Kaffibandalaginu ekki lokið 3. apríl 2007 12:14 Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að kaffibandalaginu milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra væri lokið. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins hefðu gert útslagið og þær samræmdust ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Jón Magnússon lögmaður, sem leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík Suður segir enn þónokkra möguleika á stjórnarsamstarfi. „Það er hins vegar ekki hægt að setja fyrirfarandi skilyrði um hlutina. Menn setjast niður eftir kosningar til að athuga hvort það sé einhver flötur á því að hefja stjórnarsamstarf. Það náttúrulega liggur alveg fyrir að menn geti ekki rutt af borðinu helstu áherslumálum annars flokks ef þeir ætla sér að fara í samstarf við hann. Menn verða að skilgreina stefnu Frjálslynda flokksins rétt. Ekki má halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum," segir Jón. Hann segir jafnframt að flokkurinn vilji einungis tryggja að íslenskt velferðarkerfi ráði við þann fjölda sem komi til landsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna segir að flokkurinn geri engar málamiðlanir á sinni mannréttindastefnu við stjórnarmyndun. Vinstri grænir hafi miklar áhyggjur af því ef Frjálslyndir haldi sinni innflytjendastefnu til streitu. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að kaffibandalaginu milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra væri lokið. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins hefðu gert útslagið og þær samræmdust ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Jón Magnússon lögmaður, sem leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík Suður segir enn þónokkra möguleika á stjórnarsamstarfi. „Það er hins vegar ekki hægt að setja fyrirfarandi skilyrði um hlutina. Menn setjast niður eftir kosningar til að athuga hvort það sé einhver flötur á því að hefja stjórnarsamstarf. Það náttúrulega liggur alveg fyrir að menn geti ekki rutt af borðinu helstu áherslumálum annars flokks ef þeir ætla sér að fara í samstarf við hann. Menn verða að skilgreina stefnu Frjálslynda flokksins rétt. Ekki má halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum," segir Jón. Hann segir jafnframt að flokkurinn vilji einungis tryggja að íslenskt velferðarkerfi ráði við þann fjölda sem komi til landsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna segir að flokkurinn geri engar málamiðlanir á sinni mannréttindastefnu við stjórnarmyndun. Vinstri grænir hafi miklar áhyggjur af því ef Frjálslyndir haldi sinni innflytjendastefnu til streitu. Kosningar 2007 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að kaffibandalaginu milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra væri lokið. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins hefðu gert útslagið og þær samræmdust ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Jón Magnússon lögmaður, sem leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík Suður segir enn þónokkra möguleika á stjórnarsamstarfi. „Það er hins vegar ekki hægt að setja fyrirfarandi skilyrði um hlutina. Menn setjast niður eftir kosningar til að athuga hvort það sé einhver flötur á því að hefja stjórnarsamstarf. Það náttúrulega liggur alveg fyrir að menn geti ekki rutt af borðinu helstu áherslumálum annars flokks ef þeir ætla sér að fara í samstarf við hann. Menn verða að skilgreina stefnu Frjálslynda flokksins rétt. Ekki má halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum," segir Jón. Hann segir jafnframt að flokkurinn vilji einungis tryggja að íslenskt velferðarkerfi ráði við þann fjölda sem komi til landsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna segir að flokkurinn geri engar málamiðlanir á sinni mannréttindastefnu við stjórnarmyndun. Vinstri grænir hafi miklar áhyggjur af því ef Frjálslyndir haldi sinni innflytjendastefnu til streitu. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að kaffibandalaginu milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra væri lokið. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins hefðu gert útslagið og þær samræmdust ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Jón Magnússon lögmaður, sem leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík Suður segir enn þónokkra möguleika á stjórnarsamstarfi. „Það er hins vegar ekki hægt að setja fyrirfarandi skilyrði um hlutina. Menn setjast niður eftir kosningar til að athuga hvort það sé einhver flötur á því að hefja stjórnarsamstarf. Það náttúrulega liggur alveg fyrir að menn geti ekki rutt af borðinu helstu áherslumálum annars flokks ef þeir ætla sér að fara í samstarf við hann. Menn verða að skilgreina stefnu Frjálslynda flokksins rétt. Ekki má halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum," segir Jón. Hann segir jafnframt að flokkurinn vilji einungis tryggja að íslenskt velferðarkerfi ráði við þann fjölda sem komi til landsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna segir að flokkurinn geri engar málamiðlanir á sinni mannréttindastefnu við stjórnarmyndun. Vinstri grænir hafi miklar áhyggjur af því ef Frjálslyndir haldi sinni innflytjendastefnu til streitu.
Kosningar 2007 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira