Innlent

Telja sig hafa fundið fótspor Péturs Þorvarðarsonar

Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á fimmta tímanum í gær fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðason, sem leitað hefur verið að síðan um síðustu helgi.

Fótsporin fundust nokkuð frá því svæði sem þegar er búið að kemba, eða 25 kílómetrum austan við Grímsstaði, þar sem síðast spurðist til Péturs. Töluverður kraftur var settur í leitina eftir að fótsporin fundust, en leitinni var hætt í nótt, þegar aftakaveður gerði á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki útlit fyrir að leit verði fram haldið í dag, þar sem veðrið er með versta móti og ekki búist við að hríðinni sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×