Innlent

Breyting Íbúðalánasjóðs gegn sáttmála

Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson MYND/Vilhelm

Það brýtur í bága við stjórnarsáttmála að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd, í það minnsta meðan bankarnir bjóða ekki 90 prósenta lán, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Kristinn skrifar um Íbúðalánasjóð og það sem hann kallar atlögu bankanna að honum í pistli á heimasíðu sinni. Þar segir Kristinn að níutíu prósenta lán Íbúðalánasjóðs hafi verið forgangsmál Framsóknarflokksins í síðustu kosningabaráttu. Áhersla flokksins á þetta mál hafi verið slík að það var sett í stjórnarsáttmála að lán yrðu allt að níutíu prósent upp að vissu marki. Þessum sáttmála sé ekki hægt að breyta nema með samþykki miðstjórnar Framsóknarflokksins, það geti ráðherrar ekki gert upp á eigin spýtur.

Innan ríkisstjórnarinnar eru uppi hugmyndir um að breyta fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs þannig að hann láni ekki einstaklingum fyrir íbúðakaupum heldur verði bakhjarl bankanna sem sjái um almenn húsnæðislán. Þetta segir Kristinn að gangi ekki upp. Ástæðan sé einfaldlega sú að bankarnir uppfylli ekkert þeirra þriggja markmiða sem Íbúðalánasjóður byggi á, þau markmið séu 90 prósenta lán öryggi og jafnrétti landsmanna í húsnæðiskaupum og að vextir verði sambærilegir því sem er erlendis. Kristinn segir að meðan bankarnir uppfylli ekki þessi skilyrði megi stjórnvöld ekki hvika frá stuðningi við húsnæðislánakerfið og Íbúðalánasjóð.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.