Innlent

Seinkun á millilandaflugi en flogið út á land fyrir hádegi

Seinkun er á öllu millilandaflugi, allt frá fimmtán mínútum upp í nokkra klukkutíma. Til að mynda á flugvél frá Boston að lenda klukkan rúmlega tíu en til stóð að hún lenti í Keflavík upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Er seinkunin aðallega vegna vonskuveðurs og tafa undanfarna tvo daga.

Ekkert hefur verið flogið innanlands í morgun en þrjár vélar fara til Egilsstaða fyrir hádegi og fer sú fyrsta klukkan hálf ellefu ef allt gengur að óskum. Reyna á að koma öllum þeim sem ekki komust í gær með þeim vélum og hugsanlega einhverjum sem áttu pantað flug í morgun. Vonir standa til að hægt verði að fljúga áfram til Egilsstaða í dag en útlitið er svartara hvað varðar aðra áfangastaði. Þá hefur fyrri ferð Herjólfs til Vestmanneyja hefur verið frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×