Innlent

Útlit fyrir að yfirstýrimaður hafi gert mistök

Allt bendir til þess að yfirstýrimaður á flutningaskipinu Wilson Muuga hafi gert mistök sem ollu því að skipið strandaði. Þetta segir Guðmundur Ásgeirsson, fulltrúi eiganda á Íslandi. Sjópróf fóru fram í gær og þar kom fram að yfirstýrimanninum var ekki kunnugt um nýlega bilun í gírókompás.

Flutningaskipið Wilson Muuga stímdi beint til lands á fullri ferð án þess að áhöfnina grunaði hvað fram undan væri. Þetta kom fram í sjóprófum vegna strands skipsins sem fram fóru fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Við sjóprófin kom fram að bæði sjálfsstýring skipsins og svokallaður gírókompás biluðu. Gírókompásinn sýndi stefnu í hásuður, eins og til var ætlast, þótt í raun hefði skipið hrakist af leið vegna hliðarvinds.

Þegar skipið strandaði voru aðeins tveir vakandi, yfirstýrimaður og einn háseti enda var klukkan um fjögur að nóttu og aðrir í áhöfn voru í koju.

Guðmundur Ásgeirsson, fulltrúi eiganda á Íslandi, segir mannleg mistök hafa verið gerð því að möguleikarnir til að vinna sig út úr slysinu hafi verið margir. Skipið hafi verið með eigin ljósavél, skipið hafi staðið stöðugt og það var farið að falla út og dagsljós fram undan.

Guðmundur bendir á að 11 mínútur hafi liðið frá því að kompásinn bilaði og þar til skipið tók niður. Á þeim tíma hefði mátt bregðast við,

Danskur sjóliði af varðskipinu Tríton drukknaði þegar bátur var sendur út að Wilson Muuga en skýrt kom fram við sjópróf í gær að skipstjórinn hefði ekki óskað eftir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×