Innlent

Sala og framleiðsla á nautakjöti eykst

MYND/KK

Sala á nautakjöti undanfarna tólf mánuði hefur verið góð og ívið meiri en framleiðslan eftir því sem greint er frá á vef Landssambands kúabænda.

Þar segir að að framleiðslan síðustu tólf mánuði, það er frá mars í fyrra til febrúar í ár, hafi numið 3.316 tonnum en hins vegar hafi salan verið um 15 tonnum meiri á sama tímabili sem þýði að það hafi gengið á nautakjötsbirgðir sem reyndar eru litlar þar sem mestallt íslenskt nautakjöt er selt ferskt.

Við þetta bætist að framleiðsla hefur aukist mikið en frá desember í fyrra til febrúar í ár jókst nautakjötsframleiðslan um rúman fimmtung miðað við sama tímabil fyrir ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×