Fleiri fréttir Óvíst með innanlandsflug Búið er að aflýsa flugi til Vestmannaeyja í dag vegna vinds. Eins hefur flugi til Grænlands verið aflýst vegna veðurs en þangað átti að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tíu í morgun. 24.12.2006 10:24 Universal vill semja við Garðar Thór Universal, stærsta hljómplötufyrirtæki, í heimi hefur lýst yfir áhuga á að semja við Garðar Thór Cortes um útgáfu í Bretlandi og um allann heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni hans, Einari Bárðarsyni. 23.12.2006 21:01 Slökkvistarfi lokið í Rimaskóla Slökkvistarfi í Rimaskóla lauk nú á áttunda tímanum en þangað var slökkviliðið kallað um sexleytið vegna elds í klæðningu á íþróttahúsi skólans. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og taldi slökkvilið sig hafa komist fyrir eldinn um klukkan hálfsjö. 23.12.2006 19:58 Eldur gýs aftur upp í Rimaskóla Eldur gaus aftur upp í Rimaskóla nú kl. 18.40 en slökkviliðið hélt sig hafa komist fyrir hann. Eldurinn gaus upp aftur þegar slökkviliðið fór að rífa þakið. 23.12.2006 18:50 Flugi til Ísafjarðar aflýst í dag Flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag en vel gekk að koma fólki til annarra áfangastaða en raskanir hafa verið á innanlandsflugi síðustu daga. 23.12.2006 18:45 Heitir á verslunina að lækka matarverð Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði. 23.12.2006 18:30 Ríkisstjórnin stendur ekki í hagstjórn Ríkisstjórnin ætlar sér ekkert hlutverk í hagstjórninni. Þetta staðfestir nýtt lánshæfismat Standard og Poor's, segir formaður Samfylkingarinnar. Forsætisráðherra efast um forsendur matsfyrirtækisins. 23.12.2006 18:30 Búið að dæla upp úr kjöllurum á Ísafirði Sjór flaut yfir stóran hluta Eyrarinnar á Ísafirði í dag. Slökkvilið og bæjarstarfsmenn áttu í fullu fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa og af götum bæjarins. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð vegna þessa en það þó ekki talið mikið. Dælingu úr kjöllurum er lokið. 23.12.2006 18:29 Eldur í Rimaskóla í Grafarvogi Eldur kom upp í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík upp úr klukkan sex í dag. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn ásamt lögreglu og sjúkrabifreið. 23.12.2006 18:26 Svartolía lak úr Wilson Muuga í dag Svartolía lak í dag úr kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes á þriðjudag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun er olíubrákin kílómetri á lengd og 200 metra breið en hún er ekki samfelld. 23.12.2006 17:42 Von á tugþúsundum í miðbæinn í kvöld Búast má við að tugþúsundir manna leggi leið sína í miðbæinn í kvöld, Þorláksmessukvöld, enda er veðrið í borginni með ágætum og útlit fyrir að svo verði áfram. Lögreglan í Reykjavík verður með töluverðan viðbúnað eins og jafnan þegar svo margir koma saman en í dag allt gengið vel fyrir sig í miðbænum og annars staðar í borginni. 23.12.2006 16:47 Herjólfur fer seinni ferð til Eyja um klukkan 18 Herjólfur fer seinni ferð sína í kvöld til og frá Eyjum en hann er nú á leið til Eyja með um 200 manns. Að sögn Ívars Gunnlaugssonar, skipstjóra á Herjólfi, verður lagt af stað frá Eyjum um klukkan 18 og svo aftur siglt frá Þorlákshöfn til Eyja um klukkan 22. 23.12.2006 16:34 Búist við prýðilegasta veðri þegar hátíð gengur í garð Þó enn sé mjög hvasst víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og sumstaðar á Suðausturlandi er veður að byrja að ganga niður á þessum slóðum. Reikna má með prýðilegasta veðri annað kvöld þegar jólin ganga í garð að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Stöðvar 2. 23.12.2006 16:21 Varað við vegaskemmdum í Hestfirði og Skötufirði Vegagerðin varar við vegaskemmdum á vegi í Hestfirði og Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Hún segir að enn sé óveður víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. 23.12.2006 16:00 Vodafone safnar um þúsund GSM-símum Vodafone áætlar að safna um þúsund GSM-símum í GSM-söfnun sinni en mikill kippur hefur hlaupið í söfnunina síðustu daga fyrir jól. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að nær allir söfnunarstandar séu að fyllast og því ljóst að landsmenn taka vel í þessa nýbreytni. 23.12.2006 15:15 Fimm flugvélar fóru til Akureyrar eftir hádegið Fimm flugvélar frá Flugfélagi Íslands hafa farið eftir hádegið til Akureyrar og því hafa um 250 manns sem beðið hafa eftir flugi þangað komist á áfangastað. Enn bíða þó á annað hundrað manns eftir flugi til Akureyrar og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins eftir því að geta komið þeim öllum þangað í dag en veðurútlitið er ágætt. 23.12.2006 14:53 Búið að dæla upp úr tíu kjöllurum á Ísafirði Slökkviliðsmenn og bæjarstarfsmenn á Ísafirði vinna enn að því að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa á eyrinni eftir flóð í morgun. Þá fóru saman stórstraumsflóð og hvassviðri með þeim afleiðingum að það flæddi inn í fjölmarga kjallara og götur bæjarins fóru á flot. 23.12.2006 14:42 Enn varað við óveðri á Vestfjörðum Vegagerðin varar enn við óveðri víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir eru víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. Einnig eru hálkublettir á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Lágheiði. Hrafnseyrarheiði er ófær. 23.12.2006 14:30 Á bilinu 600-700 messur og helgistundir yfir hátíðarnar Messur og helgistundir á vegum Þjóðkirkjunnar verða á bilinu 600-700 á landinu nú yfir hátíðarnar og áramótin, eftir því sem segir í tilkynningu frá Biskupsstofu. 23.12.2006 13:45 Spá Íslandsmeti í verslun í dag Jólaverslun nær hámarki í dag enda ekki nema röskur sólarhringur þar til bjöllur hringja inn jólin. Samtök verslunar og þjónustu hafa spáð því að Íslandsmet verði slegið í verslun í dag og áætlar að salan nemi þremur milljörðum króna á Þorláksmessu. 23.12.2006 13:30 Glitský sést í Suður-Þingeyjarýslu Svokallað glitský sást í Suður-Þingeyjarsýslu í morgun, bæði við Mýtvatn og á Húsavík. Glitský eru ský sem eru í fimmtán til tuttugu kílómetra hæð í heiðhvolfinu. Þegar hluti skýja er þunnur og hefur nokkurn veginn einsleita dropastærð getur bognun sólarljóssins gert það að verkum að þau skína með litamynstri regnbogans, og það gerðist í morgun, eins og sjá má. 23.12.2006 13:23 Hundruð kílóa af skötu fara í pottana Dagur skötunnar er í dag og það lyktar vel í Múlakaffi þessa stundina enda hundruð kílóa af skötu sem fer í pottana þar í dag. 23.12.2006 13:15 Reyðfirðingum fækkar um þúsund um jólin Reyðfirðingum fækkar um næstum þúsund manns í dag þegar Pólverjar sem starfa við byggingu álversins í Reyðarfirði fljúga heim til sín í jólafrí. 23.12.2006 13:00 Sjötíu hrossum bjargað í Skagafirði Unnið var að því í dag að bjarga um sjötíu hrossum sem urðu innlyksa vegna flóða í Héraðsvötnum í Skagafirði í gær en þau eru nú í rénun. 23.12.2006 12:39 Útlit fyrir að yfirstýrimaður hafi gert mistök Allt bendir til þess að yfirstýrimaður á flutningaskipinu Wilson Muuga hafi gert mistök sem ollu því að skipið strandaði. Þetta segir Guðmundur Ásgeirsson, fulltrúi eiganda á Íslandi. Sjópróf fóru fram í gær og þar kom fram að yfirstýrimanninum var ekki kunnugt um nýlega bilun í gírókompás. 23.12.2006 12:22 Skipulagi flugumferðar breytt ef skortur verður á flugumferðarstjórum Alþjóðaflugmálastofnunin hefur samþykkt aðgerðasáætlun flugmálastjóra sem gripið verður til ef skortur verður á íslenskum flugumferðarstjórum þann 1. janúar næstkomandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá Flugmálastjórn að viðbragðsáætlunin feli í sér breytingu á skipulagi flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem mun að mestu leyti fylgja föstum fyrirfram ákveðnum ferlum og flughæðum. 23.12.2006 12:02 Þrjár vélar farnar til Egilsstaða Þrjár flugvélar fóru fyrir hádegi til Egilsstaða og ein vél er farin til Vestmannaeyja. Nokkur fjöldi bíður þess á Reykjavíkurflugvelli að komast ferða sinna áður en jólahátíðin gengur í garð. 23.12.2006 12:00 Flæddi inn í fjölmarga kjallara á eyrinni á Ísafirði Slökkvilið Ísafjarðar hefur staðið í ströngu vegna óveðursins sem gekk yfir Vesturland og Vestfirði í morgun. Stórstraumsflóð var við Ísafjörð í morgun sem ásamt hvassviðri olli því að það flæddi inn í fjölmarga kjallara á eyrinni á Ísafirði. 23.12.2006 11:36 Áttatíu prósent þjóðarinnar jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs Tæplega 80 prósent landsmanna eru jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs samkvæmt könnun sem Capacent gerði á dögunum. Þar kemur einnig fram að innan við fjögur prósent aðspurðra eru neikvæð í garð sjóðsins. 23.12.2006 11:30 Seinkun á millilandaflugi en flogið út á land fyrir hádegi Seinkun er á öllu millilandaflugi, allt frá fimmtán mínútum upp í nokkra klukkutíma. Til að mynda á flugvél frá Boston að lenda klukkan rúmlega tíu en til stóð að hún lenti í Keflavík upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Er seinkunin aðallega vegna vonskuveðurs og tafa undanfarna tvo daga. 23.12.2006 10:30 Björgunarsveitir og lögregla að störfum á Ísafirði Björgunarfélag Ísafjarðar er að störfum í bænum ásamt lögreglu vegna veðursins sem fór að verða vont upp úr klukkan sex í morgun að sögn lögreglu. Ýmislegt smálegt hefur fokið og þakplötur losnuðu af einu einbýlishúsi. Sjógangur er mikill og gengur upp á höfnina en ekki hefur þurft að loka fyrir umferð. 23.12.2006 10:15 Skarst þegar rúða brotnaði í óveðri Erill var hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í Reykjanesbæ eftir að óveður skall á klukkan fjögur í nótt en björgunarsveitir höfðu verið settar í viðbragðsstöðu. Rúður brotnuðu á fimm stöðum og í einu tilviki varð kona fyrir glerbrotunum og skarst nokkuð. 23.12.2006 10:15 Ekki hægt að dæla olíu úr flutningaskipinu fyrr en eftir hátíðarnar Ólíklegt er að hægt verði að hefja dælingu úr flutningaskipinu Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes, fyrr en eftir hátíðarnar. Könnunarleiðangur sem farinn var í dag leiddi í ljós að olía hefur lekið úr skipinu en hún hefur ekki náð upp í fjöru. Í nótt er spáð vonskuveðri sem kemur til með að reyna mjög á skipið. 22.12.2006 19:12 Alþingi verður að taka á hlerunarmálum Alþingi verður að fara að dæmi Norðmanna og skipa rannsóknarnefnd um hleranir. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, eftir að ríkissaksóknari lýsti því yfir að ekkert væri fram komið sem styddi fullyrðingar hans um hleranir og ekki væri tilefni til að halda rannsókn málsins áfram. Hann segir hlerunarmál föður síns sína að það voru pólitískar njósnir. 22.12.2006 19:11 Fólksfjölgun á Íslandi sú mesta í Evrópu Íbúar á Íslandi eru rétt liðlega 307 þúsund talsins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fólksfjölgun var óvenju mikil á árinu, eða 2,6 prósent, og er hún hvergi í Evrópu svo mikil um þessar mundir. Fólki fjölgaði í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. 22.12.2006 19:07 Gengi krónunnar og hlutabréf lækkuðu vegna lækkaðs lánshæfismats ríkissjóðs Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum. 22.12.2006 18:48 Aðeins brot af jörðinni fór ekki undir vatn Aðeins brot úr hektara af landi Björnskots á Skeiðum fór ekki undir vatn þegar flóðið í Hvítá stóð sem hæst. Fjöldi heyrúlla eyðilagðist og mun hey fyrir mjólkurkýrnar ekki duga út veturinn. Enn er ófært að Vatnsnesi í Grímsnesi en fært er orðið heim að öðrum bæjum í sýslunni. 22.12.2006 18:45 Þúsundir flugfarþega biðu í dag Þúsundir flugfarþega máttu bíða klukkustundum saman annan daginn í röð, bæði í innanlands- og millilandaflugi. Nokkrir komust þó á leiðarenda í dag eftir langa bið og fréttastofa hitti mann sem hafði beðið í fimm daga eftir að hitta barnabörnin. Engar flugvélar fóru frá Reykjavíkurflugvelli eftir klukkan fimm í dag og spáin er tvísýn fyrir fyrripartinn á morgun. 22.12.2006 18:35 Grunur um að starfsmenn Byrgis hafi getið vistkonum börn Grunur leikur á að fleiri en ein kona í meðferð í Byrginu hafi orðið barnshafandi eftir starfsmenn þar. Kona kærði í dag Guðmund Jónsson forstöðumann fyrir kynferðisbrot. Þrjár að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Formaður Samfylkingarinnar vill opinbera rannsókn á starfsemi Byrgisins. 22.12.2006 18:30 Ofsaveður og sumstaðar fárviðri Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi á morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. 22.12.2006 17:48 Olíuleki talinn í lágmarki Könnun á aðstæðum við strandstað Wilson Muuga sýna að ef skipið stendur af sér komandi veður er líklegt að það verði lengi á sama stað þar sem straumur fer minnkandi. Olíuleki er í lágmarki en ekki verður hægt að mæla hann nákvæmlega fyrr en veður batnar. 22.12.2006 17:25 Davíð Oddsson er ekki hress yfir matinu Gengi krónunnar lækkaði um 2,72 prósent og gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði talsvert eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segist ekki hress yfir matinu og að menn hefðu gjarnan viljað vera lausir við það. Moody´s matsfyrirtækið staðfestir hinsvegar gildandi mat sitt á lánshæfi ríkissjóðs. 22.12.2006 16:54 Fimmtíu ár frá komu fyrstu flóttamannanna Fimmtíu ár eru á aðfangadag liðin frá því að flóttamönnum var fyrst veitt hæli á Íslandi. Þá komu flóttamenn frá Ungverjalandi sem flúið höfðu til Austurríkis undan innrás Sovétmanna. Alls hafa íslensk stjórnvöld boðið 531 flóttamanni vernd hér landi í samvinnu við Flóttamannastofnun, Rauða kross Íslands og sveitarfélög í landinu. 22.12.2006 15:51 Dró eiginkonu sína á hárinu eftir hótelgangi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu sína. Maðurinn dró konuna meðal annars á hárinu eftir hótelgangi og stakk höfði hennar ofan í klósettskál 22.12.2006 15:29 Róbert Wessman maður ársins í íslensku atvinnulífi Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006 að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. 22.12.2006 14:33 Sjá næstu 50 fréttir
Óvíst með innanlandsflug Búið er að aflýsa flugi til Vestmannaeyja í dag vegna vinds. Eins hefur flugi til Grænlands verið aflýst vegna veðurs en þangað átti að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tíu í morgun. 24.12.2006 10:24
Universal vill semja við Garðar Thór Universal, stærsta hljómplötufyrirtæki, í heimi hefur lýst yfir áhuga á að semja við Garðar Thór Cortes um útgáfu í Bretlandi og um allann heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umboðsmanni hans, Einari Bárðarsyni. 23.12.2006 21:01
Slökkvistarfi lokið í Rimaskóla Slökkvistarfi í Rimaskóla lauk nú á áttunda tímanum en þangað var slökkviliðið kallað um sexleytið vegna elds í klæðningu á íþróttahúsi skólans. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og taldi slökkvilið sig hafa komist fyrir eldinn um klukkan hálfsjö. 23.12.2006 19:58
Eldur gýs aftur upp í Rimaskóla Eldur gaus aftur upp í Rimaskóla nú kl. 18.40 en slökkviliðið hélt sig hafa komist fyrir hann. Eldurinn gaus upp aftur þegar slökkviliðið fór að rífa þakið. 23.12.2006 18:50
Flugi til Ísafjarðar aflýst í dag Flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag en vel gekk að koma fólki til annarra áfangastaða en raskanir hafa verið á innanlandsflugi síðustu daga. 23.12.2006 18:45
Heitir á verslunina að lækka matarverð Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði. 23.12.2006 18:30
Ríkisstjórnin stendur ekki í hagstjórn Ríkisstjórnin ætlar sér ekkert hlutverk í hagstjórninni. Þetta staðfestir nýtt lánshæfismat Standard og Poor's, segir formaður Samfylkingarinnar. Forsætisráðherra efast um forsendur matsfyrirtækisins. 23.12.2006 18:30
Búið að dæla upp úr kjöllurum á Ísafirði Sjór flaut yfir stóran hluta Eyrarinnar á Ísafirði í dag. Slökkvilið og bæjarstarfsmenn áttu í fullu fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa og af götum bæjarins. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð vegna þessa en það þó ekki talið mikið. Dælingu úr kjöllurum er lokið. 23.12.2006 18:29
Eldur í Rimaskóla í Grafarvogi Eldur kom upp í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík upp úr klukkan sex í dag. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn ásamt lögreglu og sjúkrabifreið. 23.12.2006 18:26
Svartolía lak úr Wilson Muuga í dag Svartolía lak í dag úr kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes á þriðjudag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun er olíubrákin kílómetri á lengd og 200 metra breið en hún er ekki samfelld. 23.12.2006 17:42
Von á tugþúsundum í miðbæinn í kvöld Búast má við að tugþúsundir manna leggi leið sína í miðbæinn í kvöld, Þorláksmessukvöld, enda er veðrið í borginni með ágætum og útlit fyrir að svo verði áfram. Lögreglan í Reykjavík verður með töluverðan viðbúnað eins og jafnan þegar svo margir koma saman en í dag allt gengið vel fyrir sig í miðbænum og annars staðar í borginni. 23.12.2006 16:47
Herjólfur fer seinni ferð til Eyja um klukkan 18 Herjólfur fer seinni ferð sína í kvöld til og frá Eyjum en hann er nú á leið til Eyja með um 200 manns. Að sögn Ívars Gunnlaugssonar, skipstjóra á Herjólfi, verður lagt af stað frá Eyjum um klukkan 18 og svo aftur siglt frá Þorlákshöfn til Eyja um klukkan 22. 23.12.2006 16:34
Búist við prýðilegasta veðri þegar hátíð gengur í garð Þó enn sé mjög hvasst víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og sumstaðar á Suðausturlandi er veður að byrja að ganga niður á þessum slóðum. Reikna má með prýðilegasta veðri annað kvöld þegar jólin ganga í garð að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Stöðvar 2. 23.12.2006 16:21
Varað við vegaskemmdum í Hestfirði og Skötufirði Vegagerðin varar við vegaskemmdum á vegi í Hestfirði og Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Hún segir að enn sé óveður víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. 23.12.2006 16:00
Vodafone safnar um þúsund GSM-símum Vodafone áætlar að safna um þúsund GSM-símum í GSM-söfnun sinni en mikill kippur hefur hlaupið í söfnunina síðustu daga fyrir jól. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að nær allir söfnunarstandar séu að fyllast og því ljóst að landsmenn taka vel í þessa nýbreytni. 23.12.2006 15:15
Fimm flugvélar fóru til Akureyrar eftir hádegið Fimm flugvélar frá Flugfélagi Íslands hafa farið eftir hádegið til Akureyrar og því hafa um 250 manns sem beðið hafa eftir flugi þangað komist á áfangastað. Enn bíða þó á annað hundrað manns eftir flugi til Akureyrar og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins eftir því að geta komið þeim öllum þangað í dag en veðurútlitið er ágætt. 23.12.2006 14:53
Búið að dæla upp úr tíu kjöllurum á Ísafirði Slökkviliðsmenn og bæjarstarfsmenn á Ísafirði vinna enn að því að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa á eyrinni eftir flóð í morgun. Þá fóru saman stórstraumsflóð og hvassviðri með þeim afleiðingum að það flæddi inn í fjölmarga kjallara og götur bæjarins fóru á flot. 23.12.2006 14:42
Enn varað við óveðri á Vestfjörðum Vegagerðin varar enn við óveðri víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir eru víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. Einnig eru hálkublettir á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Lágheiði. Hrafnseyrarheiði er ófær. 23.12.2006 14:30
Á bilinu 600-700 messur og helgistundir yfir hátíðarnar Messur og helgistundir á vegum Þjóðkirkjunnar verða á bilinu 600-700 á landinu nú yfir hátíðarnar og áramótin, eftir því sem segir í tilkynningu frá Biskupsstofu. 23.12.2006 13:45
Spá Íslandsmeti í verslun í dag Jólaverslun nær hámarki í dag enda ekki nema röskur sólarhringur þar til bjöllur hringja inn jólin. Samtök verslunar og þjónustu hafa spáð því að Íslandsmet verði slegið í verslun í dag og áætlar að salan nemi þremur milljörðum króna á Þorláksmessu. 23.12.2006 13:30
Glitský sést í Suður-Þingeyjarýslu Svokallað glitský sást í Suður-Þingeyjarsýslu í morgun, bæði við Mýtvatn og á Húsavík. Glitský eru ský sem eru í fimmtán til tuttugu kílómetra hæð í heiðhvolfinu. Þegar hluti skýja er þunnur og hefur nokkurn veginn einsleita dropastærð getur bognun sólarljóssins gert það að verkum að þau skína með litamynstri regnbogans, og það gerðist í morgun, eins og sjá má. 23.12.2006 13:23
Hundruð kílóa af skötu fara í pottana Dagur skötunnar er í dag og það lyktar vel í Múlakaffi þessa stundina enda hundruð kílóa af skötu sem fer í pottana þar í dag. 23.12.2006 13:15
Reyðfirðingum fækkar um þúsund um jólin Reyðfirðingum fækkar um næstum þúsund manns í dag þegar Pólverjar sem starfa við byggingu álversins í Reyðarfirði fljúga heim til sín í jólafrí. 23.12.2006 13:00
Sjötíu hrossum bjargað í Skagafirði Unnið var að því í dag að bjarga um sjötíu hrossum sem urðu innlyksa vegna flóða í Héraðsvötnum í Skagafirði í gær en þau eru nú í rénun. 23.12.2006 12:39
Útlit fyrir að yfirstýrimaður hafi gert mistök Allt bendir til þess að yfirstýrimaður á flutningaskipinu Wilson Muuga hafi gert mistök sem ollu því að skipið strandaði. Þetta segir Guðmundur Ásgeirsson, fulltrúi eiganda á Íslandi. Sjópróf fóru fram í gær og þar kom fram að yfirstýrimanninum var ekki kunnugt um nýlega bilun í gírókompás. 23.12.2006 12:22
Skipulagi flugumferðar breytt ef skortur verður á flugumferðarstjórum Alþjóðaflugmálastofnunin hefur samþykkt aðgerðasáætlun flugmálastjóra sem gripið verður til ef skortur verður á íslenskum flugumferðarstjórum þann 1. janúar næstkomandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá Flugmálastjórn að viðbragðsáætlunin feli í sér breytingu á skipulagi flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem mun að mestu leyti fylgja föstum fyrirfram ákveðnum ferlum og flughæðum. 23.12.2006 12:02
Þrjár vélar farnar til Egilsstaða Þrjár flugvélar fóru fyrir hádegi til Egilsstaða og ein vél er farin til Vestmannaeyja. Nokkur fjöldi bíður þess á Reykjavíkurflugvelli að komast ferða sinna áður en jólahátíðin gengur í garð. 23.12.2006 12:00
Flæddi inn í fjölmarga kjallara á eyrinni á Ísafirði Slökkvilið Ísafjarðar hefur staðið í ströngu vegna óveðursins sem gekk yfir Vesturland og Vestfirði í morgun. Stórstraumsflóð var við Ísafjörð í morgun sem ásamt hvassviðri olli því að það flæddi inn í fjölmarga kjallara á eyrinni á Ísafirði. 23.12.2006 11:36
Áttatíu prósent þjóðarinnar jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs Tæplega 80 prósent landsmanna eru jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs samkvæmt könnun sem Capacent gerði á dögunum. Þar kemur einnig fram að innan við fjögur prósent aðspurðra eru neikvæð í garð sjóðsins. 23.12.2006 11:30
Seinkun á millilandaflugi en flogið út á land fyrir hádegi Seinkun er á öllu millilandaflugi, allt frá fimmtán mínútum upp í nokkra klukkutíma. Til að mynda á flugvél frá Boston að lenda klukkan rúmlega tíu en til stóð að hún lenti í Keflavík upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Er seinkunin aðallega vegna vonskuveðurs og tafa undanfarna tvo daga. 23.12.2006 10:30
Björgunarsveitir og lögregla að störfum á Ísafirði Björgunarfélag Ísafjarðar er að störfum í bænum ásamt lögreglu vegna veðursins sem fór að verða vont upp úr klukkan sex í morgun að sögn lögreglu. Ýmislegt smálegt hefur fokið og þakplötur losnuðu af einu einbýlishúsi. Sjógangur er mikill og gengur upp á höfnina en ekki hefur þurft að loka fyrir umferð. 23.12.2006 10:15
Skarst þegar rúða brotnaði í óveðri Erill var hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í Reykjanesbæ eftir að óveður skall á klukkan fjögur í nótt en björgunarsveitir höfðu verið settar í viðbragðsstöðu. Rúður brotnuðu á fimm stöðum og í einu tilviki varð kona fyrir glerbrotunum og skarst nokkuð. 23.12.2006 10:15
Ekki hægt að dæla olíu úr flutningaskipinu fyrr en eftir hátíðarnar Ólíklegt er að hægt verði að hefja dælingu úr flutningaskipinu Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes, fyrr en eftir hátíðarnar. Könnunarleiðangur sem farinn var í dag leiddi í ljós að olía hefur lekið úr skipinu en hún hefur ekki náð upp í fjöru. Í nótt er spáð vonskuveðri sem kemur til með að reyna mjög á skipið. 22.12.2006 19:12
Alþingi verður að taka á hlerunarmálum Alþingi verður að fara að dæmi Norðmanna og skipa rannsóknarnefnd um hleranir. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, eftir að ríkissaksóknari lýsti því yfir að ekkert væri fram komið sem styddi fullyrðingar hans um hleranir og ekki væri tilefni til að halda rannsókn málsins áfram. Hann segir hlerunarmál föður síns sína að það voru pólitískar njósnir. 22.12.2006 19:11
Fólksfjölgun á Íslandi sú mesta í Evrópu Íbúar á Íslandi eru rétt liðlega 307 þúsund talsins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fólksfjölgun var óvenju mikil á árinu, eða 2,6 prósent, og er hún hvergi í Evrópu svo mikil um þessar mundir. Fólki fjölgaði í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. 22.12.2006 19:07
Gengi krónunnar og hlutabréf lækkuðu vegna lækkaðs lánshæfismats ríkissjóðs Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum. 22.12.2006 18:48
Aðeins brot af jörðinni fór ekki undir vatn Aðeins brot úr hektara af landi Björnskots á Skeiðum fór ekki undir vatn þegar flóðið í Hvítá stóð sem hæst. Fjöldi heyrúlla eyðilagðist og mun hey fyrir mjólkurkýrnar ekki duga út veturinn. Enn er ófært að Vatnsnesi í Grímsnesi en fært er orðið heim að öðrum bæjum í sýslunni. 22.12.2006 18:45
Þúsundir flugfarþega biðu í dag Þúsundir flugfarþega máttu bíða klukkustundum saman annan daginn í röð, bæði í innanlands- og millilandaflugi. Nokkrir komust þó á leiðarenda í dag eftir langa bið og fréttastofa hitti mann sem hafði beðið í fimm daga eftir að hitta barnabörnin. Engar flugvélar fóru frá Reykjavíkurflugvelli eftir klukkan fimm í dag og spáin er tvísýn fyrir fyrripartinn á morgun. 22.12.2006 18:35
Grunur um að starfsmenn Byrgis hafi getið vistkonum börn Grunur leikur á að fleiri en ein kona í meðferð í Byrginu hafi orðið barnshafandi eftir starfsmenn þar. Kona kærði í dag Guðmund Jónsson forstöðumann fyrir kynferðisbrot. Þrjár að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Formaður Samfylkingarinnar vill opinbera rannsókn á starfsemi Byrgisins. 22.12.2006 18:30
Ofsaveður og sumstaðar fárviðri Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi á morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. 22.12.2006 17:48
Olíuleki talinn í lágmarki Könnun á aðstæðum við strandstað Wilson Muuga sýna að ef skipið stendur af sér komandi veður er líklegt að það verði lengi á sama stað þar sem straumur fer minnkandi. Olíuleki er í lágmarki en ekki verður hægt að mæla hann nákvæmlega fyrr en veður batnar. 22.12.2006 17:25
Davíð Oddsson er ekki hress yfir matinu Gengi krónunnar lækkaði um 2,72 prósent og gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði talsvert eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segist ekki hress yfir matinu og að menn hefðu gjarnan viljað vera lausir við það. Moody´s matsfyrirtækið staðfestir hinsvegar gildandi mat sitt á lánshæfi ríkissjóðs. 22.12.2006 16:54
Fimmtíu ár frá komu fyrstu flóttamannanna Fimmtíu ár eru á aðfangadag liðin frá því að flóttamönnum var fyrst veitt hæli á Íslandi. Þá komu flóttamenn frá Ungverjalandi sem flúið höfðu til Austurríkis undan innrás Sovétmanna. Alls hafa íslensk stjórnvöld boðið 531 flóttamanni vernd hér landi í samvinnu við Flóttamannastofnun, Rauða kross Íslands og sveitarfélög í landinu. 22.12.2006 15:51
Dró eiginkonu sína á hárinu eftir hótelgangi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu sína. Maðurinn dró konuna meðal annars á hárinu eftir hótelgangi og stakk höfði hennar ofan í klósettskál 22.12.2006 15:29
Róbert Wessman maður ársins í íslensku atvinnulífi Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006 að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. 22.12.2006 14:33