Innlent

Fimm sækjast eftir stöðu listdansstjóra

Fimm umsóknir bárust um embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins en umsóknarfrestur rann út á föstudaginn var.

Í hópi umsækjenda er Katrín Hall, núverandi listdansstjóri flokksins, en auk hennar sækja Guðmundur Helgason, dansari og listdanskennari, Jóhann Freyr Björgvinsson, dansari, danshöfundur og kennari, Lára Stefánsdóttir, dansari, danshöfundur og pilateskennari, og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, dansari, danshöfundur og listdanskennari um stöðuna. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×