Innlent

Nýr landsbókavörður tekinn til starfa

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir tók við sem landsbókavörður þann 1. apríl en hún starfaði áður sem sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns Íslands og skjalastjóri í fjármálaráðuneytinu.

Ingibjörg Steinunn tekur við af doktor Sigrúnu Klöru Hannesdóttur en hún fer nú á eftirlaun. Haldið var kveðjuhóf fyrir Sigrúnu Klöru þar sem henni voru þökkuð störf í þágu safnsins, þágu kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands og sem frumkvöðuls á sviði fræðanna hér á landi og erlendis. Við þetta tækifæri afhenti hún eftirmanni sínum lykilinn að safninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×