Innlent

Flugi til Ísafjarðar aflýst í dag

Flugi til Ísafjarðar var aflýst í dag en vel gekk að koma fólki til annarra áfangastaða en raskanir hafa verið á innanlandsflugi síðustu daga.

Framan af morgni var lítið flogið nema til Egilsstaða. Ekki var hægt að fljúga til Akureyrar fyrr en eftir hádegi og þá fór hver vélin á fætur annari og var í nógu að snúast hjá starfsfólki Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli enda biðraðir út á götu. Eins var mikil örtröð á Akureyrarflugvelli þegar loksins var hægt að fljúga þangað en þeir sem áttu flug í gær komust ekkert fyrr en í dag. Síðast vélin flýgur til Akureyrar klukkan átta í kvöld og með henni eiga biðlistar að klárast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×