Innlent

Eldur í Rimaskóla í Grafarvogi

Eldur kom upp í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík upp úr klukkan sex í dag. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn ásamt lögreglu og sjúkrabifreið. Eldurinn kom upp í þakskeggi á vesturhlið hússins. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins um klukkan hálfsjö en rífa þurfti upp þakplötur til að fullvissa sig um að undir þeim leynist ekki glóð.

Fram kemur í tilkynningu að litlar skemmdir hafi orðið sökum elds en hugsanlega reykskemmdir í skólanum. Eldsupptök eru óljós en ekki er útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða en það sást til þriggja pilta í nágrenninu skömmu áður en eldurinn gaus upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×