Innlent

Ók um ölvuð með barn sitt

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af konu á fertugsaldri sem tekin var fyrir ölvunarakstur í gærmorgun. Með konunni í bílnum var barn hennar sem er á leikskólaaldri. Segir lögreglan að því miður sé þetta mál ekki einsdæmi en fyrr í vetur stöðvuðu lögreglumenn konu á svipuðum aldri fyrir sömu sakir. Sú var að sækja barn sitt í leikskóla.

Tuttugu og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Flest voru þau minniháttar og ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki. Hinsvegar er ljóst að eignatjón er nokkurt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×