs á varnaræfingunni Norður víkingur mun berast Flugmálastjórn á næstunni en lágflugsæfingar á þessum árstíma falla ekki undir almennar reglur um heræfingar. Erfitt gæti reynst fyrir Flugmálastjórn að heimila æfingarnar þar sem Flugmálastjórn ber að vernda hagsmuni almennings og umferð ferðamanna um landið er mikil á þessum tíma.

Ekið á reiðhjólamann í Garðabæ

Ekið var á 19 ára gamla stúlku við Sigurhæð í Garðabæ laust eftir klukkan fjögur í dag. Stúlkan, sem var á reiðhjóli, var á leið yfir gatnamót þegar keyrt var á hana.

Einar Oddur Kristjánsson jarðsunginn frá Flateyrarkirkju í dag

Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður var jarðsunginn frá Flateyrarkirkju í dag. Einar Oddur varð bráðkvaddur í fjallgöngu nærri heimabyggð sinni laugardaginn 14. júlí, sextíu og fjögurra ára gamall. Minningarathöfn var haldinn um hann í Hallgrímskirkju á miðvikudag.

Aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Hellisheiðarvirkjun

Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Alexander er hingað kominn til að kynna sér lausnir í nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu. Von er á sendinefndum bandarískra þingmanna á næstu vikum.

Ók undir áhrifum kannabisefna

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði um þrjúleytið í nótt stúlku fyrir að aka undir áhrifum kannabisefna. Hún færð á lögreglustöð en sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Óvenjulegur gjörningur á Laugavegi

Óvenjulegur gjörningur fór fram í dag fyrir framan vélhjólaverslunina Motors að Laugavegi 168. Listamaðurinn Daníel Hjörtur skar þá með keðjusög út andlitsmynd úr rekaviði. Tilefnið var annars vegar opnun vélhjólaverslunarinnar Motors og hins vegar opnun sýningar á verkum Daníels í versluninni.

Saka íslensk lögregluyfirvöld um að brjóta alþjóðalög

Íslensk lögregluyfirvöld gætu mögulega verið að brjóta alþjóðlög með því gera vegabréf mótmælenda á vegum samtakanna Saving Iceland upptæk. Þetta kemur fram í tilkynnningu frá samtökunum. Bresk kona á þrítugsaldri var handtekinn í gær vegna mótmæla við Kárahnjúkastíflu í fyrra. Hún neitaði að greiða 100 þúsund krónur í sekt og þarf því að sitja inni í átta daga. Samtökin hafa lokað tjalbúðum sínum í Mosfellsbæ.

Matís opnar nýjan gagnagrunn

Matís, Matvælarannsóknir Íslands, hefur opnað nýjan gagnagrunn um efnainnihald matvæla. Á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um efni í um 900 fæðutegundum.

Truflanir á Digital Ísland á höfuðborgarsvæðinu

Svæðisbundinna truflana gætir á útsendingum Digital Íslands á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Vodafone. Ástæðan er rakin til óleyfilegra útsendinga frá fjarskiptabúnaði sem truflar tíðnisvið Digital Íslands. Tæknimenn vinna að því að leysa vandann.

NATO samþykkir reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands

Fastaráð Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur samþykkt áætlun um reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands. Í Blaðinu í dag kemur fram að áætlunin feli í sér að herþotur frá NATO-ríkjunum muni hafa viðveru á Íslandi að minnsta kosti ársfjórðungslega.

Tveir menn handteknir á Blöndósi í nótt

Lögreglan á Blöndósi handtók einn mann í nótt vegna ölvunaraksturs og þá var annar handtekinn vegna óláta í heimahúsi. Fékk hann að sofa úr sér í fangageymslu.

Gekk tvisvar í skrokk á sama manninum

Á Ísafirði var maður tekinn fyrir ölvun við akstur og annar handtekinn undir morgun vegna líkamsárásar. Árásarmaðurinn réðst á mann í heimahúsi og fór í framhaldi af því í burtu en virðist hafa fengið einhverja bakþanka og efast um að barsmíðarnar hefðu skilað nægjanlega miklu því hann kom á nýjan leik í sama hús og réðst aftur á sama mann.

Eldur í ruslageymslu í Grafarvogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálffjögur í nótt eftir að eldur kom upp í ruslageymslu við fjölbýlishús í Grafarvogi. Í fyrstu var óttast að kviknað væri í húsinu og var allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn. Fljótlega kom þó í ljós að íbúðarhúsum stæði ekki hætta af eldinum. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Flugdólgar handteknir á Keflavíkurflugvelli

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að fjarlægja tvo menn á fimmtugsaldri úr flugvél Icelandair síðdegis í gær vegna ölvunar. Þeir létu að sögn lögreglu ófriðlega og hafði annar þeirra danglað í farþega. Mennirnir gistu fangageymslu í nótt þar sem þeir fengu að sofa úr sér.

Truflanir á útsendingum Digital Ísland

Svæðisbundinna truflana gætir á útsendingum Digital Íslands á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er rakin til óleyfilegrar útsendingar frá fjarskiptabúnaði er truflar tíðnisvið Digital Ísland.

Mokveiði í Elliðaánum

Tæplega tvöhundruð laxar voru veiddir í Elliðaánum í síðustu viku og eru árnar aflahæstu ár landsins sé miðað við lax á hverja stöng. Í gær hafði 427 löxum verið landað úr Elliðaánum samkvæmt samantekt sem birt er á vef Landssambands veiðifélaga.

Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi.

Virkjanir teknar fastari tökum í framtíðinni

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra telur að Múlavirkjun á Snæfellsnesi hefði ekki átt að vera undanþegin umhverfismati á sínum tíma. Hann segir virkjanir af þessari stærðargráðu verða teknar fastari tökum í framtíðinni. Nýtt virkjanaleyfi Múlavirkjunar verður takmarkað til fjögurra eða fimm ára.

Bjartsýnn á að bjór komist í búðir

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Borgar Þór Einarsson, er bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn leyfi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum - þrátt fyrir að einn ötulasti baráttumaður þess á þingi, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hafi lýst því yfir að hann muni ekki beita sér í málinu.

Simpsons á íslensku

Sveinn Ernir fréttamaður hjá Baugsmiðlinum Stöð 6 verður rekinn í kvöld og upphefst þá barátta hans gegn miðlinum. Hómer, Marge, Bart og Magga flækjast í málið en eigandi miðilsins er herra Burns. Þetta er meðal þess sem gerist í fjögur hundraðasta þættinum af Simpson fjölskyldunni sem í kvöld verður í fyrsta skipti á íslensku.

Mjólkursamsalan vill að Samkeppnisstofnun víki

Mjólkursamsalan, Auðhumla og Osta- og smjörsalan hafa farið fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur að forstjóra Samkeppniseftirlitsins og öðrum starfsmönnum þess verði gert að víkja sæti við meðferð stjórnsýslumáls sem höfðað hefur verið gegn fyrirtækjunum.

Ætla að halda Smartkortunum

Reykjavíkurborg mun ekki hætta þróun og vinnu við uppsetningu Smartkorta hvort sem Strætó dregur sig út úr samstarfinu eður ei. Þar er litið á kortin sem tæki til sóknar í markaðssetningu.

Svona eru lögin

Dómsmálaráðherra sér ekki ástæðu til að breyta því að fólki sem dæmdar eru bætur vegna ofbeldis, þurfi sjálft að sækja bæturnar í hendur ofbeldismanna.

Keyrt á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði

Keyrt var á gangandi vegfaranda á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Að sögn sjónarvotta er um að ræða unglingsstúlku sem var að fara yfir gangbraut á grænu ljósi.

Forsætisráðherra á Íslendingadögum í Kanada

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans, eru á leið í opinbera heimsókn til Kanada þar sem þau munu dvelja dagana 28. júlí til 8. ágúst næstkomandi. Þau munu fara til Nova Scotia, Nýfundnalands, Labrador og Manitoba. Forsætisráðherra mun funda með ráðamönnum, fulltrúum félagasamtaka og fyrirtækja.

Engin göng til Eyja

Öll áform um gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja verða lögð á hilluna. Þetta var tillaga Kristjáns L. Möller samgönguráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag, þegar ráðherran kynnti skýrslu um mat á kostnaði á gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands.

Tvennt slasaðist í mótorhjólaslysi á Öxnadalsheiði

Ökumaður og farþegi á mótorhjóli slösuðust þegar hjól þeirra datt ofarlega í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði fyrr í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var fólkið á vesturleið þegar það reyndi að taka fram úr bíl, en datt þá af hjólinu. Fólkið var flutt á slysadeild en mun ekki vera alvarlega slasað.

Sjá næstu 50 fréttir