Innlent

Fimmtíu ár frá komu fyrstu flóttamannanna

Alls hafa íslensk stjórnvöld boðið 531 flóttamanni vernd hér landi.
Alls hafa íslensk stjórnvöld boðið 531 flóttamanni vernd hér landi.

Fimmtíu ár eru á aðfangadag liðin frá því að flóttamönnum var fyrst veitt hæli á Íslandi. Þá komu flóttamenn frá Ungverjalandi sem flúið höfðu til Austurríkis undan innrás Sovétmanna. Alls hafa íslensk stjórnvöld boðið 531 flóttamanni vernd hér landi í samvinnu við Flóttamannastofnun, Rauða kross Íslands og sveitarfélög í landinu.

Ísland hafði verið aðili að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna í tæpa tíu mánuði þegar að flóttafólkið frá Ungverjalandi kom til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×