Fleiri fréttir Kaffibandalagið sagt búið að vera Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að kaffibandalag Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sé búið að vera. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins samræmist alls ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. 2.4.2007 12:26 Undirbúningur hafinn á strandstað Wilson Muuga Undirbúningur að því að draga Wilson Muuga á flot hófst fyrir alvöru í gær þegar Steinríkur, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti ýmsan búnað um borð í flutningaskipið á strandstað í Hvalsnesfjöru í Sandgerði. 2.4.2007 12:15 Hafnfirðingum fjölgaði með eðlilegum hætti Það er úr lausu lofti gripið að Hafnfirðingum hafi fjölgað um 700 manns fyrir kosningar um stækkun álversins síðastliðinn laugardag. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir fjölgun bæjarbúa hafa verið með eðlilegum hætti undanfarna mánuði. Viðtalið við Lúðvík fylgir fréttinni. 2.4.2007 11:56 Grunaðir um þjófnaði á suðvesturhorninu Lögreglan á Akranesi handtók í síðustu viku tvo menn en þeir eru grunaðir um aðild að nokkrum þjófnaðarmálum á suðvesturhorninu. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Akranesi voru mennirnir teknir eftir að hafa stolið fartölvu í verslun BT á Akranesi. 2.4.2007 11:42 Á yfir 100 km hraða í Hvalfjarðargöngum Lögreglan á Akranesi hafði í nógu að snúast í síðustu viku vegna hraðaksturbrota í umdæmi hennar. Alls kærði lögreglan 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunna og var einn þeirra á rúmlega 100 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngum, en þar er hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. 2.4.2007 11:36 Samkeppniseftirlitið blessar samruna SPV og SPH Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Sparisjóðs Vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar en sjóðirnir hafa nú sameinast undir nafninu BYR sparisjóður. 2.4.2007 11:27 Veittu manni á númerslausri rútu eftirför Lögregla á Hólmavík þurfti á föstudag að veita manni á rútu eftirför eftir að hann skeytti ekki um stöðvunarmerki. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum að atvikið hafi átt sér stað um hádegisbil en maðurinn ók þá um Hólmavík á númerslausri rútunni. 2.4.2007 10:51 Glitnir vekur skelfingu í Noregi Glitnir er á stórfelldum mannaveiðum í Noregi, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Blaðið segir að verðbréfadeild Glitnis í Noregi hafi boðið nokkrum bestu starfsmönnum verðbréfafyrirtækisins DnB Nor Markets allt að 200 milljónum króna fyrir að skipta um vinnu. Framkvæmdastjóri Glitnis í Noregi staðfestir að þrír starfsmenn DnB Nor Markets muni koma yfir til þeirra. 2.4.2007 10:24 Geir og Reinfeldt funda í dag Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun meðal annars funda og snæða hádegisverð með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Að honum loknum halda ráðherrarnir fund með blaðamönnum og Reinfeldt mun svo hitta íslenska kaupsýslumenn í Viðskiptaráði Íslands. 2.4.2007 09:49 Gistinóttum fjölgar um tíu prósent milli ára Gistnóttum fjölgaði um tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan samkvæmt nýjum tölum Hagstofunar. Þær voru alls 2,5 milljónir í fyrra og fjölgaði gistinóttunum á öllum tegundum gististaða. 2.4.2007 09:21 Lögregla á Sauðárkróki stöðvaði 50 fyrir hraðakstur um helgina Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði um 50 ökumenn um helgina fyrir of hraðan akstur við reglubundið eftirlit. Að sögn varðstjóra voru þeir sem hraðast óku á rétt um eða yfir 120 kílómetra hraða á klukkustund. Margir voru á faraldsfæti um helgina enda skólafrí framundan og páskar. Því hafi lögregla ákveðið að hafa öflugt eftirlit með aksturshraða. Varðstjóri lagði áherslu á forvarnargildi sýnilegrar löggæslu og sagði að þó menn gætu vissulega svekkt sig á því að þurfa að greiða sektir þá verði seint settur verðmiði á það ef einhver þessara ökumanna hefði lent í slysi. 1.4.2007 20:48 Steinasafnarar sækja í Héðinsfjarðargöng Íslenskir steinasafnarar kætast þessa dagana vegna borunar Héðinsfjarðarganga en þar hafa ýmsir fágætir steinar fundist undanfarið. Íslenskt grjót er jafnvel sagt búa yfir lækningamætti. 1.4.2007 20:00 Ný reiðhöll í Dýrafirði Vestfirðingar fjölmenntu á opnunarhátíð Knapaskjóls, nýrrar reiðhallar á Söndum í Dýrafirði, sem var formlega vígð í gær. Það er hestamannafélagið Stormur sem stóð fyrir byggingu hallarinnar. Nú á að bæta aðstöðu til iðkunnar hestaíþrótta á Vestfjörðum, aðstöðu til þjálfunar, keppni, reiðkennslu og annars er varðar íslenska hestinn. 1.4.2007 19:30 Sautján sendiherrar á kjörtímabilinu Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. 1.4.2007 19:15 Byrgismálið til ríkissaksóknara Rannsókn á meintum misbeitingarbrotum Guðmundar Jónssonar í Byrginu er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara á næstu dögum. Í það minnsta átta konur lögðu inn kæru á hendur Guðmundi en málið hefur verið til rannsóknar hjá Sýslumanninum á Selfossi. 1.4.2007 19:13 Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. 1.4.2007 18:59 Frjálslyndir gera innflytjendamál að kosningamáli Frjálslyndi flokkurinn, sem lagði aðaláherslu á baráttu gegn kvótakerfinu fyrir síðustu kosningar, gerir innflutning á erlendu vinnuafli til landsins að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn byrjar kosningabaráttu sína í dag á heilsíðuauglýsingu gegn erlendu vinnuafli. 1.4.2007 18:46 Norðurál stefnir að álveri í Helguvík innan þriggja ára Norðurál stefnir að því að hefja smíði 250 þúsund tonna álvers í Helguvík strax á þessu ári og þar á að bræða fyrsta álið innan þriggja ára. Ekkert bendir til að Suðurnesjamenn muni hafa neitt um það að segja að stóriðjuver rísi í bakgarðinum, ólíkt Hafnfirðingum. 1.4.2007 18:43 Vinstri grænir fagna úrslitunum í Hafnarfirði Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fagnar úrslitum í álverskosningunni í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í dag. Þar segir að úrslitin séu mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir náttúru- og umhverfisvernd og gegn stóriðjustefnu stjórnvalda. Í ályktuninni segir enn fremur að það sé athyglisvert að rúmur helmingur Hafnfirðinga hafni stækkun þó að aðeins bæjarfulltrúi Vinstri grænna hafi andæft stækkunaráformum. 1.4.2007 17:21 Mjólkursamsalan blæs á tollkvótagagnrýni Mjólkursamsalan segir tilboð sín í tollkvóta á osti ekki til þess fallin að hleypa upp verðlagi á ostum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í henni segir að MS hafi keypt kvóta sem nemur 19,2 tonnum af þeim 100 tonna ostkvóta sem nýlega var úthlutað og hafi tilboð MS verið undir meðalverði og töluvert undir hæsta verði. 1.4.2007 14:25 Blátt áfram fagna lögum um fyrningarfrest Blátt áfram fagnar samstöðu stjórnmálaflokka í málefnum um lengingu á fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum. Lögin voru samþykkt 16. mars síðastliðinn. Blátt áfram safnaði 23 þúsund undirskriftum á þremur árum sem sendar voru til ráðherra og þingmanna. 1.4.2007 14:10 Þrír teknir fyrir ölvun Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Tveir þeirra voru stöðvaðir í miðborginni. Í fyrra tilfellinu var um konu á sextugsaldri að ræða, en um þrjú leitið stöðvaði lögregla karlmann á fertugsaldri. Þriðji ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, var tekinn í Kópavogi undir morgun, en hann á einnig von á sekt vegna hraðaksturs. 1.4.2007 13:41 Margar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum Mikið barst af kvörtunum til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða í heimahúsum. Ekki fóru öll partýin vel fram. Hins vegar var rólegra í miðborginni en oft áður og ekki mjög margir á ferli. Einn gestur skemmtistaðs nefbrotnaði. Það var eina tilfellið um slys á fólki sem lögreglu er kunnugt um, fyrir utan árás á tvo lögreglumenn sem hlutu minniháttar meiðsl í andliti. 1.4.2007 12:33 Málflutningur frjálslyndra ekki grundvöllur fyrir samstarfi Varaformenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja málflutning frjálslyndra í málefnum innflytjenda ekki góðan grundvöll fyrir samstarfi. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna útilokar þó ekki samstarf við flokkinn. Þetta kemur fram í svari Katrínar við opnu bréfi Sigurðar Ólafssonar alþjóðastjórnmálafræðings. 1.4.2007 11:37 Hátíðarhöld í Reyðarfirði Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls í gær og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Sólveig Bergmann og Sigurður Ingólfsson eru með þessa frétt. 1.4.2007 11:27 Hlýtt á landinu Þrettán stiga hiti var klukkan níu í morgun á Kollaleyru í Reyðarfirði og ellefu stiga hiti á Hallormsstað, samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Þeir sýna hlýindi um land allt á þessum fyrsta degi aprílmánaðar. 1.4.2007 10:37 Áhersla frjálslyndra: Hömlur á innflytjendur Frjálslyndi flokkurinn birtir heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni: Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls. Spurt er hver kaup og kjör íslenskra iðnaðar- og byggingaverkamanna verði þegar hægist um á vinnumarkaði. 1.4.2007 10:29 Viðrekstur á ferð Lögreglumenn í Reykjanesbæ veittu bifreið athygli laust eftir miðnætti í nótt. Karlmaður sem var farþegi framan í bílnum sat hálfur út um gluggann og baðaði út höndum á meðan bifreiðin var á ferð. Lögreglumenn fengu þá skýringu að farþegi í aftursæti bifreiðarinnar hefði leyst vind. Mengunin hefði verið það mikil að farþeginn í framsætinu sá sér ekki fært að vera inni í bifreiðinni á meðan. 1.4.2007 09:49 Frítt áfengi í unglingasamkvæmi Um klukkan 11 í gærkvöldi fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að frítt áfengi væri veitt í samkvæmi fyrir 16 ára unglinga í heimahúsi á Laufásvegi. Lögreglan fór á staðinn og hitti fyrir um 100 ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Þau sögðust hafa borgað þúsund til fimmtán hundruð króna aðgangseyri. Partýhaldarinn var 15 ára stúlka. Hún var afar ölvuð. 1.4.2007 09:40 Tveir lögreglumenn á slysadeild Tveir lögreglumenn fóru á slysadeild í morgun eftir að maður sló þá fyrir utan Sólon í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem maðurinn lét ófriðlega fyrir utan kaffihúsið. Hann sló þá þegar þeir reyndu að tala við hann. Lögreglumennirnir hlutu minniháttar meiðsl í andliti. 1.4.2007 09:34 Kynþáttahatur sagt vaxandi vandamál Þörf er á að bregðast við vaxandi kynþáttahatri, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Samtök kvenna af erlendum uppruna íhuga að kæra frambjóðanda Frjálslynda flokksins vegna ummæla um innflytjendur. 1.4.2007 09:15 Stækkun álversins hafnað Tillaga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík var felld í íbúakosningu í Hafnarfirði í gær. 50,3 prósent sögðu nei en 49,7 prósent sögðu já. 88 atkvæðum munaði á fylkingunum. 1.4.2007 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Kaffibandalagið sagt búið að vera Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að kaffibandalag Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sé búið að vera. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins samræmist alls ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. 2.4.2007 12:26
Undirbúningur hafinn á strandstað Wilson Muuga Undirbúningur að því að draga Wilson Muuga á flot hófst fyrir alvöru í gær þegar Steinríkur, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti ýmsan búnað um borð í flutningaskipið á strandstað í Hvalsnesfjöru í Sandgerði. 2.4.2007 12:15
Hafnfirðingum fjölgaði með eðlilegum hætti Það er úr lausu lofti gripið að Hafnfirðingum hafi fjölgað um 700 manns fyrir kosningar um stækkun álversins síðastliðinn laugardag. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir fjölgun bæjarbúa hafa verið með eðlilegum hætti undanfarna mánuði. Viðtalið við Lúðvík fylgir fréttinni. 2.4.2007 11:56
Grunaðir um þjófnaði á suðvesturhorninu Lögreglan á Akranesi handtók í síðustu viku tvo menn en þeir eru grunaðir um aðild að nokkrum þjófnaðarmálum á suðvesturhorninu. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Akranesi voru mennirnir teknir eftir að hafa stolið fartölvu í verslun BT á Akranesi. 2.4.2007 11:42
Á yfir 100 km hraða í Hvalfjarðargöngum Lögreglan á Akranesi hafði í nógu að snúast í síðustu viku vegna hraðaksturbrota í umdæmi hennar. Alls kærði lögreglan 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunna og var einn þeirra á rúmlega 100 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngum, en þar er hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. 2.4.2007 11:36
Samkeppniseftirlitið blessar samruna SPV og SPH Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Sparisjóðs Vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar en sjóðirnir hafa nú sameinast undir nafninu BYR sparisjóður. 2.4.2007 11:27
Veittu manni á númerslausri rútu eftirför Lögregla á Hólmavík þurfti á föstudag að veita manni á rútu eftirför eftir að hann skeytti ekki um stöðvunarmerki. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum að atvikið hafi átt sér stað um hádegisbil en maðurinn ók þá um Hólmavík á númerslausri rútunni. 2.4.2007 10:51
Glitnir vekur skelfingu í Noregi Glitnir er á stórfelldum mannaveiðum í Noregi, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Blaðið segir að verðbréfadeild Glitnis í Noregi hafi boðið nokkrum bestu starfsmönnum verðbréfafyrirtækisins DnB Nor Markets allt að 200 milljónum króna fyrir að skipta um vinnu. Framkvæmdastjóri Glitnis í Noregi staðfestir að þrír starfsmenn DnB Nor Markets muni koma yfir til þeirra. 2.4.2007 10:24
Geir og Reinfeldt funda í dag Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun meðal annars funda og snæða hádegisverð með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Að honum loknum halda ráðherrarnir fund með blaðamönnum og Reinfeldt mun svo hitta íslenska kaupsýslumenn í Viðskiptaráði Íslands. 2.4.2007 09:49
Gistinóttum fjölgar um tíu prósent milli ára Gistnóttum fjölgaði um tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan samkvæmt nýjum tölum Hagstofunar. Þær voru alls 2,5 milljónir í fyrra og fjölgaði gistinóttunum á öllum tegundum gististaða. 2.4.2007 09:21
Lögregla á Sauðárkróki stöðvaði 50 fyrir hraðakstur um helgina Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði um 50 ökumenn um helgina fyrir of hraðan akstur við reglubundið eftirlit. Að sögn varðstjóra voru þeir sem hraðast óku á rétt um eða yfir 120 kílómetra hraða á klukkustund. Margir voru á faraldsfæti um helgina enda skólafrí framundan og páskar. Því hafi lögregla ákveðið að hafa öflugt eftirlit með aksturshraða. Varðstjóri lagði áherslu á forvarnargildi sýnilegrar löggæslu og sagði að þó menn gætu vissulega svekkt sig á því að þurfa að greiða sektir þá verði seint settur verðmiði á það ef einhver þessara ökumanna hefði lent í slysi. 1.4.2007 20:48
Steinasafnarar sækja í Héðinsfjarðargöng Íslenskir steinasafnarar kætast þessa dagana vegna borunar Héðinsfjarðarganga en þar hafa ýmsir fágætir steinar fundist undanfarið. Íslenskt grjót er jafnvel sagt búa yfir lækningamætti. 1.4.2007 20:00
Ný reiðhöll í Dýrafirði Vestfirðingar fjölmenntu á opnunarhátíð Knapaskjóls, nýrrar reiðhallar á Söndum í Dýrafirði, sem var formlega vígð í gær. Það er hestamannafélagið Stormur sem stóð fyrir byggingu hallarinnar. Nú á að bæta aðstöðu til iðkunnar hestaíþrótta á Vestfjörðum, aðstöðu til þjálfunar, keppni, reiðkennslu og annars er varðar íslenska hestinn. 1.4.2007 19:30
Sautján sendiherrar á kjörtímabilinu Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. 1.4.2007 19:15
Byrgismálið til ríkissaksóknara Rannsókn á meintum misbeitingarbrotum Guðmundar Jónssonar í Byrginu er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara á næstu dögum. Í það minnsta átta konur lögðu inn kæru á hendur Guðmundi en málið hefur verið til rannsóknar hjá Sýslumanninum á Selfossi. 1.4.2007 19:13
Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. 1.4.2007 18:59
Frjálslyndir gera innflytjendamál að kosningamáli Frjálslyndi flokkurinn, sem lagði aðaláherslu á baráttu gegn kvótakerfinu fyrir síðustu kosningar, gerir innflutning á erlendu vinnuafli til landsins að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn byrjar kosningabaráttu sína í dag á heilsíðuauglýsingu gegn erlendu vinnuafli. 1.4.2007 18:46
Norðurál stefnir að álveri í Helguvík innan þriggja ára Norðurál stefnir að því að hefja smíði 250 þúsund tonna álvers í Helguvík strax á þessu ári og þar á að bræða fyrsta álið innan þriggja ára. Ekkert bendir til að Suðurnesjamenn muni hafa neitt um það að segja að stóriðjuver rísi í bakgarðinum, ólíkt Hafnfirðingum. 1.4.2007 18:43
Vinstri grænir fagna úrslitunum í Hafnarfirði Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fagnar úrslitum í álverskosningunni í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í dag. Þar segir að úrslitin séu mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir náttúru- og umhverfisvernd og gegn stóriðjustefnu stjórnvalda. Í ályktuninni segir enn fremur að það sé athyglisvert að rúmur helmingur Hafnfirðinga hafni stækkun þó að aðeins bæjarfulltrúi Vinstri grænna hafi andæft stækkunaráformum. 1.4.2007 17:21
Mjólkursamsalan blæs á tollkvótagagnrýni Mjólkursamsalan segir tilboð sín í tollkvóta á osti ekki til þess fallin að hleypa upp verðlagi á ostum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Í henni segir að MS hafi keypt kvóta sem nemur 19,2 tonnum af þeim 100 tonna ostkvóta sem nýlega var úthlutað og hafi tilboð MS verið undir meðalverði og töluvert undir hæsta verði. 1.4.2007 14:25
Blátt áfram fagna lögum um fyrningarfrest Blátt áfram fagnar samstöðu stjórnmálaflokka í málefnum um lengingu á fyrningarfresti í alvarlegum kynferðisbrotum gegn börnum. Lögin voru samþykkt 16. mars síðastliðinn. Blátt áfram safnaði 23 þúsund undirskriftum á þremur árum sem sendar voru til ráðherra og þingmanna. 1.4.2007 14:10
Þrír teknir fyrir ölvun Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Tveir þeirra voru stöðvaðir í miðborginni. Í fyrra tilfellinu var um konu á sextugsaldri að ræða, en um þrjú leitið stöðvaði lögregla karlmann á fertugsaldri. Þriðji ökumaðurinn, karlmaður á fimmtugsaldri, var tekinn í Kópavogi undir morgun, en hann á einnig von á sekt vegna hraðaksturs. 1.4.2007 13:41
Margar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum Mikið barst af kvörtunum til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða í heimahúsum. Ekki fóru öll partýin vel fram. Hins vegar var rólegra í miðborginni en oft áður og ekki mjög margir á ferli. Einn gestur skemmtistaðs nefbrotnaði. Það var eina tilfellið um slys á fólki sem lögreglu er kunnugt um, fyrir utan árás á tvo lögreglumenn sem hlutu minniháttar meiðsl í andliti. 1.4.2007 12:33
Málflutningur frjálslyndra ekki grundvöllur fyrir samstarfi Varaformenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja málflutning frjálslyndra í málefnum innflytjenda ekki góðan grundvöll fyrir samstarfi. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna útilokar þó ekki samstarf við flokkinn. Þetta kemur fram í svari Katrínar við opnu bréfi Sigurðar Ólafssonar alþjóðastjórnmálafræðings. 1.4.2007 11:37
Hátíðarhöld í Reyðarfirði Álverið í Reyðarfirði er tekið til starfa. Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt framsóknarráðherrunum Jóni Sigurðssyni og Valgerði Sverrisdóttur og einum starfsmanni klipptu saman á borða í kerskála Alcoa Fjarðaáls í gær og markaði sú athöfn formlegt upphaf starfseminnar. Sólveig Bergmann og Sigurður Ingólfsson eru með þessa frétt. 1.4.2007 11:27
Hlýtt á landinu Þrettán stiga hiti var klukkan níu í morgun á Kollaleyru í Reyðarfirði og ellefu stiga hiti á Hallormsstað, samkvæmt mælum Veðurstofunnar. Þeir sýna hlýindi um land allt á þessum fyrsta degi aprílmánaðar. 1.4.2007 10:37
Áhersla frjálslyndra: Hömlur á innflytjendur Frjálslyndi flokkurinn birtir heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni: Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls. Spurt er hver kaup og kjör íslenskra iðnaðar- og byggingaverkamanna verði þegar hægist um á vinnumarkaði. 1.4.2007 10:29
Viðrekstur á ferð Lögreglumenn í Reykjanesbæ veittu bifreið athygli laust eftir miðnætti í nótt. Karlmaður sem var farþegi framan í bílnum sat hálfur út um gluggann og baðaði út höndum á meðan bifreiðin var á ferð. Lögreglumenn fengu þá skýringu að farþegi í aftursæti bifreiðarinnar hefði leyst vind. Mengunin hefði verið það mikil að farþeginn í framsætinu sá sér ekki fært að vera inni í bifreiðinni á meðan. 1.4.2007 09:49
Frítt áfengi í unglingasamkvæmi Um klukkan 11 í gærkvöldi fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að frítt áfengi væri veitt í samkvæmi fyrir 16 ára unglinga í heimahúsi á Laufásvegi. Lögreglan fór á staðinn og hitti fyrir um 100 ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Þau sögðust hafa borgað þúsund til fimmtán hundruð króna aðgangseyri. Partýhaldarinn var 15 ára stúlka. Hún var afar ölvuð. 1.4.2007 09:40
Tveir lögreglumenn á slysadeild Tveir lögreglumenn fóru á slysadeild í morgun eftir að maður sló þá fyrir utan Sólon í miðborg Reykjavíkur. Lögreglan hafði verið kölluð til þar sem maðurinn lét ófriðlega fyrir utan kaffihúsið. Hann sló þá þegar þeir reyndu að tala við hann. Lögreglumennirnir hlutu minniháttar meiðsl í andliti. 1.4.2007 09:34
Kynþáttahatur sagt vaxandi vandamál Þörf er á að bregðast við vaxandi kynþáttahatri, að sögn framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Samtök kvenna af erlendum uppruna íhuga að kæra frambjóðanda Frjálslynda flokksins vegna ummæla um innflytjendur. 1.4.2007 09:15
Stækkun álversins hafnað Tillaga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík var felld í íbúakosningu í Hafnarfirði í gær. 50,3 prósent sögðu nei en 49,7 prósent sögðu já. 88 atkvæðum munaði á fylkingunum. 1.4.2007 09:00