Innlent

Eldur í ruslageymslu í Grafarvogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálffjögur í nótt eftir að eldur kom upp í ruslageymslu við fjölbýlishús í Grafarvogi. Í fyrstu var óttast að kviknað væri í húsinu og var allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn. Fljótlega kom þó í ljós að íbúðarhúsum stæði ekki hætta af eldinum. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Að sögn slökkviliðsins stendur ruslageymslan aðeins nokkra metra frá húsinu sem er fjórbýlishús. Geymsla stóð í björtu báli þegar slökkviliðið bar að garði og lagði mikinn reyk yfir nálægt íbúðarhús.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og engan sakaði. Reykræsta þurfti húsið en að öðru leyti skemmdist það ekki. Ruslageymsla er gjörónýt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×