Innlent

Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks

Mynd/Heiða

Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. Stúdentaráð Háskóla Íslands reisti í gær skilti á sama stað þar sem athygli er vakin á húsnæðisvanda stúdenta. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs, segist ánægður með snögg viðbrögð Samfylkingarinnar og vonast til að aðrir flokkar taki einnig afstöðu til málaflokksins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×