Innlent

Létu greipar sópa á hugleiðslunámskeiði

Þjófar létu greipar sópa um yfirhafnir fólks, sem var á hugleiðslunámskeiði í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti í gærkvöldi og stálu mörgum bíllyklum, veskjum og greiðslukortum. Einn lyklanna gekk að svörtum Bens, sem stóð fyrir utan, og stálu þjófarnir honum. Bíllinn og þjófarnir eru ófundnir en hugleiðslufólkið lét þegar loka öllum reikningum sínum, svo kortin yrðu ekki misnotuð. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×