Innlent

Dró eiginkonu sína á hárinu eftir hótelgangi

Maðurinn stakk meðal annars höfði eiginkonu sinnar ofan í klósettskál.
Maðurinn stakk meðal annars höfði eiginkonu sinnar ofan í klósettskál. MYND/Vísir

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu sína.

Maðurinn hélt konunni nauðugri inni á hótelherbergi í allt að fjórar klukkustundir. Þegar henni tókst að komast út úr herberginu elti hann hana og dró hana fáklædda á hárinu eftir göngum hótelsins. Þegar hann hafði dregið hana aftur inn í herbergið gekk hann í skrokk á henni og stakk meðal annars höfði hennar ofan í klósettskál. Konan hlaut nokkra áverka af árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×