Innlent

Gekk tvisvar í skrokk á sama manninum

Á Ísafirði var maður tekinn fyrir ölvun við akstur og annar handtekinn undir morgun vegna líkamsárásar. Árásarmaðurinn réðst á mann í heimahúsi og fór í framhaldi af því í burtu en virðist hafa fengið einhverja bakþanka og efast um að barsmíðarnar hefðu skilað nægjanlega miklu því hann kom á nýjan leik í sama hús og réðst aftur á sama mann.

Lögreglan handtók þá árásarmanninn og gistir hann nú fangageymslur lögreglunnar á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×