Innlent

Fimm flugvélar fóru til Akureyrar eftir hádegið

Frá Akureyrarflugvelli.
Frá Akureyrarflugvelli. MYND/KK

Fimm flugvélar frá Flugfélagi Íslands hafa farið eftir hádegið til Akureyrar og því hafa um 250 manns sem beðið hafa eftir flugi þangað komist á áfangastað. Enn bíða þó á annað hundrað manns eftir flugi til Akureyrar og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins eftir því að geta komið þeim öllum þangað í dag en veðurútlitið er ágætt.

Hins vegar hefur ekki verið flogið til Ísafjarðar í dag vegna slæms veðurs en rúmlega 50 manns bíða eftir flugi þangað. Þrjár vélar flugu til Egilsstaða í morgun og þá fór ein vél til Vestmannaeyja. Auk þessa hefur verið seinkun á millilandaflugi, allt frá fimmtán mínútum og upp í nokkra klukkutíma, en það má rekja til vonskuveðursins og tafa undanfarna dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×