Innlent

Hundruð kílóa af skötu fara í pottana

Dagur skötunnar er í dag og það lyktar vel í Múlakaffi þessa stundina enda hundruð kílóa af skötu sem fer í pottana þar í dag.

Halldór Ásgrímsson, kokkur á Múlakaffi, átti von á þúsundum svangra munna í skötu í dag enda er Þorláksmessa einn þriggja annasömustu daga veitingastaðarins. Hinir tveir eru sprengidagur og bóndadagur. Alhörðustu skötuunnendurnir voru mætti klukkan ellefu til að missa ekki af neinu.

Halldór segir 800 til 900 kíló af skötu hafa verið keypt inn og átti hann von að allur fiskurinn færi í pottana og sagði kokkurinn að farið væri að lykta hressilega svo mikið að vart væri hægt að draga andann. Með skötunni fá gestirnir svo kartöflur, rófur, hamsa og hnoðmör auk rúgbrauðs með smjöri sem ætti að vera gott veganesti í kroppinn til að ljúka jólaundirbúningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×