Innlent

Gáfu fé til kaupa á fíkniefnahundi

Á myndinni sjást Anna Jónsdóttir og Norma Einarsdóttir,  formaður og ritari Kvenfélags Eyrarabakka, afhenda Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra 100.000 króna ávísun til kaupa á fíkniefnahundi.
Á myndinni sjást Anna Jónsdóttir og Norma Einarsdóttir, formaður og ritari Kvenfélags Eyrarabakka, afhenda Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra 100.000 króna ávísun til kaupa á fíkniefnahundi.

Kvenfélag Eyrarbakka afhenti í vikunni Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Selfossi, hundrað þúsund krónur til kaupa á fíkniefnahundi en með því vildi kvenfélagið sporna gegn útbreiðslu fíkniefna til barna og ungmenna.

Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað árið 1888 og var meginmarkmið þess að hjálpa konum og börnum. Með því að taka þátt í fíkniefnabaráttunni á þennan hátt er kvenfélagið að framfylgja þessu markmiði segir í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×