Fleiri fréttir Létu greipar sópa á hugleiðslunámskeiði Þjófar létu greipar sópa um yfirhafnir fólks, sem var á hugleiðslunámskeiði í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi og stálu mörgum bíllyklum, veskjum og greiðslukortum. Einn lyklanna gekk að svörtum Bens, sem stóð fyrir utan, og stálu þjófarnir honum. Bíllinn og þjófarnir eru ófundnir en hugleiðslufólkið lét þegar loka öllum reikningum sínum, svo kortin yrðu ekki misnotuð. Málið er í rannsókn. 23.5.2006 08:30 Þæfingur og krapi víða um land Talsverð ofankoma var víða um norðanvert landið og Vestfirði í nótt, þannig að hálka og jafnvel þæfingur er víða á fjallvegum, en krapi og blota-snjór í byggð. Þannig er það til dæmis á Akureyri eftir talsverða snjókomu í nótt. Hinsvegar er komið sumar í höfuðstöðvum Veagerðarinnar þannig að engin hefur verið á vakt í morgun til að miðla færðarfréttum. 23.5.2006 08:03 Hálka víða um land Hálka og vond færð er víða á þjóðvegum landsins. Á Holtavörðuheiði er hálka og hálkublettir eru á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er Þorskafjarðarheiði ófær, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja eða hálkublettir víðar. 22.5.2006 22:53 Breyting Íbúðalánasjóðs gegn sáttmála Það brýtur í bága við stjórnarsáttmála að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd, í það minnsta meðan bankarnir bjóða ekki 90 prósenta lán, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 22.5.2006 22:11 Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. 22.5.2006 19:30 Skoða verði möguleika á nýju afli ef orð standa ekki Skoða verður þann möguleika vel að stofna nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar ef stjórnmálaflokkarnir standa ekki við yfirlýsingar sínar um vilja til breytinga á velferðarkerfinu, segir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann vonast til að raunhæfar tillögur liggi fyrir í mars eða apríl á næsta ári. 22.5.2006 19:00 Forseti Íslands farinn til Finnlands Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi. 22.5.2006 18:00 90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. 22.5.2006 17:40 Foreldrar og vinir mikilvægastir fyrir vellíðan skólabarna Yfirgnæfandi meirihluta grunnskólabarna í 5. til 7. bekk í Reykjavík líður vel í skóla. Samvera barna og foreldra virðist hafa mest að segja um líðan barnanna. Þetta kom fram í dag í kynningu Menntasviðs Reykjavíkurborgar á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal rúmlega 4000 grunnskólabarna vorið 2005. 22.5.2006 17:30 Ólína fær full laun í þrjú ár Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari á Ísafirði, fær full laun skólameistara í þrjú ár eftir að hún lýkur störfum í sumar. Fréttavefurinn Mannlíf.is greinir frá þessu og segir að þetta sé samkvæmt samkomulagi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. 22.5.2006 17:23 Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna. 22.5.2006 17:00 Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. 22.5.2006 16:06 Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni á Fitjum um klukkan hálf tvö. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík er um tveggja bíla árekstur að ræða og þurfti að flytja einhverja á slysadeild. Ekki er þó vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. 22.5.2006 14:38 Vetrarveður er á Norður- og Austurlandi Vetrarveður er á Norður- og Austurlandi og er jörð þar orðin alhvít. Úrkoman á eftir að aukast í dag og það er leiðindaspá fyrir morgundaginn. 22.5.2006 11:42 Fundu hass og amfetamín Ökumaður var handtekinn í Reykjavík nótt eftir að eitthvað af hassi og amfetamíni fundust í bíl hans. Efnunum var pakkað í söluumbúðir og er maðurinn grunaður um að hafa ætlað þau til sölu. Hann er í vörslu lögreglu og mun fíkniefnalögreglan yfirheyra hann í dag. 22.5.2006 11:00 Læra að skrifa fréttir og taka þær upp Í Lindaskóla er heill bekkur níu og tíu ára barna sem gæti mannað helstu fréttastöður á Íslandi innan fárra ára. Krakkarnir í fjórða S.H. kunna nú þegar að skrifa fréttir, taka þær upp og klippa þær til. 22.5.2006 10:45 Játar að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum Liðlega fertugur karlmaður hefur játað að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum við Smiðjuveg á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Hann ógnaði starfsfólki með exi og komst undan með talsvert af lyfjum. 22.5.2006 10:30 Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir. 22.5.2006 10:15 Handtóku fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti í nótt þegar þeir brutust þar inn í fyrirtæki. Einn var gripinn glóðvogur þegar hann var að skríða þar út um glugga, lögreglumenn hlupu aðra tvo uppi, en sjá fjórði, sem slapp undan þeim, hljóp í flasið á þeim skömmu síðar. 22.5.2006 10:00 Líkfundur Björgunarsveitarmenn fundu í gærkvöldi lík Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan aðfararnótt sunnudagsins fjórtánda maí. 22.5.2006 07:44 Silvíu vantaði 14 stig upp á Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undankeppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Pólverjar voru næstir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti. 22.5.2006 05:45 Vongóðir um að finna Pétur Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á laugardag fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðarson, sautján ára pilt frá Egilsstöðum, sem leitað hefur verið í rúma viku. Leitað er á svæði sem er austan og norðan Þjóðfells. Áætlar svæðisstjórnin á Egilsstöðum að slóðin sé 35-40 kílómetra frá Grímsstöðum á Fjöllum þaðan sem Péturs var upphaflega saknað á aðfaranótt síðasta sunnudags. 22.5.2006 00:01 Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. 21.5.2006 19:30 Þúsundir Íslendinga búa við sára fátækt Ný könnun Rauða Krossins á fátækt sýnir svo ekki verður um villst að þeim hópum sem búa við sár kjör hér á landi hefur fjölgað á undanförnum árum. Forseti Íslands segir það með öllu óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við sára fátækt alla daga ársins. 21.5.2006 18:45 Æstur múgur réðst að lögreglu Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö. 21.5.2006 13:01 Forsetinn segir fátækt vaxandi vanda á Íslandi Fátækt er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi segir forseti Íslands. Hann telur nýja skýrslu Rauða Krossins sýna svo ekki verði um villst að þeim hópum sem búi við sár kjör hér á landi hafi fjölgað á undanförnum árum 21.5.2006 12:25 Vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður á næstu tveimur árum. Verið er að kynna hugmyndirnar fyrir landeigendum á svæðinu og forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða segir mikilvægt að sátt náist í málinu. 21.5.2006 11:11 Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá. 21.5.2006 11:05 Telja sig hafa fundið fótspor Péturs Þorvarðarsonar Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á fimmta tímanum í gær fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðason, sem leitað hefur verið að síðan um síðustu helgi. Fótsporin fundust nokkuð frá því svæði sem þegar er búið að kemba, eða 25 kílómetrum austan við Grímsstaði, þar sem síðast spurðist til Péturs. Töluverður kraftur var settur í leitina eftir að fótsporin fundust, en leitinni var hætt í nótt, þegar aftakaveður gerði á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki útlit fyrir að leit verði fram haldið í dag, þar sem veðrið er með versta móti og ekki búist við að hríðinni sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 21.5.2006 10:18 Tveir handteknir grunaðir um vopnað rán Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í nótt sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í verslun Lyfs og Heilsu á Smiðjuvegi síðastliðinn fimmtudag. Mennirnir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar með exi og rændu þaðan lyfjum. Þeir grunuðu verða færðir til yfirheyrslu um hádegi. 21.5.2006 10:14 Finnland sigraði með "Hard Rock Hallelujah" Framlag Finnlands sigraði nokkuð örugglega í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnland sigrar Eurovision en þetta er í 40. sinn sem Finnar taka þátt. Finnland leiddi nánast alla atkvæðagreiðsluna og hlaut samtals 292 stig. Í öðru sæti varð Rússland og í þriðja sæti lenti Bosnía Hersegóvína. 20.5.2006 21:50 Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 20:46 Vopnað rán á Lækjartorgi Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 20:43 Fá ekki hærri laun Fastráðnir erlendir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fá ekki hærri laun en íslenskir, segir hjúkrunarforstjóri spítalans. Hún getur þó ekki svarað því af eða á hvort hjúkrunarfræðingar sem koma frá norrænni starfsmannaleigu í sumar fái hærri eða lægri laun en þeir íslensku. 20.5.2006 20:30 Færri frá Reykjanesbæ inn á BUGL Innlögnum á barna- og unglingageðdeild frá Reykjanesbæ hefur fækkað um helming á milli ára. Yfirsálfræðingur bæjarins þakkar góðu forvarnarstarfi árangurinn. 20.5.2006 20:00 Langveik börn í jeppaferð Gleði og eftirvænting skein úr hverju andliti í morgun þegar þrjátíu og fimm manna hópur langveikra barna og foreldra þeirra lagði upp í heldur óvenjulegt ferðalag. Félagar úr ferðaklúbbnum fjórum sinnum fjórir, buðu hópnum í dagsferð austur fyrir fjall. 20.5.2006 19:29 Flokkarnir lofa öldruðum í Reykjavík öllu fögru Aldraðir í Reykjavík eiga í vændum betri tíð með blóm í haga, sama hvernig meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur verður eftir kosningar, -að minnsta kosti ef allir flokkarnir standa við stóru orðin. 20.5.2006 19:21 Handtekinn eftir vopnað rán Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 19:17 Alvarlega slösuð en ekki í lífshættu Rúmlega áttræð hjón slösuðust illa í alvarlegu umferðarslysi í Hvalfjarðargöngum í morgun. Mikil mildi þykir að ekki fór verr. Bíll hjónanna er gerónýtur. Göngunum var lokað í um tvær klukkustundir vegna slyssins. 20.5.2006 19:16 Forsendurnar brostnar Forsendur kjarasamninga eru brostnar segir aðalhagfræðingur Alþýðusambandsins. Þúsundir manna hafi orðið fyrir kjaraskerðingu vegna verðbólgunnar. Fjármálaráðherra segir rangt að verðbólgan hafi étið upp forsendur samninganna. 20.5.2006 19:15 Dadi Janki á Íslandi Dadi Janki, indversk baráttukona á vettvangi mannréttinda, friðarmála og andlegra gilda átti í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum. Hún segir Íslendinga andlega þenkjandi en hún finni fyrir sorg og sársauka hér á landi. Margt sé þó hægt að gera til að bæta það. 20.5.2006 19:00 Segir Björn Inga á barmi taugaáfalls Össur Skarphéðinsson segir aðstoðarmann forsætisráðherra tala í umboði ráðherrans, þegar hann hótar því að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummæli Björns Inga Hrafnssonar í gær bera þess merki að þar tali maður á barmi taugaáfalls segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. 20.5.2006 18:45 Styrktarleikur fyrir aðstandendur Pétur Þorvarðarsonar Félagar Péturs Þorvarðarsonar í íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum spiluðu í gær styrktarleik við íþróttafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði. Ekkert hefur spurst til Péturs Þorvarðarsonar frá aðfaranótt síðasta sunnudags en leit stendur enn yfir. 20.5.2006 18:15 Vilja vernda húsin á Laugavegnum Mikið er um að vera á Laugavegi í dag. Þá sérstaklega á horni Klapparstígs og Laugavegar. Tilgangur hátíðarhaldanna var að sýna stuðning í verki við verndun húsa á Laugaveginum en búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi á 29 húsum við götuna, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Birgir Þórarinsson talsmaður áhugasamtaka um verndun miðbæjarins segir húsin tengja borgarbúa við fortíðina. Þau séu falleg eins og þau eru. Hann segir byggingarnar geta nýst fullkomlega sem verslunarhúsnæði og þeim eigi ekki að skipta út fyrir "kanablokkir" eins og hann kallar þær hugmyndir sem hann segir nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum. 20.5.2006 16:16 Búið að opna Hvalfjarðargöng að nýju Búið að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað um klukkan hálf tíu í morgun eftir að bifreið var ekið utan í gangnavegginn. Mildi þykir að ekki fór verr en ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl, bíllinn er þó gerónýtur. 20.5.2006 13:17 Sjá næstu 50 fréttir
Létu greipar sópa á hugleiðslunámskeiði Þjófar létu greipar sópa um yfirhafnir fólks, sem var á hugleiðslunámskeiði í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi og stálu mörgum bíllyklum, veskjum og greiðslukortum. Einn lyklanna gekk að svörtum Bens, sem stóð fyrir utan, og stálu þjófarnir honum. Bíllinn og þjófarnir eru ófundnir en hugleiðslufólkið lét þegar loka öllum reikningum sínum, svo kortin yrðu ekki misnotuð. Málið er í rannsókn. 23.5.2006 08:30
Þæfingur og krapi víða um land Talsverð ofankoma var víða um norðanvert landið og Vestfirði í nótt, þannig að hálka og jafnvel þæfingur er víða á fjallvegum, en krapi og blota-snjór í byggð. Þannig er það til dæmis á Akureyri eftir talsverða snjókomu í nótt. Hinsvegar er komið sumar í höfuðstöðvum Veagerðarinnar þannig að engin hefur verið á vakt í morgun til að miðla færðarfréttum. 23.5.2006 08:03
Hálka víða um land Hálka og vond færð er víða á þjóðvegum landsins. Á Holtavörðuheiði er hálka og hálkublettir eru á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er Þorskafjarðarheiði ófær, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en snjóþekja eða hálkublettir víðar. 22.5.2006 22:53
Breyting Íbúðalánasjóðs gegn sáttmála Það brýtur í bága við stjórnarsáttmála að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd, í það minnsta meðan bankarnir bjóða ekki 90 prósenta lán, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. 22.5.2006 22:11
Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. 22.5.2006 19:30
Skoða verði möguleika á nýju afli ef orð standa ekki Skoða verður þann möguleika vel að stofna nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar ef stjórnmálaflokkarnir standa ekki við yfirlýsingar sínar um vilja til breytinga á velferðarkerfinu, segir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann vonast til að raunhæfar tillögur liggi fyrir í mars eða apríl á næsta ári. 22.5.2006 19:00
Forseti Íslands farinn til Finnlands Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi. 22.5.2006 18:00
90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. 22.5.2006 17:40
Foreldrar og vinir mikilvægastir fyrir vellíðan skólabarna Yfirgnæfandi meirihluta grunnskólabarna í 5. til 7. bekk í Reykjavík líður vel í skóla. Samvera barna og foreldra virðist hafa mest að segja um líðan barnanna. Þetta kom fram í dag í kynningu Menntasviðs Reykjavíkurborgar á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal rúmlega 4000 grunnskólabarna vorið 2005. 22.5.2006 17:30
Ólína fær full laun í þrjú ár Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari á Ísafirði, fær full laun skólameistara í þrjú ár eftir að hún lýkur störfum í sumar. Fréttavefurinn Mannlíf.is greinir frá þessu og segir að þetta sé samkvæmt samkomulagi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. 22.5.2006 17:23
Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna. 22.5.2006 17:00
Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. 22.5.2006 16:06
Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni á Fitjum um klukkan hálf tvö. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík er um tveggja bíla árekstur að ræða og þurfti að flytja einhverja á slysadeild. Ekki er þó vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. 22.5.2006 14:38
Vetrarveður er á Norður- og Austurlandi Vetrarveður er á Norður- og Austurlandi og er jörð þar orðin alhvít. Úrkoman á eftir að aukast í dag og það er leiðindaspá fyrir morgundaginn. 22.5.2006 11:42
Fundu hass og amfetamín Ökumaður var handtekinn í Reykjavík nótt eftir að eitthvað af hassi og amfetamíni fundust í bíl hans. Efnunum var pakkað í söluumbúðir og er maðurinn grunaður um að hafa ætlað þau til sölu. Hann er í vörslu lögreglu og mun fíkniefnalögreglan yfirheyra hann í dag. 22.5.2006 11:00
Læra að skrifa fréttir og taka þær upp Í Lindaskóla er heill bekkur níu og tíu ára barna sem gæti mannað helstu fréttastöður á Íslandi innan fárra ára. Krakkarnir í fjórða S.H. kunna nú þegar að skrifa fréttir, taka þær upp og klippa þær til. 22.5.2006 10:45
Játar að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum Liðlega fertugur karlmaður hefur játað að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum við Smiðjuveg á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Hann ógnaði starfsfólki með exi og komst undan með talsvert af lyfjum. 22.5.2006 10:30
Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir. 22.5.2006 10:15
Handtóku fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti í nótt þegar þeir brutust þar inn í fyrirtæki. Einn var gripinn glóðvogur þegar hann var að skríða þar út um glugga, lögreglumenn hlupu aðra tvo uppi, en sjá fjórði, sem slapp undan þeim, hljóp í flasið á þeim skömmu síðar. 22.5.2006 10:00
Líkfundur Björgunarsveitarmenn fundu í gærkvöldi lík Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan aðfararnótt sunnudagsins fjórtánda maí. 22.5.2006 07:44
Silvíu vantaði 14 stig upp á Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undankeppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Pólverjar voru næstir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti. 22.5.2006 05:45
Vongóðir um að finna Pétur Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á laugardag fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðarson, sautján ára pilt frá Egilsstöðum, sem leitað hefur verið í rúma viku. Leitað er á svæði sem er austan og norðan Þjóðfells. Áætlar svæðisstjórnin á Egilsstöðum að slóðin sé 35-40 kílómetra frá Grímsstöðum á Fjöllum þaðan sem Péturs var upphaflega saknað á aðfaranótt síðasta sunnudags. 22.5.2006 00:01
Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. 21.5.2006 19:30
Þúsundir Íslendinga búa við sára fátækt Ný könnun Rauða Krossins á fátækt sýnir svo ekki verður um villst að þeim hópum sem búa við sár kjör hér á landi hefur fjölgað á undanförnum árum. Forseti Íslands segir það með öllu óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við sára fátækt alla daga ársins. 21.5.2006 18:45
Æstur múgur réðst að lögreglu Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö. 21.5.2006 13:01
Forsetinn segir fátækt vaxandi vanda á Íslandi Fátækt er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi segir forseti Íslands. Hann telur nýja skýrslu Rauða Krossins sýna svo ekki verði um villst að þeim hópum sem búi við sár kjör hér á landi hafi fjölgað á undanförnum árum 21.5.2006 12:25
Vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður á næstu tveimur árum. Verið er að kynna hugmyndirnar fyrir landeigendum á svæðinu og forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða segir mikilvægt að sátt náist í málinu. 21.5.2006 11:11
Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá. 21.5.2006 11:05
Telja sig hafa fundið fótspor Péturs Þorvarðarsonar Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á fimmta tímanum í gær fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðason, sem leitað hefur verið að síðan um síðustu helgi. Fótsporin fundust nokkuð frá því svæði sem þegar er búið að kemba, eða 25 kílómetrum austan við Grímsstaði, þar sem síðast spurðist til Péturs. Töluverður kraftur var settur í leitina eftir að fótsporin fundust, en leitinni var hætt í nótt, þegar aftakaveður gerði á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki útlit fyrir að leit verði fram haldið í dag, þar sem veðrið er með versta móti og ekki búist við að hríðinni sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 21.5.2006 10:18
Tveir handteknir grunaðir um vopnað rán Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í nótt sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í verslun Lyfs og Heilsu á Smiðjuvegi síðastliðinn fimmtudag. Mennirnir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar með exi og rændu þaðan lyfjum. Þeir grunuðu verða færðir til yfirheyrslu um hádegi. 21.5.2006 10:14
Finnland sigraði með "Hard Rock Hallelujah" Framlag Finnlands sigraði nokkuð örugglega í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnland sigrar Eurovision en þetta er í 40. sinn sem Finnar taka þátt. Finnland leiddi nánast alla atkvæðagreiðsluna og hlaut samtals 292 stig. Í öðru sæti varð Rússland og í þriðja sæti lenti Bosnía Hersegóvína. 20.5.2006 21:50
Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 20:46
Vopnað rán á Lækjartorgi Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 20:43
Fá ekki hærri laun Fastráðnir erlendir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fá ekki hærri laun en íslenskir, segir hjúkrunarforstjóri spítalans. Hún getur þó ekki svarað því af eða á hvort hjúkrunarfræðingar sem koma frá norrænni starfsmannaleigu í sumar fái hærri eða lægri laun en þeir íslensku. 20.5.2006 20:30
Færri frá Reykjanesbæ inn á BUGL Innlögnum á barna- og unglingageðdeild frá Reykjanesbæ hefur fækkað um helming á milli ára. Yfirsálfræðingur bæjarins þakkar góðu forvarnarstarfi árangurinn. 20.5.2006 20:00
Langveik börn í jeppaferð Gleði og eftirvænting skein úr hverju andliti í morgun þegar þrjátíu og fimm manna hópur langveikra barna og foreldra þeirra lagði upp í heldur óvenjulegt ferðalag. Félagar úr ferðaklúbbnum fjórum sinnum fjórir, buðu hópnum í dagsferð austur fyrir fjall. 20.5.2006 19:29
Flokkarnir lofa öldruðum í Reykjavík öllu fögru Aldraðir í Reykjavík eiga í vændum betri tíð með blóm í haga, sama hvernig meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur verður eftir kosningar, -að minnsta kosti ef allir flokkarnir standa við stóru orðin. 20.5.2006 19:21
Handtekinn eftir vopnað rán Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 19:17
Alvarlega slösuð en ekki í lífshættu Rúmlega áttræð hjón slösuðust illa í alvarlegu umferðarslysi í Hvalfjarðargöngum í morgun. Mikil mildi þykir að ekki fór verr. Bíll hjónanna er gerónýtur. Göngunum var lokað í um tvær klukkustundir vegna slyssins. 20.5.2006 19:16
Forsendurnar brostnar Forsendur kjarasamninga eru brostnar segir aðalhagfræðingur Alþýðusambandsins. Þúsundir manna hafi orðið fyrir kjaraskerðingu vegna verðbólgunnar. Fjármálaráðherra segir rangt að verðbólgan hafi étið upp forsendur samninganna. 20.5.2006 19:15
Dadi Janki á Íslandi Dadi Janki, indversk baráttukona á vettvangi mannréttinda, friðarmála og andlegra gilda átti í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum. Hún segir Íslendinga andlega þenkjandi en hún finni fyrir sorg og sársauka hér á landi. Margt sé þó hægt að gera til að bæta það. 20.5.2006 19:00
Segir Björn Inga á barmi taugaáfalls Össur Skarphéðinsson segir aðstoðarmann forsætisráðherra tala í umboði ráðherrans, þegar hann hótar því að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummæli Björns Inga Hrafnssonar í gær bera þess merki að þar tali maður á barmi taugaáfalls segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. 20.5.2006 18:45
Styrktarleikur fyrir aðstandendur Pétur Þorvarðarsonar Félagar Péturs Þorvarðarsonar í íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum spiluðu í gær styrktarleik við íþróttafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði. Ekkert hefur spurst til Péturs Þorvarðarsonar frá aðfaranótt síðasta sunnudags en leit stendur enn yfir. 20.5.2006 18:15
Vilja vernda húsin á Laugavegnum Mikið er um að vera á Laugavegi í dag. Þá sérstaklega á horni Klapparstígs og Laugavegar. Tilgangur hátíðarhaldanna var að sýna stuðning í verki við verndun húsa á Laugaveginum en búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi á 29 húsum við götuna, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Birgir Þórarinsson talsmaður áhugasamtaka um verndun miðbæjarins segir húsin tengja borgarbúa við fortíðina. Þau séu falleg eins og þau eru. Hann segir byggingarnar geta nýst fullkomlega sem verslunarhúsnæði og þeim eigi ekki að skipta út fyrir "kanablokkir" eins og hann kallar þær hugmyndir sem hann segir nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum. 20.5.2006 16:16
Búið að opna Hvalfjarðargöng að nýju Búið að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað um klukkan hálf tíu í morgun eftir að bifreið var ekið utan í gangnavegginn. Mildi þykir að ekki fór verr en ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl, bíllinn er þó gerónýtur. 20.5.2006 13:17