Innlent

Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi til 23. apríl

MYND/GVA

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir síbrotamanni til 23. apríl eða þar til dómur gengur í málum hans. Manninum er gefið að sök að hafa á tveggja mánaða tímabili, frá 30. nóvember 2006 til 30. janúar 2007, framið fjölmörg auðgunar- og fjármunabrot auk fíkniefna- og umferðarlagabrota.

Segir í úrskurði héraðsdóms vegna málsins að brotaferill mannsins hafi verið samfelldur og sé það mat lögreglustjóra að hann muni halda áfram afbrotum verði hann látinn laus. Nauðsynlegt sé því að hann sæti áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í málum hans. Hæstiréttur vísar í þessar forsendur þegar hann staðfestir úrskurð héraðsdóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×