Innlent

Forseti Íslands farinn til Finnlands

MYND/Vísir

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi.

Í hádeginu á miðvikudag flytur forsetinn ræðu í boði finnsku kauphallarinnar þar sem viðstaddir verða 50-60 áhrifamenn úr finnsku atvinnulífi. Síðdegis þann dag mun forsetinn flytja erindi á viðskiptaráðstefnu sem KB-banki efnir til. Um 300 forystumenn úr finnsku fjármála- og atvinnulífi munu sitja ráðstefnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×