Innlent

Eldur gýs aftur upp í Rimaskóla

Frá vettvangi brunans í Rimaskóla.
Frá vettvangi brunans í Rimaskóla. MYND/Stöð 2

Eldur gaus aftur upp í Rimaskóla nú kl. 18.40 en slökkviliðið hélt sig hafa komist fyrir hann. Eldurinn gaus upp aftur þegar slökkviliðið fór að rífa þakið.

Því er ekki hægt að segja að komist hafi verið fyrir eldinn en hann kraumar undir þaki og vegg íþróttahúss skólans. Slökkvilið sendi aukakörfubíl nú klukkan sjö til að berjast við eldinn en búist er við að slökkvistarf taki að minnsta kosti klukkustund til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×