Innlent

ÞSSÍ semur við ríkisstjórn Níkaragva

Gísli Pálsson, umdæmisstjóri ÞSSÍ, skrifar fyrir hönd Íslendinga undir samninga við stjórnvöld í Níkaragva um þróunarsamvinnu landanna.
Gísli Pálsson, umdæmisstjóri ÞSSÍ, skrifar fyrir hönd Íslendinga undir samninga við stjórnvöld í Níkaragva um þróunarsamvinnu landanna. MYND/ÞSSÍ

Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Níkaragva skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning við Þróunarsamvinnustofnun Íslands. EFtir því sem segir í tilkynningu frá stofuninni vöktu samningarnir umtalsverða athygli fjölmiðla og fjallað var um samstarfið við Íslendinga á öllum helstu sjónvarsstöðvum landsins.

Samningarnir kveða á um samstarf á sviði heilbrigðismála og menntamála og samvinnu á Atlantshafsströnd Níkaragva en það er fátækasti hluti landsins og hefur ríkisstjórnin, sem tók við völdum í janúar, lagt áherslu á þróun á þeim svæðum í öllum málaflokkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×