Innlent

Bang Gang gefur út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum

Barði Jóhannssson.
Barði Jóhannssson.

Hljómsveitin Bang Gang gaf í dag út sína fyrstu plötu í Bandaríkjunum þegar Something Wrong leit dagsins ljós í bandarískum plötubúðum. Í tilkynningu frá útgáfufyrirtækinu From Nowhere Records, sem gefur plötuna út, segir að hljómsveitin og fyrirtækið hafi undanfarna mánuði kynnt sig í Bandaríkjunum og vakið töluverða athygli.

Þeir hafi einblínt á háskólaútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum og sé platan nú ein sú mest spilaða á þeim stöðvum um þessar mundir. RYKO distribution, dótturfélag Warner Music Group, mun dreifa plötunni í Bandaríkjunum en félagið hefur aðgang að um 15 þúsund verslunum í landinu. Þá hyggst Bang Gang fylgja útgáfunni eftir með tónleikaferðalagi til helstu stórborga Bandaríkjanna í næsta mánuði.

From Nowhere Records er í eigu Barða Jóhannssonar, forsprakka Bang Gang, Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar og Tónvíss, fjárfestingarsjóðs FL Group, og er þetta fyrsta útgáfan sem Tónvís kemur að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×