Innlent

Skarst þegar rúða brotnaði í óveðri

MYND/Ellert Grétarsson

Erill var hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í Reykjanesbæ eftir að óveður skall á klukkan fjögur í nótt en björgunarsveitir höfðu verið settar í viðbragðsstöðu. Rúður brotnuðu á fimm stöðum og í einu tilviki varð kona fyrir glerbrotunum og skarst nokkuð.

Ýmislegt lauslegt fauk og járnplötur losnuðu af þökum og af skúr en ekki er vitað um frekara tjón vegna þess. Þá losnaði stórt skylti á húsi Lyfju við Hringbraut en það tókst að festa það og koma í veg fyrir að það færi af stað.

Einnig var erill vegna ölvunar og óláta. Þá varð árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Smáratúns en engin slys urðu á fólki. Fjarlægja þurfti báðar bifreiðarnar með dráttarbifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×