Innlent

Ísland til fyrirmyndar í skattalækkunum

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svía geta tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar í skattalækkunum. Hann segir Svía hafa hagnast af inngöngunni í Evrópusambandið en vill ekki blanda sér í umræður um aðild Íslands að sambandinu.

Fredrik Reinfeldt leiðtogi hægrimanna í Svíþjóð velti jafnaðarmanninum Göran Person úr forsætisráðherrastóli í kosningum í Svíþjóð síðast liðið haust. Hann kom í eins dags opinbera heimsókn til Íslands í morgun og átti fund með Geir H Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. Geir segir þá hafa rætt mörg málefni, meðal annars orkumál, umhverfismál og varnarmál. Sænski forsætisráðherrann segir þjóðirnar geta víkkað samstarf sitt á efnahagssviðinu.

Geir segir samskipti ríkjanna ekki breytast með stjórnarskiptum í Svíþjóð. Samskipti þjóðanna hvíli á traustum grunni. Reinfeldt segir að Íslendingar og Norðmenn verði sjálfir að ákveða hvort þeir vilji ganga í Evrópusambandið, en vera þeirra utan sambbandsins skyggi ekki á norræna samvinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×