Innlent

Vodafone safnar um þúsund GSM-símum

Úr verslun Vodafone.
Úr verslun Vodafone.

Vodafone áætlar að safna um þúsund GSM-símum í GSM-söfnun sinni en mikill kippur hefur hlaupið í söfnunina síðustu daga fyrir jól. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að nær allir söfnunarstandar séu að fyllast og því ljóst að landsmenn taka vel í þessa nýbreytni.

Til stendur að láta endurvinna og endurnýta GSM-símana sem að öðrum kosti hefðu safnað ryki í skúffum, kössum og hirslum einstaklinga og fyrirtækja, en stór hluti símanna gengur í endurnýjun lífdaga í þróunarríkjum, svo sem í Afríku og Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×