Innlent

Mjólkursamsalan vill að Samkeppnisstofnun víki

Mjólkursamsalan, Auðhumla og Osta- og smjörsalan hafa farið fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur að forstjóra Samkeppniseftirlitsins og öðrum starfsmönnum þess verði gert að víkja sæti við meðferð stjórnsýslumáls sem höfðað hefur verið gegn fyrirtækjunum.

Mjólkursamsalan ehf., Auðhumla svf. og Osta- og smjörsalan hafa farið fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur að forstjóra Samkeppniseftirlitsins og öðrum starfsmönnum þess verði gert að víkja sæti við meðferð stjórnsýslumáls sem höfðað hefur verið gegn fyrirtækjunum.

Í júníbyrjun gerði Samkeppniseftirlitið húsleit í höfuðstöðvum Mjólkursamsölunnar, Osta og smjörsölunnar og Auðhumlu vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Rannsóknin kom til vegna tveggja kæra sem Mjólka hf lagði fram en Mjólka telur að Mjólkursamsalan hafi nýtt sér markaðsráðandi stöðu til að klekkja á fyrirtækinu. Í kjölfarið var gefin út stjórnsýslukæra á hendur fyrirtækjunum þremur

Nú hafa Mjólkursamsalan ehf., Auðhumla svf. og Osta- og smjörsalan höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Samkeppniseftirlitinu þar sem farið er fram á að forstjóra Samkeppniseftirlitsins, Páli Gunnari Pálssyni, og öðrum starfsmönnum Samkeppniseftirlitsins verði gert að víkja sæti við meðferð málsins.

Stefnendur byggja kröfu sína á því að Samkeppniseftirlitið sé vanhæft til rannsóknar og annarrar meðferðar málsins þar sem opinberlega hafa komið fram skoðanir starfsmanna Samkeppniseftirlitsins á starfsemi stefnenda og meintu broti þeirra.

Stefnendur telja því að starfsmenn Samkeppniseftirlitsins geti ekki rannsakað málið á hlutlægan hátt enda hafi þeir brotið á stjórnarskrárbundnum rétti stefnenda til að teljast saklausir un sekt þeirri hafi verið sönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×