Innlent

Róbert Wessman maður ársins í íslensku atvinnulífi

Róbert Wessman er þrjátíu og sex ára gamall.
Róbert Wessman er þrjátíu og sex ára gamall. MYND/Róbert

Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006 að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar.

Ástæðan þess að Róbert var valinn er einstakur árangur hans við að stækka fyrirtækið, athafnasemi, framsýni, djarfleg framganga við yfirtökur á erlendum fyrirtækjum og framúrskarandi ávöxtun til hluthafa á undanförnum árum.

Róbert var ráðinn forstjóri lyfjafyrirtækisins Delta árið 1999 en þá störfuðu 100 manns hjá fyrirtækinu. Nú starfa ellefu þúsund starfsmenn hjá Actavis í 32 löndum. Arðsemi Actavis hefur verið 59% á ári að jafnaði frá árinu 1999. Yfirtökurnar eru orðnar 25 talsins í tíð Róberts, þar af þrjár á síðustu fjörutíu dögum. Actavis Group er núna fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi

Viðurkenningin verður afhent formlega í 29. desember næstkomandi á Hótel Sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×