Fleiri fréttir Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi til 23. apríl Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni til 23. apríl eða þar til dómur gengur í málum hans. Manninum er gefið að sök að hafa á tveggja mánaða tímabili, frá 30. nóvember 2006 til 30. janúar 2007, framið fjölmörg auðgunar- og fjármunabrot auk fíkniefna- og umferðarlagabrota. 3.4.2007 16:58 Tveir ákærðir vegna Eskifjarðarslyss í fyrrasumar Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum fyrir Héraðsdómi Austurlands vegna klórgasslyssins sem varð á Eskifirði í lok júní í fyrra. 3.4.2007 16:47 Verðlækkanir í lágvöruverslunum í samræmi við skattalækkanir Verðlækkanir í lágvöruverðsverslunarkeðjum í tengslum við lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars voru í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á tilætluðum áhrifum aðgerðanna. Þetta leiða fyrstu niðurstöður úr viðamiklum verðmælingum verðlagseftirlits ASÍ í matvöruverslunum á tímabilinu í ljós. 3.4.2007 16:14 Samið um að vakta lífríki Þingvallavatns Samið hefur verið um vöktun á lífríki Þingvallavatns til þess að kortleggja hugsanlegar breytingar á lífríki vatnsins vegna meintra álagsþátta eins og nýtingar vatns, frárennslis, vatnsmiðlunar og vegagerðar. 3.4.2007 15:46 Fimm sækjast eftir stöðu listdansstjóra Fimm umsóknir bárust um embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins en umsóknarfrestur rann út á föstudaginn var. 3.4.2007 15:22 Ók um ölvuð með barn sitt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af konu á fertugsaldri sem tekin var fyrir ölvunarakstur í gærmorgun. Með konunni í bílnum var barn hennar sem er á leikskólaaldri. 3.4.2007 15:12 Bang Gang gefur út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum Hljómsveitin Bang Gang gaf í dag út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum þegar Something Wrong leit dagsins ljós í bandarískum plötubúðum. Í tilkynningu frá útgáfufyrirtækinu From Nowhere Records, sem gefur plötuna út, segir að hljómsveitin og fyrirtækið hafi undanfarna mánuði kynnt sig í Bandaríkjunum og vakið töluverða athygli. 3.4.2007 15:04 Eyddu djúpsprengju á Rifi Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir vestur á Rif á Snæfellsnesi í nótt eftir að skipstjóri togbáts hafði fengið torkennilegan hlut í veiðarfærin. 3.4.2007 13:56 Næstum 20 stiga hiti í Neskaupstað Sannkallað sumarveður er nú víða á Austurlandi en samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands hefur hitinn farið hæst í 19,6 stig í Neskaupstað nú um klukkan eitt. Sömu sögu er að segja af Kollaleiru en þar hefur hitinn farið stigvaxandi í morgun og mældist einnig mest 19,6 stig um eittleytið . Enn fremur er um 15 stiga hiti á Seyðisfirði og um 16 stig á Eskifirði og Egilsstöðum. 3.4.2007 13:41 Dæmdur fyrir þjófnað á heimavist á Akureyri Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í tveimur herbergjum á heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrrahaust. 3.4.2007 13:00 Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn á tveimur stöðum í október í fyrra og febrúar í ár. 3.4.2007 12:41 Alcan á enn möguleika á að þróa starfsemi sína í Hafnarfirði Bæjarstjórinn í Hafnarfirði reiknar með að Alcan hafi áfram áhuga á því að nýta lóðina sem fyrirtækið keypti og ætlaði undir stækkað álver. Hann segir að álverið eigi enn möguleika á að þróa starfsemi sína í bænum. 3.4.2007 12:30 Þrír kærðir fyrir of hraðan akstur Þrír menn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í gær og nótt, að því er fram kemur á vef Lögreglunar. Tveir mældust á 114 og 146 km/klst. á Reykjanesbraut en leyfilegur hámarkshraði þar er 90 km/klst. Þriðji maðurinn var stoppaður á Njarðarbraut í Reykjanesbæ, á 77 km/klst. Hámarkshraðinn þar er 50 km/klst. 3.4.2007 12:25 Lögðu hald á 500 karton af sígarettum Tollverðir og lögreglumenn handtóku þrjá menn þegar þeir voru að bera tóbak frá borði úr rússneskum togara í Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti. Lagt var hald á að minnsta kosti fimm hundruð karton af sígarettum, bæði í bíl á bryggjunni og um borð í togaranum. 3.4.2007 12:15 Kaffibandalaginu ekki lokið Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins. 3.4.2007 12:14 Svissnesk fyrirtæki áttu bestu boð í ný farsímaleyfi Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til starfrækslu tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir tíðniheimild. Tvö svissnesk símafyrirtæki áttu bestu tilboðin, það eru Amitelo og Bebbicell. 3.4.2007 11:59 Gullberg VE kemur til Eyja Nýtt skipt, Gullberg VE, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Eftir því sem segir á vef Eyjafrétta hafa talsverðar endurbætur verið gerðar á skipinu í Danmörku en skipið var smíðað í Noregi árið 2000 en útgerð Gullbergs keypti skipið frá Ástralíu. 3.4.2007 11:48 Nýr landsbókavörður tekinn til starfa Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir tók við sem landsbókavörður þann 1. apríl en hún starfaði áður sem sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns Íslands og skjalastjóri í fjármálaráðuneytinu. 3.4.2007 11:42 Flutti fyrirlestur í stærsta háskóla Bandaríkjanna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fundi með forsvarsmönnum bæði Ohio-ríkis og Ohio-ríkisháskólans, stærsta háskóla Bandaríkjanna, þar sem hann flutti fyrirlestur um loftlagsbreytingar og hlutverk Íslands í þeirri baráttu. 3.4.2007 10:31 Sala og framleiðsla á nautakjöti eykst Sala á nautakjöti undanfarna tólf mánuði hefur verið góð og ívið meiri en framleiðslan eftir því sem greint er frá á vef Landssambands kúabænda. 3.4.2007 10:17 Ísland í 8. sæti yfir leiðandi upplýsingatæknilönd Ísland fellur úr fjórða sæti í það áttunda á lista yfir þau lönd sem fremst standa á sviði upplýsingatækni samkvæmt nýrri skýrslu alþjóðlegu samtakanna World Economic Forum. Frændur okkar Danir eru efstir á listanum á ár en þeir voru í þriðja sæti í fyrra. 3.4.2007 10:02 ÞSSÍ semur við ríkisstjórn Níkaragva Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Níkaragva skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. EFtir því sem segir í tilkynningu frá stofuninni vöktu samningarnir umtalsverða athygli fjölmiðla og fjallað var um samstarfið við Íslendinga á öllum helstu sjónvarsstöðvum landsins. 3.4.2007 09:15 Bandaríkin hafa ekki greitt tíu milljónir dala Bandarísk yfirvöld hafa ekki greitt Hitaveitu Suðurnesja þær tíu milljónir dala sem samið var um við brottflutning varnarliðsins. Málið hefur strandað í bandaríska kerfinu. Í íslenska kerfinu gæti vatnslögn til Vestmannaeyja, fyrir milljarð króna, einnig strandað. 2.4.2007 19:45 Loftferðareftirlit NATO í bígerð Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins býst við að fyrir páska muni liggja fyrir áætlun um loftferðaeftirlit við Ísland. Vonast er til að það geti hafist eigi síðar en í sumarlok. 2.4.2007 19:30 Álversniðurstaða góð tíðindi fyrir Húsvíkinga Búið er að verja einum milljarði króna til undirbúnings álveri á Húsavík. Niðurstaðan í Hafnarfirði er góð tíðindi fyrir álverssinna á Norðurlandi. Ekki síst vegna baráttunnar um mengunarkvótann. Ef Hafnfirðingar hefðu stækkað álverið í Straumsvík hefði minna orðið til skiptanna fyrir Húsvíkinga. 2.4.2007 19:16 Urmull af aprílgöbbum Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu. 2.4.2007 19:00 Hafnar samstarfi við flokka sem vilja ekki stóriðju Formaður Framsóknarflokksins segist hafna samstarfi við flokka sem vilja stoppa stóriðju og virðist þar með nánast hafna samstarfi við alla aðra en sjálfstæðismenn. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða frekara samstarf. Þetta kemur fram í nýjum þætti, sem hefst í kvöld, strax á eftir Íslandi í dag. Alla næstu daga rifjum við upp úr stjórnmálasögu formanna stjórnmálaflokkanna. 2.4.2007 18:57 Leitað að vistmanni á Sogni Lögreglan á Selfossi hefur kallað út björgunarsveitir til að leita að vistmanni á Sogni. Maðurinn er ekki talinn hættulegur. Hann hljóp til fjalla norðan við vistheimilið upp úr klukkan 16 í dag. Hann er illa búinn, en blautt er og þoka, og lítið skyggni á leitarsvæðinu. Maðurinn 35 ára og grannvaxinn. Hann er klæddur blárri hettupeysu, gallabuxum og hvítum íþróttaskóm. 2.4.2007 18:40 Búið að skipa svokallaða Breiðavíkurnefnd Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Í fyrstu er nefndinni ætlað að kanna starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að skoða er í hvaða mæli börnin, sem vistuð voru á Breiðavík, hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð og leggja fram tillögur til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Nefndin hefur til fyrsta janúar, á næsta ári, til að skila inn skýrslu til forsætisráðherra. 2.4.2007 18:37 Árásarpiltarnir ákærðir á næstunni Kæra á hendur piltunum þremur, sem frömdu hrottalega líkamsárás í Garðarstræti á nýársnótt, verður send til ákærusviðs lögreglu á næstunni. Piltarnir, sem allir eru ungir að árum, geta átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. 2.4.2007 18:30 Slæmt að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins Forsætisráðherra telur miður að Hafnfirðingar hafi hafnað stækkun álversins í Straumsvík og segir að hagur bæjarfélagsins og íbúanna verði verri fyrir vikið. Sérfræðingar hjá greiningardeild Glitnis segja að líkur á mjúkri lendingu í efnahagslífinu hafi aukist, vegna niðurstöðu kosninganna. 2.4.2007 18:30 Ísland til fyrirmyndar í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svía hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 18:30 Sigrún Eldjárn hlaut Sögusteininn 2007 Sigrún Eldjárn er fyrsti verðlaunahafi barnabókaverðlaunanna Sögusteins árið 2007. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í dag á alþjóðlegum degi barnabókarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráðherra afhenti Sigrúnu verðlaunin, en það var einróma álit dómnefndar að hún hlyti verðlaunin að þessu sinni. 2.4.2007 18:07 Kosið um staðsetningu, ekki framtíð álframleiðslu Greiningardeild Kaupþing segir að íbúakosningin í Hafnarfirði um helgina hafi snúist um staðsetningu álvers, en ekki framtíð álframleiðslu hér á landi. Umframorka sem ætluð hafi verið til stærra álvers í Straumsvík geti nýst annars staðar. Þar komi nýtt álver í Helguvík sterklega til greina. 2.4.2007 17:38 Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins. 2.4.2007 17:21 Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti en þó ekki lengur en til 18. maí. 2.4.2007 17:05 Alcan dæmt til að greiða starfsmanni bætur vegna slyss Alcan var í dag dæmt til að greiða starfsmanni í álverinu í Straumsvík nærri 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í einum af kerskálum álversins í maí 2001. 2.4.2007 16:55 Sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í nafni einkahlutafélags sem maðurinn kom að og fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. 2.4.2007 16:43 Fyrsta áfanga í GSM-væðingu hringvegar lokið Starfsmenn Símans luku um miðjan síðasta mánuð fyrsta áfanga verkefnis sem felst í því að ljúka við að GSM-væða hringvegarins. Þann 16. mars var kveikt á nýjum sendum sem þekja 33,5 km vegakafla. Þau svæði sem um er að ræða eru Streiti, Álftafjörður, Hvalnesskriður, Papafjörður og Almannaskarð á Austurlandi og Vatnsdalur í Húnaþingi. 2.4.2007 16:28 Gáfu fé til kaupa á fíkniefnahundi Kvenfélag Eyrarbakka afhenti í vikunni Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Selfossi, hundrað þúsund krónur til kaupa á fíkniefnahundi en með því vildi kvenfélagið sporna gegn útbreiðslu fíkniefna til barna og ungmenna. 2.4.2007 16:23 Svíar geti lært af Íslendingum í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svíja hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 16:17 Niðurstaða í álverskosningu hljóti að vera umhugsunarverð fyrir fjárfesta Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna. 2.4.2007 16:02 Forstjóri Lánasýslu ríkisins lætur af störfum Forstjóri Lánasýslu ríkisins, Þórður Jónasson, hefur óskað eftir lausn frá embætti og hefur jafnframt óskað eftir því að lausnin verði veitt hið fyrsta. 2.4.2007 15:13 Fundaði með formanni hermálanefndar NATO Valgerður Sverrisdóttur utanríkisráðherra átti í dag fund með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að rætt hafi verið um samskipti Íslands og Atlantshafsbandalagsins og framlög Íslands til aðgerða á vegum þess, einkum í Afganistan. 2.4.2007 15:07 Segir íbúafjölgun með eðilegum hætti í Hafnarfirði Íbúafjölgun fram til 10. mars, þegar kjörskrá vegna atkvæðagreiðslunnar um stækkun álversins í Straumsvík var lokað, var með eðlilegum hætti og í takt við það sem hefur verið mánuðina á undan, segir í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér. 2.4.2007 14:52 Sjá næstu 50 fréttir
Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi til 23. apríl Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni til 23. apríl eða þar til dómur gengur í málum hans. Manninum er gefið að sök að hafa á tveggja mánaða tímabili, frá 30. nóvember 2006 til 30. janúar 2007, framið fjölmörg auðgunar- og fjármunabrot auk fíkniefna- og umferðarlagabrota. 3.4.2007 16:58
Tveir ákærðir vegna Eskifjarðarslyss í fyrrasumar Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum fyrir Héraðsdómi Austurlands vegna klórgasslyssins sem varð á Eskifirði í lok júní í fyrra. 3.4.2007 16:47
Verðlækkanir í lágvöruverslunum í samræmi við skattalækkanir Verðlækkanir í lágvöruverðsverslunarkeðjum í tengslum við lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars voru í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á tilætluðum áhrifum aðgerðanna. Þetta leiða fyrstu niðurstöður úr viðamiklum verðmælingum verðlagseftirlits ASÍ í matvöruverslunum á tímabilinu í ljós. 3.4.2007 16:14
Samið um að vakta lífríki Þingvallavatns Samið hefur verið um vöktun á lífríki Þingvallavatns til þess að kortleggja hugsanlegar breytingar á lífríki vatnsins vegna meintra álagsþátta eins og nýtingar vatns, frárennslis, vatnsmiðlunar og vegagerðar. 3.4.2007 15:46
Fimm sækjast eftir stöðu listdansstjóra Fimm umsóknir bárust um embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins en umsóknarfrestur rann út á föstudaginn var. 3.4.2007 15:22
Ók um ölvuð með barn sitt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af konu á fertugsaldri sem tekin var fyrir ölvunarakstur í gærmorgun. Með konunni í bílnum var barn hennar sem er á leikskólaaldri. 3.4.2007 15:12
Bang Gang gefur út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum Hljómsveitin Bang Gang gaf í dag út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum þegar Something Wrong leit dagsins ljós í bandarískum plötubúðum. Í tilkynningu frá útgáfufyrirtækinu From Nowhere Records, sem gefur plötuna út, segir að hljómsveitin og fyrirtækið hafi undanfarna mánuði kynnt sig í Bandaríkjunum og vakið töluverða athygli. 3.4.2007 15:04
Eyddu djúpsprengju á Rifi Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir vestur á Rif á Snæfellsnesi í nótt eftir að skipstjóri togbáts hafði fengið torkennilegan hlut í veiðarfærin. 3.4.2007 13:56
Næstum 20 stiga hiti í Neskaupstað Sannkallað sumarveður er nú víða á Austurlandi en samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands hefur hitinn farið hæst í 19,6 stig í Neskaupstað nú um klukkan eitt. Sömu sögu er að segja af Kollaleiru en þar hefur hitinn farið stigvaxandi í morgun og mældist einnig mest 19,6 stig um eittleytið . Enn fremur er um 15 stiga hiti á Seyðisfirði og um 16 stig á Eskifirði og Egilsstöðum. 3.4.2007 13:41
Dæmdur fyrir þjófnað á heimavist á Akureyri Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í tveimur herbergjum á heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri í fyrrahaust. 3.4.2007 13:00
Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn á tveimur stöðum í október í fyrra og febrúar í ár. 3.4.2007 12:41
Alcan á enn möguleika á að þróa starfsemi sína í Hafnarfirði Bæjarstjórinn í Hafnarfirði reiknar með að Alcan hafi áfram áhuga á því að nýta lóðina sem fyrirtækið keypti og ætlaði undir stækkað álver. Hann segir að álverið eigi enn möguleika á að þróa starfsemi sína í bænum. 3.4.2007 12:30
Þrír kærðir fyrir of hraðan akstur Þrír menn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í gær og nótt, að því er fram kemur á vef Lögreglunar. Tveir mældust á 114 og 146 km/klst. á Reykjanesbraut en leyfilegur hámarkshraði þar er 90 km/klst. Þriðji maðurinn var stoppaður á Njarðarbraut í Reykjanesbæ, á 77 km/klst. Hámarkshraðinn þar er 50 km/klst. 3.4.2007 12:25
Lögðu hald á 500 karton af sígarettum Tollverðir og lögreglumenn handtóku þrjá menn þegar þeir voru að bera tóbak frá borði úr rússneskum togara í Hafnarfjarðarhöfn upp úr miðnætti. Lagt var hald á að minnsta kosti fimm hundruð karton af sígarettum, bæði í bíl á bryggjunni og um borð í togaranum. 3.4.2007 12:15
Kaffibandalaginu ekki lokið Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins. 3.4.2007 12:14
Svissnesk fyrirtæki áttu bestu boð í ný farsímaleyfi Póst- og fjarskiptastofnun veitir á næstu dögum tíðniheimildir til starfrækslu tveggja nýrra farsímaneta. Fjögur símafyrirtæki hafa sóst eftir tíðniheimild. Tvö svissnesk símafyrirtæki áttu bestu tilboðin, það eru Amitelo og Bebbicell. 3.4.2007 11:59
Gullberg VE kemur til Eyja Nýtt skipt, Gullberg VE, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Eftir því sem segir á vef Eyjafrétta hafa talsverðar endurbætur verið gerðar á skipinu í Danmörku en skipið var smíðað í Noregi árið 2000 en útgerð Gullbergs keypti skipið frá Ástralíu. 3.4.2007 11:48
Nýr landsbókavörður tekinn til starfa Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir tók við sem landsbókavörður þann 1. apríl en hún starfaði áður sem sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns Íslands og skjalastjóri í fjármálaráðuneytinu. 3.4.2007 11:42
Flutti fyrirlestur í stærsta háskóla Bandaríkjanna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í gær fundi með forsvarsmönnum bæði Ohio-ríkis og Ohio-ríkisháskólans, stærsta háskóla Bandaríkjanna, þar sem hann flutti fyrirlestur um loftlagsbreytingar og hlutverk Íslands í þeirri baráttu. 3.4.2007 10:31
Sala og framleiðsla á nautakjöti eykst Sala á nautakjöti undanfarna tólf mánuði hefur verið góð og ívið meiri en framleiðslan eftir því sem greint er frá á vef Landssambands kúabænda. 3.4.2007 10:17
Ísland í 8. sæti yfir leiðandi upplýsingatæknilönd Ísland fellur úr fjórða sæti í það áttunda á lista yfir þau lönd sem fremst standa á sviði upplýsingatækni samkvæmt nýrri skýrslu alþjóðlegu samtakanna World Economic Forum. Frændur okkar Danir eru efstir á listanum á ár en þeir voru í þriðja sæti í fyrra. 3.4.2007 10:02
ÞSSÍ semur við ríkisstjórn Níkaragva Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Níkaragva skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. EFtir því sem segir í tilkynningu frá stofuninni vöktu samningarnir umtalsverða athygli fjölmiðla og fjallað var um samstarfið við Íslendinga á öllum helstu sjónvarsstöðvum landsins. 3.4.2007 09:15
Bandaríkin hafa ekki greitt tíu milljónir dala Bandarísk yfirvöld hafa ekki greitt Hitaveitu Suðurnesja þær tíu milljónir dala sem samið var um við brottflutning varnarliðsins. Málið hefur strandað í bandaríska kerfinu. Í íslenska kerfinu gæti vatnslögn til Vestmannaeyja, fyrir milljarð króna, einnig strandað. 2.4.2007 19:45
Loftferðareftirlit NATO í bígerð Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins býst við að fyrir páska muni liggja fyrir áætlun um loftferðaeftirlit við Ísland. Vonast er til að það geti hafist eigi síðar en í sumarlok. 2.4.2007 19:30
Álversniðurstaða góð tíðindi fyrir Húsvíkinga Búið er að verja einum milljarði króna til undirbúnings álveri á Húsavík. Niðurstaðan í Hafnarfirði er góð tíðindi fyrir álverssinna á Norðurlandi. Ekki síst vegna baráttunnar um mengunarkvótann. Ef Hafnfirðingar hefðu stækkað álverið í Straumsvík hefði minna orðið til skiptanna fyrir Húsvíkinga. 2.4.2007 19:16
Urmull af aprílgöbbum Fjölmargir hlupu apríl í gær enda voru aprílgöbb fjölmiðlanna einstaklega fjölbreytt að þessu sinni. Hér á Stöð 2 aðstoðaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, við sprellið og er óhætt að segja að hann hafi átt stórleik í hlutverki sínu. 2.4.2007 19:00
Hafnar samstarfi við flokka sem vilja ekki stóriðju Formaður Framsóknarflokksins segist hafna samstarfi við flokka sem vilja stoppa stóriðju og virðist þar með nánast hafna samstarfi við alla aðra en sjálfstæðismenn. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða frekara samstarf. Þetta kemur fram í nýjum þætti, sem hefst í kvöld, strax á eftir Íslandi í dag. Alla næstu daga rifjum við upp úr stjórnmálasögu formanna stjórnmálaflokkanna. 2.4.2007 18:57
Leitað að vistmanni á Sogni Lögreglan á Selfossi hefur kallað út björgunarsveitir til að leita að vistmanni á Sogni. Maðurinn er ekki talinn hættulegur. Hann hljóp til fjalla norðan við vistheimilið upp úr klukkan 16 í dag. Hann er illa búinn, en blautt er og þoka, og lítið skyggni á leitarsvæðinu. Maðurinn 35 ára og grannvaxinn. Hann er klæddur blárri hettupeysu, gallabuxum og hvítum íþróttaskóm. 2.4.2007 18:40
Búið að skipa svokallaða Breiðavíkurnefnd Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Í fyrstu er nefndinni ætlað að kanna starfsemi Breiðavíkur á árunum 1950 til 1980. Meðal þess sem nefndinni er ætlað að skoða er í hvaða mæli börnin, sem vistuð voru á Breiðavík, hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvölinni stóð og leggja fram tillögur til stjórnvalda um frekari viðbrögð. Nefndin hefur til fyrsta janúar, á næsta ári, til að skila inn skýrslu til forsætisráðherra. 2.4.2007 18:37
Árásarpiltarnir ákærðir á næstunni Kæra á hendur piltunum þremur, sem frömdu hrottalega líkamsárás í Garðarstræti á nýársnótt, verður send til ákærusviðs lögreglu á næstunni. Piltarnir, sem allir eru ungir að árum, geta átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi. 2.4.2007 18:30
Slæmt að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins Forsætisráðherra telur miður að Hafnfirðingar hafi hafnað stækkun álversins í Straumsvík og segir að hagur bæjarfélagsins og íbúanna verði verri fyrir vikið. Sérfræðingar hjá greiningardeild Glitnis segja að líkur á mjúkri lendingu í efnahagslífinu hafi aukist, vegna niðurstöðu kosninganna. 2.4.2007 18:30
Ísland til fyrirmyndar í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svía hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 18:30
Sigrún Eldjárn hlaut Sögusteininn 2007 Sigrún Eldjárn er fyrsti verðlaunahafi barnabókaverðlaunanna Sögusteins árið 2007. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í dag á alþjóðlegum degi barnabókarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálráðherra afhenti Sigrúnu verðlaunin, en það var einróma álit dómnefndar að hún hlyti verðlaunin að þessu sinni. 2.4.2007 18:07
Kosið um staðsetningu, ekki framtíð álframleiðslu Greiningardeild Kaupþing segir að íbúakosningin í Hafnarfirði um helgina hafi snúist um staðsetningu álvers, en ekki framtíð álframleiðslu hér á landi. Umframorka sem ætluð hafi verið til stærra álvers í Straumsvík geti nýst annars staðar. Þar komi nýtt álver í Helguvík sterklega til greina. 2.4.2007 17:38
Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins. 2.4.2007 17:21
Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti en þó ekki lengur en til 18. maí. 2.4.2007 17:05
Alcan dæmt til að greiða starfsmanni bætur vegna slyss Alcan var í dag dæmt til að greiða starfsmanni í álverinu í Straumsvík nærri 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í einum af kerskálum álversins í maí 2001. 2.4.2007 16:55
Sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti Karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur til að greiða 8,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í nafni einkahlutafélags sem maðurinn kom að og fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. 2.4.2007 16:43
Fyrsta áfanga í GSM-væðingu hringvegar lokið Starfsmenn Símans luku um miðjan síðasta mánuð fyrsta áfanga verkefnis sem felst í því að ljúka við að GSM-væða hringvegarins. Þann 16. mars var kveikt á nýjum sendum sem þekja 33,5 km vegakafla. Þau svæði sem um er að ræða eru Streiti, Álftafjörður, Hvalnesskriður, Papafjörður og Almannaskarð á Austurlandi og Vatnsdalur í Húnaþingi. 2.4.2007 16:28
Gáfu fé til kaupa á fíkniefnahundi Kvenfélag Eyrarbakka afhenti í vikunni Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Selfossi, hundrað þúsund krónur til kaupa á fíkniefnahundi en með því vildi kvenfélagið sporna gegn útbreiðslu fíkniefna til barna og ungmenna. 2.4.2007 16:23
Svíar geti lært af Íslendingum í skattalækkunum Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svíja hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu. 2.4.2007 16:17
Niðurstaða í álverskosningu hljóti að vera umhugsunarverð fyrir fjárfesta Samtök atvinnulífsins segja að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í Hafnarfirði hljóti að verða umhugsunarefni öllum þeim sem hafi í hyggju að efna til uppbyggingar nýs reksturs eða umfangsmikillar stækkunar á núverandi rekstri hér á landi og segir að það verði að vera ljóst hvernig sveitarfélög hyggist fjalla um mál áður en lagðir eru tugir eða hundruð milljóna í undirbúning verkefna. 2.4.2007 16:02
Forstjóri Lánasýslu ríkisins lætur af störfum Forstjóri Lánasýslu ríkisins, Þórður Jónasson, hefur óskað eftir lausn frá embætti og hefur jafnframt óskað eftir því að lausnin verði veitt hið fyrsta. 2.4.2007 15:13
Fundaði með formanni hermálanefndar NATO Valgerður Sverrisdóttur utanríkisráðherra átti í dag fund með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að rætt hafi verið um samskipti Íslands og Atlantshafsbandalagsins og framlög Íslands til aðgerða á vegum þess, einkum í Afganistan. 2.4.2007 15:07
Segir íbúafjölgun með eðilegum hætti í Hafnarfirði Íbúafjölgun fram til 10. mars, þegar kjörskrá vegna atkvæðagreiðslunnar um stækkun álversins í Straumsvík var lokað, var með eðlilegum hætti og í takt við það sem hefur verið mánuðina á undan, segir í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér. 2.4.2007 14:52