Innlent

Reyðfirðingum fækkar um þúsund um jólin

Reyðfirðingum fækkar um næstum þúsund manns í dag þegar Pólverjar sem starfa við byggingu álversins í Reyðarfirði fljúga heim til sín í jólafrí.

Að sögn Ingólfs Arnarsonar flugvallarstjóra á Egilsstaðaflugvelli fór fyrsta flugvélin klukkan eitt í nótt og þeir síðustu leggja af stað heim í pólsku jólin um miðnætti í kvöld.

Alls eru þetta fimm vélar sem flytja Pólverjana heim með þessari loftbrú milli Egilsstaða og Póllands. Ingólfur segir ljómandi veður á Egilsstöðum, snjólaust en fegursta vetrarveður og því engin röskun á flugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×