Innlent

Búist við prýðilegasta veðri þegar hátíð gengur í garð

MYND/Vilhelm

 

Þó enn sé mjög hvasst víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og sumstaðar á Suðausturlandi er veður að byrja að ganga niður á þessum slóðum.

 

„Ég á von á því að um kvöldmatarleytið verði víðast komið skaplegasta veður og að vindur verði með rólegasta móti um allt land í kvöld," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.

„Það er reyndar nýtt veðurkerfi á leiðinni með vaxandi suðaustanátt í nótt. Þá gæti slegið í storm vestast á landinu en sú lægð er reyndar ekkert í líkingu við þessa sem senn yfirgefur okkur," segir Sigurður en bætir við að þó sé rétt að varast snarpa vindstrengi sem myndast geti í nálægð við fjöll.

Lægðinni sem kemur við sögu í nótt fylgja hlýindi og væta. „En þegar hátíð gengur í garð annað kvöld ætti veður að vera hið prýðilegasta víðast hvar, hægur vindur, úrkomulítið og sæmilega milt," segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×