Innlent

Álversniðurstaða góð tíðindi fyrir Húsvíkinga

Búið er að verja einum milljarði króna til undirbúnings álveri á Húsavík. Niðurstaðan í Hafnarfirði er góð tíðindi fyrir álverssinna á Norðurlandi. Ekki síst vegna baráttunnar um mengunarkvótann.

Ef Hafnfirðingar hefðu stækkað álverið í Straumsvík hefði minna orðið til skiptanna fyrir Húsvíkinga.

 

Bergur Elís Ágústsson, sveitarstjóri Norður-Þings segir að búið sé að verja gríðarlegum fjármunum til undirbúnings álvers.

 

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri telur einnig auknar líkur á álveri á Norðurlandi eftir tíðindin í Hafnarfirði um helgina.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×